Unglingalandsmót UMFÍ

16. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Mótið hefst föstudaginn 2. ágúst og lýkur um miðnætti sunnudaginn 4. ágúst.

Íþróttakeppnin er uppistaða mótsins en samhliða henni verður boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir alla aldurshópa.

Tjaldsvæðið sem verður vel útbúið verður í göngufæri við aðalkeppnissvæðið.