Tilboðsdagar hjá Jako

Tilboðsdagar hjá Jako

Mánudagana 18. mars og 1. apríl verður Jako með tilboðsdag fyrir allar deildir Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 16 og 19.

Það verður boðið upp á frábær tilboð á nýrri keppnistreyju Selfoss, félagsgalla, æfingasettum og fleiri vörum sem hægt verður að kaupa fyrir gott verð. Vinsamlegast athugið að tilboðin gilda einungis þessa tvo daga.

Allur fatnaður af fyrri tilboðsdegi verður afhentur þann 1. apríl og seinni hlutinn fyrir páska ef allt gengur upp.

Allir velkomnir!

Tags:
,