Umf. Selfoss

Í júlí verður haldið styrktar- og hreyfifærninámskeið fyrir krakka fædda 2004-2007 í Hleðsluhöllinni. Yfirþjálfari er Rúnar Hjálmarsson og honum til aðstoðar verður Sólveig Erla Oddsdóttir leikmaður Selfoss. Á námskeiðinu mun Rúnar fara með krakkana í alhliða styrktar- og liðleikaþjálfun og vinna í fyrirbyggjandi styrktaræfingum.  Einnig verður farið í grunnatriðin í ólympískum lyftingum, þar verður farið yfir tæknina og krökkunum kennd fyrstu skrefin.

 EIMSKIP_FLYTJANDI