Skráningarfrestur á Unglingalandsmót framlengdur

Skráningarfrestur á Unglingalandsmót framlengdur

Ákveðið hefur verið að lengja frestinn til að skrá þátttakendur á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Fresturinn verður til miðnættis í kvöld þriðjudag, 1. ágúst.

Í gærkvöldi voru 130 keppendur skráðir af sambandssvæði HSK, sem er mjög góð þátttaka á mót fyrir austan. Til samanburðar voru um 50 keppendur sem mættu á mótið á Egilsstöðum árið 2011.