Uppbygging íþróttamannvirkja í brennidepli á aðalfundi Umf. Selfoss

Uppbygging íþróttamannvirkja í brennidepli á aðalfundi Umf. Selfoss

Aðalfundur Umf. Selfoss fer fram í Tíbrá í kvöld klukkan 20:00. Fyrir fundinum liggur fjöldi tillagna og ber hæst ályktun um uppbyggingu íþróttamiðstöðvar á Selfossi. Á fundinum verða einnig veittar viðurkenningar til deildar ársins og félaga ársins auk þess sem íþróttafólk Umf. Selfoss verður krýnt.