Sumarnámskeið Fimleikadeildar Selfoss

Sumarnámskeið Fimleikadeildar Selfoss

Sumarnámskeið Fimleikadeildar Selfoss hefjast þriðjudaginn 10. júní. Námskeiðin eru viku í senn og er kennt virka daga frá 13:00-15:30. Kennari á námskeiðinu er Þyrí Imsland fimleikaþjálfari og grunnskólakennaranemi. Námskeiðin eru fyrir börn fædd 2008-2004 jafnt stráka sem stelpur.

Á námskeiðinu er farið í grunnæfingar í fimleikum, liðleika- og styrktarþjálfun og leiki.

Skráning fer fram inná selfoss.felog.is sem er skráningar- og greiðslusíða Umf Selfoss.

Þessar vikur eru í boði:
10. – 13. júní
16. – 20. júní
23. – 27. júní
5. – 8. ágúst
11. – 15. ágúst

Nánari upplýsingar má fá á netfanginu fimleikarselfoss@simnet.is

Hlökkum til að sjá ykkur í fjörinu í sumar.