Þórir Hergeirsson heiðraður

Þórir Hergeirsson heiðraður

Þórir Hergeirsson var í gær sæmdur gullmerki Ungmennafélags Selfoss fyrir einstakan árangur sem landsliðsþjálfari Noregs í handbolta.

Guðmundur Kristinn Jónsson formaður Umf. Selfoss krækti gullmerki félagsins í barm Þóris fyrir stórkostleg afrek með landsliði Noregs. Hann náði þeim einstaka árangri í ár að vinna til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó auk þess sem hann varð Evrópumeistari með liði sínu nýverið.

Þórir er án efa sá íslenskur þjálfari sem bestum árangri hefur náð með lið sitt í ár og frá upphafi tímatalningar ef út í það er farið, um það bera sex heimsmeistara-, Evrópumeistara- og Ólympíutitlar ótvírætt vitni.

Þórir er sannur Selfyssingur sem ber hróður Selfoss víðar en flestir hafa gert.

MM

Guðmundur Kristinn formaður Umf. Selfoss, Þórir Hergeirsson og Kirsten Gaard betri helmingur Þóris.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Magnús Matthíasson