Brúarhlaup Selfoss

ÚRSLIT BRÚARHLAUPSINS 2019

Brúarhlaup Selfoss fer fram laugardaginn 8. ágúst á sama tíma og bæjarhátíðin Sumar á Selfossiog Meistaradeild Olís í knattspyrnu. Hlaupið er í fallegu umhverfi á göngustígum innan bæjarmarka Selfoss og skapast mikil stemning á Selfossi í tengslum við hlaupið.

Staður og tími

Brúarhlaup Selfoss 2020 fer fram laugardaginn 8. ágúst.

  • Keppendur í 5 km hjólreiðum verða ræstir kl. 11:00 undir/við Ölfusárbrú.
  • Hlauparar í 10 km hlaupi verða ræstir á Ölfusárbrú kl. 11:30.
  • Keppendur í 2,8 km skemmtiskokki verða ræstir í Sigtúnsgarðinum (miðbæjargarði Selfoss) kl. 11:30.
  • Hlauparar í 5 km hlaupi verða ræstir kl. 12:00 undir/við Ölfusárbrú.
  • Keppendur í 800 metra Sprotahlaupi verða ræstir í Sigtúnsgarðinum (miðbæjargarði Selfoss) kl. 12:30.

Allir þátttakendur koma í mark í Sigtúnsgarðinum (miðbæjargarði Selfoss).

Vegalengdir

Hlaupavegalengdir eru 10 km, 5 km, 2,8 km ásamt 800 m Sprotahlaupi fyrir krakka 8 ára og yngri. Einnig fer fram keppni í 5 km hjólreiðum (skemmtihjólreiðar, ekki hröð keppnisbraut). Allar hlaupaleiðir eru löggildar og mældar upp af viðurkenndum aðila. Tímataka er í öllum vegalengdum (flögur).

Kort af leiðunum

Þátttakendur eru hvattir til að kynna sér vel hlaupaleiðir áður en hlaupið er af stað. Kort með hlaupaleiðunum verða aðgengilegar við upphaf hlaups og við skráningu.

Flokkaskipting

Flokkaskipting er í 5 og 10 km hlaupi og eru veittir verðlaunapeningar fyrir 1.-3. sæti í hverjum aldursflokki og einnig fyrir 1.-3. sæti óháð aldri, karla og kvenna, í hvorri vegalengd.

Verðlaunapeningar eru veittir fyrir 1.-3. sæti í 2,8 km hlaupi og hjólreiðum, í karla og kvennaflokki.

Að auki verða dregin út útdráttarverðlaun, úr hópi keppenda og þeim heppnu afhent þau um leið og þeir koma í mark.

Verðlaunaafhending fer fram í miðbæjargarði Selfoss, við endamark hlaupsins, kl. 13.00.

Skráning

Allir þátttakendur fá við skráningu keppnisbol og verðlaunapening við komu í mark. Skráningargjöld í forskráningu eru kr. 1.500,- fyrir 16 ára og eldri og kr. 1.000,- fyrir 15 ára og yngri í allar keppnisgreinar, nema í 10 km hlaupi þar sem skráningagjaldið er kr. 3.500,-. Veittur er fjölskylduafsláttur þannig að hjón borga fullt gjald fyrir sig og tvö börn, en ef um fleiri börn er að ræða fá þau frítt. Forskráningu lýkur á heimasíðu Hlaup.is, föstudaginn 7. ágúst kl. 16.

Eftir að forskráningu lýkur eru skráningargjöldin kr. 2.000,- fyrir 16 ára og eldri og kr. 1.500,- fyrir 15 ára og yngri. Einnig hækkar skráningargjald í 10 km hlaupi í kr. 4.500,-. Þeir sem ekki vilja fá bol merktan hlaupinu geta afþakkað hann í forskráningu og lækkar þá keppnisgjaldið um kr. 500,-. Bolirnir eru úr dry-fit efni sem notað er í hlaupafatnað. Í Sprotahlaupinu er bolir merktir Sprota og fá allir þátttakendur þar bol. Ekki er hægt að afþakka bol í því hlaupi gegn lækkun keppnisgjalds.

Skráning fer fram á Hlaup.is og í Landsbankanum, Austurvegi 20 á Selfossi meðan forskráning er í gangi, en einnig á hlaupadag frá kl. 9.00 í Landsbankanum á Selfossi.

Afhending keppnisgagna, til þeirra sem hafa forskráð sig, er á hlaupadag við Landsbankann á Selfossi, frá kl. 9.00.

Verðlaun

Verðlaunapeningar eru veittir fyrir þrjú fyrstu sætin í 10 km hlaupi í öllum aldursflokkum, bæði kyn. Einnig eru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í 10 km hlaupi, bæði kvenna og karla. Einnig eru veittir verðlaunapeningar fyrir þrjú fyrstu sætin í öðrum vegalengdum óháð kyni. Að auki verða dregin út útdráttarverðlaun úr hópi keppenda, um leið og keppendur koma í mark. Verðlaunaafhending fer fram í Sigtúnsgarðinum (miðbæjargarði Selfoss) kl. 13:30.

Allir keppendur fá frítt í sund eftir hlaup, í boði Sveitarfélagsins Árborgar, gegn framvísun keppnisnúmers.

Aðrar upplýsingar

Úrslit verða birt á heimasíðunni Hlaup.is. Frekari upplýsingar gefur Helgi Sigurður Haraldsson í tölvupósti eða síma 825-2130.