Um deildina

Borðtennisæfingar hafa verið í gangi á Selfossi síðan 2020 og nú eru þrír þjálfarar hjá borðtennisnefnd Umf.Selfoss.  Æfingar eru stundaðar  í íþróttahúsi Vallaskóla, þar sem spilað er á allt að 9 borðtennisborðum samtímis.

 

Borðtennismót eru haldin að jafnaði tvisvar til þrisvar í mánuði yfir vetrartímann, í Reykjavík, Hvolsvelli, Laugalandi og víðar. Margir iðkendur frá Selfossi hafa sótt þessi mót og náð góðum árangri og skemmt sér vel. Borðtennisdeild Selfoss hélt borðtennismót á Unglingalandsmótinu  árið 2022, sem haldið var á Selfossi, þar sem um 50 iðkendur kepptu.


Borðtennisæfingar eru skipulagðar á þann hátt að í byrjun er upphitun í 3-5 mínútur. Síðan eru
teknar fyrir mismunandi tækniæfingar í um 30 mínútur og seinustu 20 mínúturnar er svo spilað við
andstæðinga. Fyrir byrjendur er lögð áhersla á léttari æfingar og oft frjálsan leik hluta af æfingunni.
Velkomið er að koma í prufutíma í borðtennis. Við erum með lánsspaða og nóg af kúlum