Stoltir strákar í 7. flokki

Stoltir strákar í 7. flokki

Foreldraráð 7. flokks karla í knattspyrnu vill þakka fyrir frábært sumar með strákunum. Þeir geta verið stoltir af árangri sínum sem skilaði tveimur bikurum í hús. Ber þar hæst að nefna prúðmennskubikar Norðurálsmótsins sem fram fór á Akranesi dagana 15. – 17. júní. Hér eru á ferð drengir sem félagið getur verið stolt af.

 -Foreldraráð 7. flokks/gjh