Skráning hafin á Nettómótið

netto-slogan
netto-slogan

Fimleikadeild Selfoss heldur byrjendamót í hópfimleikum sunnudaginn 18. febrúar 2018. Mótið verður haldið í Iðu, íþróttahúsi Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.

Keppt verður eftir 5. flokks reglum FSÍ með öllum þeim undanþágum sem þar eru teknar fram sem og meira til. Aldurstakmark þátttakenda eru börn fædd 2011 og fyrr. Skipt verður í aldursflokka eftir skráningu. Allir fá viðurkenningu fyrir þátttökuna, veitt verða verðlaun fyrir besta áhaldið hjá hverju liði fyrir sig.

Skipulag móts verður sent út leið og skráningarfrestur er liðinn þann 5. febrúar. Allar fyrirspurnir og skráningar má senda á fimleikar@umfs.is.