Foreldrar og foreldraráð

Í foreldraráði Sunddeildar Umf. Selfoss eru:

Guðmundur Jóhannesson, sunddeildsel@gmail.com

Helga Sigurðardóttir, sunddeildsel@gmail.com

Sigríður Pálsdóttir, sunddeildsel@gmail.com

 

VERKSVIÐ FORELDRARÁÐS SUNDDEILDAR UMF. SELFOSS

Foreldraráð er ætlað til þess að foreldrar geti með frumkvæði sínu og hugmyndum eflt íþróttastarfið og haft áhrif á aðstöðu og aðbúnað félagsins. Góð samvinna heimila og sunddeildarinnar er kjörin leið til að efla starfið og jafnframt veita stjórn deildarinnar og þjálfurum aðhald. Foreldraráð lýtur yfirstjórn stjórnar sunddeildar.

 

REGLUR FYRIR FORELDRARÁÐ SUNDDEILDAR UMF. SELFOSS

1. grein.
Foreldraráð er vettvangur foreldra og forráðamanna sundiðkenda í sunddeild Umf. Selfoss. Þrír foreldrar eru skipaðir til eins árs í senn af stjórn sunddeildarinnar og mega þeir jafnframt ekki sitja í stjórn sunddeildarinnar. Skipa skal í foreldraráð fyrir 15. september ár hvert.

2. grein.
Hlutverk foreldraráðs er fyrst og fremst að:
• standa vörð um hagsmuni iðkenda í sunddeildinni,
• efla tengsl heimila og sunddeildarinnar,
• efla samskipti milli iðkenda, foreldra annars vegar og stjórnenda og þjálfara hins vegar,
• stuðla að bættri vellíðan iðkenda í leik og starfi,
• stuðla að betri árangri í starfi sunddeildarinnar.

3. grein.
Ef foreldraráð verða fleiri en eitt skal ákveðinn stjórnarmaður vera tengiliður viðkomandi foreldraráðs.

4. grein.
Foreldraráð eða foreldrafundur ákveður hvernig það vill starfa til að reglum þessum og markmiðum 2. greinar verði náð.

 

HOLLRÁÐ TIL FORELDRA

  • Verið virkir félagar i starfi deildarinnar og nýtið ykkur það að geta stuðlað að góðu uppeldisumhverfi fyrir börnin ykkar.
  • Haldið uppi góðum samskiptum við þjálfara og stjórn sunddeildarinnar með því að ræða reglulega við þjálfara og stjórn sunddeildarinnar. Komið ánægju eða óánægju með störf deildarinnar á framfæri, aðeins þannig vitum við ef vel er gert eða hvort gera þarf betur.
  • Leggið góðu starfi lið og takið þátt í stjórnarstörfum sunddeildarinnar.
  • Haldið ykkur upplýstum um starf deildarinnar með því að lesa vel fréttabréf og tölvupóst í tengslum við starfið. Heimsækið heimasíðu félagsins reglulega.
  • Leggið mikið upp úr stundvísi sundmanna, á æfingar og sundmót.
  • Kynnið ykkur vel hvað telst góð sundiðkun og hvaða reglur gilda.
  • Reynið að mæta á eins mörg sundmót og kostur er.
  • Skilið inn skráningarblöðum og borgið félagsgjöld tímanlega.
  • Látið þjálfara um að þjálfa, þeir eru sérfræðingarnir og vita hvað sundmönnum og liðinu er fyrir bestu í því sem viðkemur sundíþróttinni.
  • Komið með ábendingar og spurningar eftir æfingar. Forðist að trufla þjálfara á meðan æfingu stendur, svo hann geti einbeitt sér að því að nýta æfingarnar vel.
  • Takið þátt í dómaranámskeiðum hjá SSÍ og verið virk á sundmótum.