Sumarblað Árborgar 2020

Sumarblað Árborgar 2020

Sumarblað Árborgar fyrir árið 2020 er komið á vef Sveitarfélagsins Árborgar. Blaðið inniheldur upplýsingar um sumarstarf og námskeið í sveitarfélaginu og hafa aldrei verið jafn fjölbreytt námskeið í boði fyrir börn á svæðinu.

Í ár verður eingöngu hægt að skoða blaðið á netinu en einnig verða eintök á nokkrum stöðum innan Árborgar s.s. sundlaugum, bókasafni og fleiri vel völdum stöðum.

Fjölbreytni námskeiða hefur aldrei verið jafn mikið og er sérstaklega ánægjulegt hvað mörg skapandi námskeið hafa bæst við þetta árið.

Vefútgáfa af sumarblaði Árborgar