Umf. Selfoss hefur alltaf verið mitt félag

Umf. Selfoss hefur alltaf verið mitt félag

Guðmundur Kr. Jónsson eða Mummi Jóns eins og hann er oftast kallaður hefur lifað og starfað innan íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar á áratugi. Hann hóf snemma að stunda íþróttir á Selfossi og þjálfaði m.a. frjálsar íþróttir í mörg ár. Hann hefur starfað sem sjálfboðaliði í hreyfingunni alla tíð og mikið komið að félagslegu hliðinni. Mummi var formaður frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss í rúman áratug og formaður HSK í átta ár. Einnig sat hann í stjórn og varastjórn ÍSÍ í fjögur ár. Á þessu ári tók hann að sér formennsku í sínu gamla félagi Ungmennafélagi Selfoss.

Viðtal við Mumma Jóns birtist í jólablaði Dagskrárinnar og má lesa það í heild sinni á vefsvæðinu dfs.is.

Guðmundur Kr. Jónsson, formaður Ungmennafélags Selfoss.
Ljósmynd: dfs.is/ög

Tags: