Unglingamót HSK 15 – 22 ára utanhúss í frjálsíþróttum og héraðsmót fatlaðra í frjálsíþróttum verða haldin í Þorlákshöfn þriðjudaginn 23. júlí og hefjast kl 19:00.
Á unglingamótinu er heimilt að keppa í 5 greinum, auk boðhlaups. Keppendum er ekki heimilt að keppa upp fyrir sig í aldri nema í þeim greinum sem ekki er boðið upp á í viðkomandi aldursflokki. Yngri en 15 ára geta ekki keppt til stiga á unglingamótunum.
Skráningar
Skráning fer fram á vef FRÍ, sjá mótaforrit á heimasíðunni, www.fri.is. Þjálfari eða forsvarsmaður hvers félags á að hafa aðgangsorð að síðunni. Þau félög sem hafa ekki fengið aðgang geta haft samband á skrifstofu HSK og fengið aðgangaorð. Kennitala þarf að fylgja hverjum keppanda. Skráningarfrestur er til kl. 23:00 mánudaginn 22. júlí. Mótshaldari áskilur sér rétt til breytinga á tímaseðli ef skráning gefur tilefni til.