Uppskeruhátíð ÍTÁ

Hin árlega uppskeruhátíð íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar verður haldin í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi fimmtudaginn 3. janúar kl. 20:00. Þar verða afhentir styrkir úr Afreks- og styrktarsjóði Árborgar og íþróttafélaganna, þ.e. Umf. Selfoss, Íþf. Suðra, Golfklúbbs Selfoss o.fl. Hvatningaverðlaun verða veitt, afhentir styrkir fyrir afburðaárangur og tilkynnt kjör íþróttakonu og íþróttakarls Árborgar 2012.
Tónlistaratriði  – Hulda Kristín ásamt Tómasi Smára.
Kaffiveitingar í boði eftir verðlaunaafhendingu. 
Hátíðin er öllum opin og allir hjartanlega velkomnir.