KKe og KKy áttu gott Íslandsmót

Kke
Kke

Helgina 27. - 28. apríl kepptu strákarnir í kke og kky á Íslandsmóti yngri flokka í hópfimleikum. Strákarnir kepptu í sama hlutanum á laugardaginn, en strákaliðin hafa aldrei verið eins mörg og á þessu móti og erum við mjög stolt af því að vera partur af uppbyggingu fimleika hjá strákum á Íslandi.

Eldri drengirnir í kke voru í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitil en þeir lentu í 2. sæti á öllum áhöldum og í 2. sæti í samanlögðum stigum. Þeir eru að bæta við sig í erfiðleika og farnir að skila mjög hreinum æfingum. Til hamingju strákar fyrir flott mót og góðan árangur!

Keppnislið Kky er skipað ungum drengjum, á aldrinum 2008-2010. Þeir eru sumir að keppa sinn fyrsta keppnisvetur og eru að safna í reynslubankann. Þeir æfðu vel fyrir mótið og voru spenntir að stíga á stokk. Þeir enduðu í 5. sæti og áttu sínar bestu æfingar á fíbergólfi. Flott mót hjá strákunum.

kky

 

Bæði strákaliðin okkar, kke og kky hafa unnið sér inn rétt til að keppa á GK-meistaramótinu sem verður haldið í júní, við hlökkum mikið til að fylgjast með þeim á því móti.