Selfosssigur í Laugardalshöll

905758_591623457656978_3155880433122382455_o
905758_591623457656978_3155880433122382455_o

Selfyssingar gerðu góða ferð í Laugardalshöll í kvöld þar sem þeir mættu Þrótturum. Endaði leikurinn með sigri Selfyssinga 23-25. Fyrir leikinn var Selfoss í 3. sæti með 14 stig en Þróttur í 4. sæti með 10 stig. Ljóst var því að þetta yrði hörkuleikur. Liðin höfðu mæst einu sinni áður á tímabilinu og höfðu Selfyssingar sigur þar 23-17 á heimavelli.

Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og komust í 3-7 þegar tæpar 11 mínútur voru búnar af leiknum. Þróttarar héldu þó áfram og náðu að jafna leikinn í 9-9 eftir 23 mínútna leik. Staðan var svo 11-12 fyrir Selfoss í hálfleik. Fyrstu mínútur seinni hálfleiks voru jafnar en Selfyssingar sigu svo framúr og komust í 7 marka forystu 16-23 eftir rúmlega 48 mínútur. Þróttarar neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn hægt og rólega en leikurinn endaði eins og áður sagði 23-25 fyrir Selfoss.

Markaskorarar Selfoss
Elvar Örn 8 mörk
Andri Már 5
Alexander 3
Hrannar 3
Árni Guðmunds 2
Hergeir 1
Teitur 1
Egidijus 1
Árni Geir 1

Helgi varði 22 skot 52% markavarsla.

Eftir þennan sigur eru Selfyssingar komnir í 2. sæti deildarinnar og eru í hörku toppbaráttu.

Viðtal við Stefán þjálfara hjá fimmeinn.is eftir leik

Næsti leikur hjá strákunum er bikarleikur gegn Fjölni í Dalhúsum, Grafarvogi á þriðjudaginn 1. des klukkan 20:00. Hvetjum sem flesta til að mæta og styðja strákana áfram í bikarkeppninni.
Síðan mæta strákarnir Fjölni aftur á föstudaginn 4. des þá á heimavelli í deildinni klukkan 19:30. Hvetjum fólk að sjálfsögðu einnig til að mæta þá og styðja við bakið á strákunum í toppbaráttunni.

Staðan í deildinni

Félag Leikir U J T Mörk Markatala Stig
1. Stjarnan 10 9 0 1 320-226 +94 18
2. Selfoss 10 8 0 2 273-242 +32 16
3. Fjölnir 10 7 0 3 266-220 +46 14
4. Þróttur 10 5 0 5 244-267 -23 10
5. HK 10 5 0 5 288-293 -5 10
6. Mílan 10 4 0 6 239-244 -5 8
7. ÍH 10 2 0 8 259-317 -58 4
8. KR 10 0 0 10 209-289 -80 0