Vinamót í Taekwondo

Sunnudaginn 9. mars verður svonefnt vinamót á vegum Taekwondoakademíunnar haldið í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi.

Mótið byrjar klukksn 10:00 og við munum byrja á yngstu keppendunum þ.e. 11 ára og yngri. Allir iðkendur eru hvattir til að skrá sig til leiks.

Skráningarblöð verða afhent á æfingum í vikunni. Skráningarfrestur er til 3. mars.

Nánari tímasetningar auglýstar þegar skráningar liggja fyrir og hægt er að raða keppndum niður.

Þátttökugjald er kr. 1,500- sem er rétt fyrir kostnaði.