Sumarnámskeið Fimleikadeildar Selfoss

Sumarnámskeið Fimleikadeildar Selfoss

Sumarnámskeið Fimleikadeildar Selfoss verða í júní og ágúst.  Um tvö námskeið er að ræða og verður það fyrra haldið 10. -21.júní og hið seinna 6.-16.ágúst.  Kennt verður alla virka morgna frá 9-11:30 en kennarar á námskeiðinu verða Steinunn H. Eggertsdóttir og Tanja Birgisdóttir.  Námskeiðið er ætlað strákum og stelpum fæddum 2004-2007.  Skráning er hafin á selfoss.felog.is  en nánari upplýsingar má fá á netfanginu fimleikarselfoss@simnet.is