Vilt þú bóka gleði, virðingu og fagmennsku?

Vilt þú bóka gleði, virðingu og fagmennsku?

Ungmennafélag Selfoss leitar eftir dugmiklum og drífandi bókara í 50% starfshlutfall. Um er að ræða starf sem er í sífelldri mótun og mun starfsmaðurinn koma að mótun starfsins.

Við leitum að þjónustulunduðum og jákvæðum einstaklingi sem hefur áhuga á íþrótta- og félagsstarfi sem og gleði af því að vinna með fólki.

Menntun, reynsla og eiginleikar:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Reynsla af bókhaldsstörfum
  • Góð þekking og reynsla af notkun DK bókhaldshugbúnaðar og töflureiknis (Excel)
  • Nákvæmni í vinnubrögðum og lipurð í samskiptum
  • Gleði, virðing og fagmennska

Meðal verkefna:

  • Færsla á öllu bókhaldi félagsins
  • Launaútreikningur allra deilda
  • Umsjón með skráningar- og greiðslukerfinu Nóra
  • Aðstoð við bókhaldsmál og fjáramálastjórn deilda

Bókari Umf. Selfoss starfar náið með framkvæmdastjóra að því að styrkja innra starf félagsins, styðja við og efla frumkvæði deilda með hag Umf. Selfoss að leiðarljósi.

Umf. Selfoss er lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem lögð er áhersla á gleði, virðingu og fagmennsku sem eru einkunnarorð félagsins.

Umf. Selfoss er fjölmennasta ungmennafélag Suðurlands með rúmlega 3000 félagsmenn og iðkendur í 8 deildum. Þar fer fram gróskumikið barna- og unglingastarf ásamt því að öflugir meistaraflokkar keppa í hæsta styrkleika.

Nánari upplýsingar veitir Gissur Jónsson framkvæmdastjóri í síma 894-5070. Umsókn með ferilskrá berist til umfs@umfs.is fyrir 23. mars 2015.