Íslandsmót

Þriðja umferðin af fimm í Íslandsmeistaramótinu í mótokrossi fer fram í braut VÍFA á Akranesi laugardaginn 30. ágúst.

 

Tilkynning frá MSÍ

Vegna mikillar bleytu hefur þriðju umferð til Íslandsmeistara í motocrossi sem átti að fara fram 19 júlí verið frestað. Er það sameiginleg ákvörðun keppnishaldara og MSÍ. Reynt verður að halda keppnina 30. ágúst í Akrabraut, svo framarlega sem hægt verði að halda keppni þá. Næsta keppni verður því skv. dagatali MSÍ í MotoMos laugardaginn 16 ágúst. Sú skráning, sem hefur verið virk fyrir þriðju umferð, mun gilda fyrir keppnina sem áætluð er 30 ágúst skv. nýrri dagsetningu.