
23 júl Stemningin er frábær á Unglingalandsmóti
Posted at 12:16h
in Fimleikar, Fréttir, Frjálsíþróttir, Handbolti, Júdó, Knattspyrna, Mótokross, Sund, Taekwondo

Þátttaka á 18. Unglingalandsmóti UMFÍ sem fer fram á Akureyri um verslunarmannahelgina er tilvalin samvera fyrir fjölskyldur. Niðurstöður rannsókna sýna að börn og unglingar sem verja tíma með foreldrum sínum eru síður líklegir til að sýna ýmis konar áhættuhegðun.
Ungmennafélag Íslands hvetur fjölskyldur til að kynna sér dagskrá Unglingalandsmótsins en nánari upplýsingar eru á heimasíðu UMFÍ.
Skráningu lýkur á miðnætti sunnudaginn 26. júlí.