Yngri flokkar: Selfoss með lið í efstu deild í öllum elstu flokkunum

Yngri flokkar: Selfoss með lið í efstu deild í öllum elstu flokkunum

Um helgina fer keppnistímabilið hjá yngri flokkunum af stað. Biðin er því á enda fyrir okkar lið sem eru búin að æfa af krafti síðan í ágúst og eru vel undirbúin fyrir veturinn.

Í öllum flokkum frá 2. flokki – 4. flokks eldri og yngri þar sem keppt er í deildum er Selfoss með lið í efstu deild bæði í karla og kvennaflokki. Alls eru þetta 7 flokkar/árgangar í heildina sem leika í efstu deild. Það er flottur árangur hjá okkar fólki að vera þar en liðin stefna á að standa sig vel í vetur.

Fyrstu túrneringarnar í 5. og 6.  flokki fara einnig fram um helgina. Það eru því spennandi tímar framundan fyrir okkar efnilega handboltafólk.

Áfram Selfoss!