Íslandsmót

Lokaumferðin af fimm í Íslandsmeistaramótinu í mótokrossi fer fram í braut VÍK í Bolöldu laugardaginn 6. september.

Það er töluverð spenna í flestum flokkum um hver verður Íslandsmeistari 2014 og viðbúið að hart verði barist fram á síðasta hring. Við hvetjum keppendur til að fjölmenna og vera með í þessari keppni og kveðja MX tímabilið 2014 með stæl. Spáin er góð og VÍK ætlar að leggja sitt af mörkum að hafa brautinna með allra besta móti á keppnisdag.