Sumar á Selfossi

Sumar á Selfossi

Sumar á Selfossi hefst miðvikudaginn 7. ágúst með menningarlegum miðvikudegi en í framhaldinu er þétt dagskrá alveg fram á sunnudag. Selfyssingar eru hvattir til að taka virkan þátt í hátíðinni.

Hér fyrir neðan má skoða dagskrá Sumars á Selfossi í heild sinni en einnig eru tíundaðir sérstaklega dagskrárliðir sem félagar í Ungmennafélagi Selfoss taka beinan þátt í.

Dagskrá Sumars á Selfossi

Fjörugur fimmtudagur 8. ágúst

19:15 – 21:00 Selfoss – FH

Stórleikur í Pepsi deild kvenna í knattspyrnu þar sem Selfyssingar taka á móti FH á Selfossvelli. Þetta verður spennandi. Stuðningsmannaklúbburinn grillar hamborgara fyrir leik. Áfram Selfoss!

 

Flottur föstudagur 9. ágúst

14:00 – 18:30 Olísmótið

Drengir í 5. flokki etja kappi í knattspyrnu á Selfossvelli í Meistaradeild Olís.

 

Lifandi laugardagur 10. ágúst

9:00 – 19:00 Riðlakeppni Olísmótsins

Framtíðarlandsliðsmenn Íslands eigast við í Meistaradeild Olís á Selfossvelli

14:00 – 16:00 Júdókynning

Júdódeild Umf. Selfoss verður með opið hús í júdósalnum í gamla barnaskólanum við Bankaveg.

14:00-15:30 Dagskrá á Útisviði

Ísgerður úr Stundinni okkar er bráðskemmtileg stúlka sem hefur alltaf nóg að bauka. Ísgeður mun kynna fjölskyldudagskrána og syngja skemmtileg lög. Lalli töframaður stígur á stokk með töfra, grín og almenna vitleysu. Hvað ætli Lalli gralli núna? Ingó mun mæta á úti sviðið og hita upp fyrir kvöldið. Fimleikadeild Selfoss mun sýna meistaratakta.

 

Sællegur sunnudagur 11. ágúst

9:00 – 14:20 Riðlakeppni Olísmótsins

Framtíðarlandsliðsmenn Íslands eigast við í Meistaradeild Olís á Selfossvelli

14:30 Olísmóti lýkur

Mótsslit og verðlaunaafhending í Meistaradeild Olís á Selfossvelli

17:00 – 19:00 Selfoss – BÍ/Bolungarvík

Stórleikur í 1. deild karla í knattspyrnu þar sem Selfyssingar taka á móti Djúpmönnum á Selfossvelli. Leikur upp á líf og dauða. Stuðningsmannaklúbburinn grillar hamborgara fyrir leik. Áfram Selfoss!