Stefnumótunarfundur um framtíð Landsmóta UMFÍ

Stefnumótunarfundur um framtíð Landsmóta UMFÍ

Ungmennafélag Íslands, í samstarfi við HSK, boðar til vinnufundar og stefnumótunarvinnu vegna Landsmóta UMFÍ. Fundurinn verður haldinn í Selinu á Selfossi miðvikudaginn 19. mars klukkan 20:00.

Á fundinum verður óskað  eftir áliti og hugmyndum fundargesta um hvernig Landsmót UMFÍ, Landsmót 50+ og Unglingalandsmótin eiga að þróast og í hvaða farveg þau eigi að fara.

HSK sá um framkvæmd síðasta Landsmóts og Unglingalandsmótsins árið 2012. Mikilvægt er að fólk á öllum aldri sem tók þátt í þessum mótum, annað hvort sem keppandi eða sjálfboðaliði, mæti og hafi áhrif á framtíð mótanna. Fundurinn opinn öllum sem hafa áhuga á að koma að stefnumótun Landsmótanna.

Stefnumotun Landsmot UMFI