Sumarnámskeiðin hafin

Sumarnámskeiðin hafin

Sumarnámskeið á vegum Umf. Selfoss hófust í morgun. Er þar um að ræða námskeið í Íþrótta- og útivistarklúbbnum og hjá fimleikadeild, ásamt knattspyrnuskólanum. Íþrótta- og útivistarklúbburinn verður í félagsheimilinu Tíbrá mánudag og þriðjudag en flytur svo í Vallaskóla á miðvikudag. (Gengið er inn í portinu þar sem íþróttahúsið er.) Nánari upplýsingar um sumarnámskeiðin má finna hér á heimasíðunni til vinstri.