Þrjár deildir fengu styrki úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ

Þrjár deildir fengu styrki úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ

Þann 26. október sl. var úthlutað styrkjum úr Fræðslu- og verkefnasjóði Ungmennafélags Íslands. Þrjár deildir innan Umf. Selfoss fengu styrki. Fimleikadeildin fékk 48.ooo kr. styrk vegna þjálfaranámskeiðs og 50.000 kr. styrk vegna dómaranámskeiðs. Knattspyrnudeildin fékk 100.000 kr. styrk vegna þjálfaramenntunar og handknattleiksdeildin 85.000 kr. styrk vegna námskeiðs. Samtals var úthlutað um 4,8 milljónum kr. úr sjóðnum að þessu sinni. Fyrr á árinu var úthlutað um 3,2 milljónum úr sjóðnum. Úthlutanir úr sjóðnum eru tvisvar sinnum á ári þ.e. sem næst 1. maí og 1. nóvember.