Sumarblað Árborgar 2018

Sumarblað Árborgar 2018

Sumarblað Árborgar fyrir árið 2018 er komið á vef Sveitarfélagsins Árborgar. Í blaðinu er hægt að finna upplýsingar um flest námskeið og æfingar sem í boði eru fyrir börn og ungmenni í Sveitarfélaginu Árborg sumarið 2018.

Blaðinu verður dreift inn á hvert heimili í Árborg dagana 7. og 8. maí nk.

Um leið viljum við minna á tómstundamessuna sem haldin verður í íþróttahúsi Vallaskóla miðvikudaginn 9. maí nk. milli klukkan 9:00 og 14:30 og 16:00 og 18:00.