Lokahóf yngri flokka

Lokahóf yngri flokka hjá knattspyrnudeildinni fer fram laugardaginn 27. september. Það verður sannkölluð fjölskylduhátíð á JÁVERK-vellinum sem hefst með heljarmikilli grillveislu kl. 12:00.

Veittar verða viðurkenningar fyrir árangur sumarsins í 3.-6. flokki auk þess sem allir iðkendur í 7. flokki fá óvæntan glaðning frá unglingaráði.

Rúsínan í pylsuendanum er að frítt er á lokaleik Selfoss í Pepsi-deildinni í sumar.