Upprætum ofbeldi

Upprætum ofbeldi

Í kjölfarið á vakningu sem hefur orðið undir merkjum #metoo um ofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar vill Ungmennafélag Selfoss koma því á framfæri að félagið tekur virkan þátt í að uppræta hvers kyns ofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar. Félagið, sem er aðili að íslensku íþróttahreyfingunni í gegnum Íþróttasamband Ísland og Ungmennafélag Íslands, tekur heilshugar undir yfirlýsingar samtakanna sem fordæma allt ofbeldi enda er slík hegðun óásættanleg og ólíðandi.

Yfirlýsing UMFÍ

Yfirlýsing ÍSÍ

Umf. Selfoss mun bregðast við og leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn hvers kyns ofbeldi innan íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar. Félagið er eitt af fyrirmyndarfélögum ÍSÍ og eru mál af þessum toga tekin mjög alvarlega hjá Umf. Selfoss og eins og kemur fram í siðareglum félagsins er hegðun sem þessi ekki liðin.

 

Siðareglur Umf. Selfoss