Grýlupottahlaup 3/2014

Grýlupottahlaup Selfoss 2014 hefst fyrsta laugardag sumars sem er laugardagurinn 26. apríl nk. og er þetta í 45. skipti sem hlaupið er haldið.

Eins og undanfarin ár fer skráning fram í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss, og hefst kl. 10.30. Hlaupið er ræst af stað kl. 11.00.

Hlaupið eru um það bil 850 metrar og fer fram á íþróttavallasvæðinu við Engjaveg. Tveir og tveir hlaupa saman og er ræst með 10 sekúndna millibili. Þátttakendur eru á öllum aldri og er aðalatriðið að vera með.

Keppt er í öllum aldursflokkum karla og kvenna. Að loknum sex hlaupum er tekinn saman besti árangur samanlagt úr fjórum hlaupum og veitt verðlaun.

Hlaupin fara fram sex laugardaga í röð: 26/4, 3/5, 10/5, 17/5, 24/5 og 31/5. 

Verðlaunaafhending verður laugardaginn 7. júní.