Íþrótta og skólahúsnæði Árborgar

Í íþróttahúsunum okkar er:

 • Góð umgengni okkar aðalsmerki
 • Við göngum öll þrifalega um og berum virðingu fyrir eignum mannvirkjanna og hvers annars. Við röðum skóm upp í hillu, göngum snyrtilega frá fatnaði inni í búningsklefum, notum viðeigandi skófatnað inn í íþróttasalnum, hendum rusli í ruslafötur og erum ekki með háreysti, átök eða óþarfa hrindingar í búnings- eða baðklefum
 • Enginn iðkandi kominn inn í íþróttasal fyrr en kennari/þjálfari er mættur í salinn
 • Ekki notað tyggigúmmí né neytt áfengis, tóbaks, vímuefna eða ólöglegra lyfja
 • Ekki neytt matvæla, sælgætis eða drykkja, annars en vatns, í íþróttasal
 • Ekki tekin ábyrgð á munum sem ekki er komið í geymslu hjá starfsmanni
 • Þjálfari, í samstarfi við starfsmenn ábyrgur fyrir því að sinn hópur gangi snyrtilega um íþróttasal og búnings- og baðklefa
 • Kennari/þjálfari ábyrgur fyrir því að gengið sé vel og snyrtilega frá áhöldum á sama stað og þau voru tekin.
 • Sá sem brýtur þessar reglur og veldur skemmdum, meðvitaður um að hann sé ábyrgur og verði látinn bæta allt fjárhagslegt tjón
 • Forstöðumaður ábyrgur fyrir því að sá iðkandi/hópur sem brýtur reglur þessar ítrekað verði útilokaður frá æfingum/keppni í íþróttahúsinu til lengri eða skemmri tíma
 • Starfsfólki hússins sýnd kurteisi og orðið við tilmælum þess og fyrirmælum

Þessar reglur taka gildi frá og með 1. maí 2008
Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi

 

Verklagsreglur um afnot félagasamtaka og fyrirtækja af skólahúsnæði í eigu Sveitarfélagsins Árborgar.

Eftirfarandi verklagsreglur eru til að auðvelda og greina skilmerkilega frá hvað sé á ábyrgð þeirra aðila sem fá afnot af skólahúsnæði í eigu Sveitarfélagsins Árborgar.

1. Ábyrgðaraðili þessa sem óskar eftir afnotum af skólahúsnæði hafi samband við umsjónarmann skólahúsnæðis minnst 14 dögum fyrir áætlaða notkun.
2. Ábyrgðaraaðili mælir sér mót við umsjónarmann nokkrum dögum fyrir notkun til að skoða aðstæður og fá upplýsingar um þrif, umgengisreglur hússins, fjölda gæslumanna sem þarf í húsinu miðað við tegund afnota og áætlaðan fjölda sem og annað sem að húsnæðinu snýr.
3. Ábyrgðaraðili sér til þess að húsinu sé skilað í sama ástandi og tekið var við því. Umsjónarmaður metur skilaástand með ábyrgðaraðila.
4. Ef umsjónarmaður metur þrif á húsinu óásættanleg getur hann farið fram á að ábyrgðaraðili bæti úr því eða greiði fyrir aukaþrif.
5. Allar skemmdir á húsnæði eða eigum þess skal tilkynna til umsjónarmanns sem fyrst.
6. Þeir aðilar sem fá skólahúsnæðið til afnota bera ábyrgð á skemmdum sem hljótast af notkun þeirra og ber að bæta þær að fullu.

Bent er á að takmarka má þrif verulega ef farið er úr skóm í forstofum en þá getur verið nægjanlegt að sópa yfir gólf í stað þess að þurf að skúra yfir líka.

Sveitarfélagið sér til þess að til sé auka klósettpappír og handþurrkur í skólahúsnæðunum en notendur þurfa að fylla á sjálfir.

- Í Vallaskóla eru aukabirgðir í íþróttahúsinu.

Umsjónarmenn við grunnskóla Árborgar eru:
Vallaskóli - Óskar Valberg Arilíusson
Sunnulækjarskóli - Jóhann Hannes Jónsson, s: 896-3204
Stekkjaskóli - 
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri - Karl Óskar Svendsen