Tómstundamessa Árborgar

Tómstundamessa Árborgar

Miðvikudaginn 8. maí mun Sveitarfélagið Árborg standa fyrir svokallaðri Tómstundamessu í íþróttahúsi Vallaskóla í samstarfi við grunnskóla, íþróttafélög, æskulýðsfélög og aðra aðila sem vinna með tómstundir barna á leik- og grunnskólaaldri í sveitarfélaginu. Öllum aðilum sem vinna með frítíma barna og unglinga fá tækifæri til að kynna sumarstarfið sitt fyrir börn í grunnskólum og elstu bekkjum leikskóla og foreldrum þeirra. Má þar nefna meðal annars leikjanámskeið, sumarsmiðjur, tónlistarskólar auk þess sem fjölmargar íþróttagreinar verða kynntar.

Kynningarnar verða tvíþættar. Annars verður kynning fyrir alla nemendur grunnskólanna frá kl. 08:20-13:30 en starfsfólk grunnskólanna mun fylgja krökkunum yfir í íþróttahús Vallaskóla.

Hinsvegar verður opin kynning á milli kl. 16:00 og 18:00 þar sem við vonumst eftir fjölmenni foreldra og annarra forráðamanna í fylgd barna sinna. Allir eru velkomnir en við bjóðum börn á grunnskólaaldri sem og börnum í elstu deildum leikskóla sérstaklega velkomin ásamt foreldrum og forráðamönnum þeirra. 

Ekki láta þetta tækifæri framhjá ykkur fara til að kynnast öllu því tómstundastarfi sem er í boði fyrir barnið þitt í Sveitarfélaginu Árborg.