Viltu hlaupa í Friðarhlaupinu?

Viltu hlaupa í Friðarhlaupinu?

Friðarhlaupið óskar eftir þátttakendum til að hlaupa í gegnum Selfoss. Það er mæting við Toyota á Selfossi kl. 12:50 á laugardag og verður hlaupið í miðbæjargarðinn þar sem tré verður gróðursett. Allir eru velkomnir í hlaupið og hvetjum við fólk til að mæta í Selfoss-göllunum sínum ef það getur.

Friðarhlaupið (Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum. Friðarhlaupið safnar ekki fé og leitar ekki eftir stuðningi við pólitískan málstað.  Markmið hlaupsins er einfaldlega að auka meðvitund um að friður, vinátta og skilningur hefst í hjarta hvers og eins.

Heimasíða Friðarhlaupsins