Fræðsla um einelti

Þriðjudaginn 12. nóvember verður Kolbrún Baldursdóttir með fræðslu um eineltismál fyrir alla áhugasama um málefnið. Fræðslufundurinn fer fram í E-sal íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og stendur frá 15-16:30 og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Á fræðslufundinum mun Kolbrún beina sjónum sínum að þolendum og gerendum, helstu persónueinkennum og aðstæðum. Megináherslan er á úrvinnslu eineltismála, viðbrögð og viðbragðsáætlun í eineltismálum. Ferlið er rakið frá tilkynningu til málaloka. Loks eru algengustu mistök sem gerð eru við upphaf og vinnslu mála af þessu tagi reifuð.

Á fundinum mun nýjum bæklingi um eineltismál verða dreift. Fundinum verður varpað út á netið.

 Vinsamlegast sendið upplýsingar með nöfnum og netföngum þátttakenda á skraning@isi.is