Stofnfundur lyftingadeildar Umf. Selfoss

Stofnfundur lyftingadeildar Umf. Selfoss

Ungmennafélag Selfoss stendur fyrir stofnfundi lyftingadeildar félagsins þriðjudaginn 24. janúar næstkomandi. Fundurinn verður kl. 20:00 í félagsheimilinu Tíbrá að Engjavegi 50 á Selfossi.

Dagskrá fundarins:
Stofnun lyftingadeildar Umf. Selfoss.
Kosning stjórnar skv. 13. grein laga Umf. Selfoss.
Önnur mál og umræður um starf og hlutverk deildarinnar.

Allir velkomnir.

Tags: