Landsmót UMFÍ

Landsmótið á Selfossi verður haldið dagana 4.–7. júlí. Landsmót hefur einu sinni áður verið haldið á Selfossi en það var árið 1978.

Landsmót UMFÍ eru einstök íþróttahátíð. Sú stemning sem þar myndast er afar eftirsóknarverð. Þar hittast jafnt ungir sem aldnir og taka þátt í keppni mótsins, rifja upp gamlar og góðar minningar úr starfinu og af fyrri Landsmótum. Keppnin á Landsmótinu er einstaklega fjölbreytt og það er sérstaklega gaman að fylgjast með keppendum sem taka þátt.

Það er sannarlega ástæða til að sækja Selfoss heim þessa helgi því bærinn verður blómstrandi af lífi alla mótsdagana. Auk íþróttakeppninnar verður boðið upp á afar fjölbreytta dagskrá og viðburðir sem vert er að fylgjast með og taka þátt í.

Staðsetning mótsins gerir það að verkum að líklega verður mannfjöldinn mjög mikill sem sem mun heimsækja Selfoss þessa helgi.