Umræðupartý UMFÍ

Umræðupartý UMFÍ

Þá er komið að öðru umræðupartýi UMFÍ. Viðburðurinn fer fram laugardaginn 20. maí kl. 12.00 – 15.45 í félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli.

Ungt fólk á aldrinum 15-25 ára er sérstaklega hvatt til þátttöku. Stjórnendur íþrótta- og ungmennafélaga eru jafnframt hvattir til þátttöku og eiga samtal við yngri kynslóðina. Til umræðu verður annarsvegar fræðsla og forvarnir – hvernig forvarnafræðslu kallar ungt fólk eftir? og hinsvegar þátttaka – hvernig vill ungt fólk fá að taka þátt?

Á viðburðinum gefst ungu fólki tækifæri til þess að koma skoðunum sínum á framfæri og þeim sem eldri eru að hlusta og heyra skoðanir ungs fólk.

Fulltrúar úr ungmennaráði UMFÍ sjá um að stýra og stjórna umræðum.

UMFÍ styrkir ferðakostnað þátttakenda sem þurfa að ferðast lengra en 50 km aðra leið.

Vorfundur UMFÍ fellur inn í Umræðupartýið og er því um að ræða allsherjar samveru og gæðastundar ráðamanna innan ungmennafélagshreyfingarinnar og ungs fólks.

Smelltu hér til þess að sjá dagskrá og allar nánari upplýsingar

Sjá viðburðinn á fésbók

Ef eitthvað er óljóst er um að gera að senda línu á Ragnheiði á netfangið, ragnheidur@umfi.is eða heyra í henni í síma 568 2929.