Skráningu á þjálfararáðstefnu lýkur í dag

Skráningu á þjálfararáðstefnu lýkur í dag

Skráningu á Þjálfararáðstefnu Árborgar 2014 lýkur í dag. Ráðstefnan fer fram í Sunnulækjarskóla 26. og 27. september en þetta er annað árið í röð sem ráðstefnan fer fram og er þemað í ár Gleði – Styrkur – Afrek.

Skráning fer fram í netfanginu umfs@umfs.is eða í síma 894-5070.

Dagskrá þjálfararáðstefnu Árborgar

Markmið ráðstefnunnar er margþætt og má þar nefna m.a. að mynda og styrkja tengsl þjálfara í Árborg. Boðið er upp á fjölbreytta og fræðandi dagskrá sem leiðir af sér faglegt og gott spjall þjálfara í sveitarfélaginu um leið og þeir eflast í starfi með fræðslu og endurmenntun.

Við hlökkum til að sjá og hitta alla íþróttaþjálfara Árborgar og stjórnarfólk í Sunnulækjarskóla á föstudag og laugardag.