Sumarnámskeið í Árborg

Sumarnámskeið í Árborg

Sumarblað Árborgar er komið á netið en í því er að finna flest allt sem í boði er fyrir börn og ungmenni sumarið 2014 í Sveitarfélaginu Árborg.

Þar er meðal annars að finna upplýsingar um fjölbreytt námskeið og æfingar á vegum Umf. Selfoss í sumar.

Ein breyting er á námskeiði Fimleikadeildar Selfoss en námskeiðin verða kennd frá 13:00 – 15:30  (í stað 9:00 – 11:30 eins og kemur fram í blaðinu).

Handboltaskóli Umf. Selfoss er fyrir krakka fædda 2001 – 2007 (í stað 2002 – 2007 eins og kemur fram í blaðinu).

Blaðinu var dreift inn á öll heimili í Árborg en er einnig aðgengilegt á vefnum.

Sumarblað Árborgar 2014