Tap gegn Haukum

Tap gegn Haukum

Selfoss tapaði með tveimur mörkum, 25-27 gegn Haukum í Hleðsluhöllinni í kvöld. 

Leikurinn var jafn framan af en um miðjan fyrri hálfleik tóku Haukastelpur yfir og skoruðu sex mörk í röð. Staðan í hálfleik var 10-14. Lítið gekk framan af í seinni hálfleik í sókninni og kom fyrsta markið eftir um rúmar sjö mínútur. Selfoss hrökk síðan í gang undir lokin og náðu góðum kafla sem dugði þó ekki til og niðurstaðan tveggja marka tap, 25-27.

Selfoss situr áfram á botni deildarinnar með 1 stig. Næst munu stelpurnar halda til eyja, þar sem þær mæta ÍBV. 

Mörk Selfoss: Hrafn­hild­ur Hanna Þrast­ar­dótt­ir 12, Perla Ruth Al­berts­dótt­ir 5, Hulda Dís Þrast­ar­dótt­ir 3, Harpa Sól­veig Brynj­ólfs­dótt­ir 2, Kristrún Steinþórs­dótt­ir 1, Sara Boye Sör­en­sen 1.

Varin skot: Áslaug Ýr Bragadóttir 9 (36%), Katrín Ósk Magnúsdóttir 2 (15%).

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.isMbl.is og Vísir.is. Leikskýrslu má sjá hér.
____________________________________

Mynd: Hrafnhildur Hanna var markahæst Selfyssinga í kvöld með 12 mörk.
Umf. Selfoss / JÁE