Sýnum karakter | Jákvæð íþróttamenning

Sýnum karakter | Jákvæð íþróttamenning

Jákvæð íþróttamenning, ráðstefna verkefnisins Sýnum karakter, verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 2. nóvember milli klukkan 13:00 til 16:00.

Þema ráðstefnunnar í ár verður jákvæð íþróttamenning. Við fáum að heyra ólíkar raddir og mismunandi leiðir til þess að byggja upp jákvæða menningu í íþróttastarfinu, hvort sem það er hjá einstaka flokki eða öllu félaginu. Áherslan verður á félagslegu og sálrænu hliðar íþróttanna. Boðið verður uppá praktískar leiðir, verkfæri, hugmyndafræði, aðferðafræði og vísindi. Vonandi eitthvað fyrir alla áhugasama um uppbyggjandi þjálfun barna og ungmenna í íþróttum.

Aðalfyrirlesari verður íþróttasálfræðingurinn Dr. Chris Harwood
School of Sport, Exercise and Health Sciences, Loughborough University, UK.

Hann hefur þróað hugmyndafræði og aðferðir til þess að þjálfa fimm sálræna þætti með skipulögðum hætti. Kallast hún The 5C´s framework. Þessir fimm þættir eru: Confidence,
Commitment, Communication, Control og Concentration. Markmið fyrirlestursins er að kynna hugmyndafræðina á bakvið The 5C´s framework. Chris mun einnig fjalla um hvernig aðferðir
þjálfarar, foreldrar og íþróttamaðurinn geta í sameiningu unnið að til að byggja upp heilbrigða einstaklinga en jafnframt byggt upp framúrskarandi íþróttamann.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna eru á fésbókarsíðu Sýnum karakter.

Aðgangur að ráðstefnunni kostar kr. 2.500 og hægt er að kaupa miða hér á skráningarvef UMFÍ.

Aðrir fyrirlesarar verða:

Dr. Viðar Halldórsson
Dósent félagsfræðum HÍ

Markús Máni Michaelsson Maute
Sportabler

Ása Inga Þorsteinsdóttir
Framkvæmdarstjóri, Stjarnan

Charlotte Ovefelt
Jafnréttisráðgjafi IF Brommapojkarna, höf. Normbollen

Karl Ágúst Hannibalsson
Körfuknattleiksþjálfari Fsu

Jóhannes Guðlaugsson
Yfirþjálfari knattspyrnu, ÍR

Dr. Chris Harwood
Íþróttasálfræðingur, prófessor Loughborough háskóla, höfundur The 5Cs framework

Ráðstefnustýra verður Hjördís Guðmundsdóttir

Í tengslum við heimsókn íþróttasálfræðingsins Dr. Chris Harwood heldur hann vinnustofu 3.-4. nóvember ásamt Dr. Karl Steptoe íþróttasálfræðing sem starfar meðal annars fyrir Leicester City FC akademíuna. Vinnustofan er hugsuð fyrir yfirþjálfara eða reynslu mikla þjálfara sem eru í því að móta starf deildarinnar eða félagsins, óháð íþróttagrein.