Stelpurnar mæta Stjörnunni í síðasta leik sumarsins

Stelpurnar mæta Stjörnunni í síðasta leik sumarsins

Selfoss-stelpur mæta Stjörnunni í lokaumferð Pepsi deildar kvenna á morgun laugardag á Selfossi og hefst leikurinn kl. 14:00. Stelpurnar hafa þegar tryggt sér öruggt sæti í Pepsi deildinni næsta ár þar sem þær eru komnar með 16 stig en Fylkir er í fallsæti með 12 stig. Afturelding getur líka flallið, en þær eru með 12 stig. KR er þegar fallið. Nú er um að gera að skella sér á völlinn og sjá stelpurnar spila gegn Stjörnunni.