Áramótamót frjálsíþróttadeildar Selfoss

Áramótamót Frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss verður haldið í Vallaskóla fimmtudaginn 27. desember kl. 16:30. Keppnisgreinar eru kúluvarp, langstökk án atrennu, þrístökk án atrennu, hástökk með og án atrennu í karla- og kvennaflokki. Skráning er á staðnum og eru engin þátttökugjöld vegna skráninga.  Aukagreinar á mótinu verða kúluvarp með 2 kg, 3 kg og 4 kg kúlum í flokki pilta og stúlkna.
Ábyrgðarmaður er Sigríður Anna Guðjónsdóttir.