Þrír Selfyssingar á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Þrír Selfyssingar á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Selfyssingar áttu þrjá keppendur á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fór í Ungverjalandi dagana 23.-29. júlí. Það voru þau Helga Margrét Óskarsdóttir sem keppti í spjótkasti og 4×100 m boðhlaupi, Martin Bjarni Guðmundsson sem keppti í fimleikum og Haukur Þrastarson sem keppti með U17 ára landsliðinu í handbolta.

Ljósmyndir frá hátíðinni má finna á vef ÍSÍ og nánar er fjallað um árangur Sunnlendinga á vef Sunnlenska.is.

Ljósmynd: ÍSÍ/Örvar Ólafsson