Vertu óstöðvandi!

vó 3
vó 3

Fimmtudagskvöldið 24. janúar fengu iðkendur í elstu flokkum fimleikadeildarinnar heimsókn frá Bjarna Fritz. Bjarni stendur fyrir fyrirlestrum og námskeiðum undir nafninu "Vertu óstöðvandi!".

Þau tóku þátt í ýmis konar æfingum hjá honum og fengu meðal annars fræðslu um að vera besta útgáfan af sjálfum sér, markmiðasetningu, mótlæti, að gera sitt allra besta, sjálfstraust og um hugarfar íþróttamanns. 

Iðkendurnir hlustuðu af mikilli athygli og gengu ánægðir út, með mikilvægan fróðleik í farteskinu.