Handbók Knattspyrnudeildar 2022

PDF Útgáfa af handbókinni

1. Inngangur

Í þessari handbók er farið yfir þá stjórnunarhætti sem knattspyrnudeild Umf. Selfoss leggur áherslu á í starfi sínu. Fram koma upplýsingar um skipulag og starfsemi deildarinnar, sem og samskipti við foreldra- ráð og alla aðila sem að starfinu koma.

Hlutverk handbókarinnar er að vera leiðbeinandi fyrir stjórnendur og starfsmenn deildarinnar, en ekki síður fyrir iðkendur hjá félaginu og foreldra/forráðamenn þeirra. Allir þeir sem koma að starfsemi knatt- spyrnudeildarinnar ættu að lesa handbókina vandlega og tileinka sér efni hennar, stefnu og markmið.

Hjá deildinni starfa 25 þjálfarar í yngri flokkum auk aðstoðarmanna. Í eldri flokkum eru sex þjálfarar og aðstoðarmenn. Þá er deildin með yfirþjálfara og framkvæmdastjóra. Samtals eru því starfsmenn deildarinnar ríflega 30. Iðkendur í yngri flokkum voru um 600 í árslok 2021. Í eldri flokkunum, þ.e. 2. flokki og meistaraflokkum karla og kvenna, eru iðkendur um 100 talsins.

Eitt af markmiðum knattspyrnudeildarinnar hefur verið að hljóta viðurkenningu sem fyrirmyndardeild ÍSÍ.

 

Hlutverk knattspyrnudeildar Umf. Selfoss, félagsmanna og iðkenda hennar er að vera til fyrirmyndar fyrir sveitafélag sitt, virða einstaklinga og iðkendur, veita hreyfiþjálfun á afreksstigi, sem og félagslega ánægju, ásamt því að efla félagsfærni og samskipti einstaklinga.

Knattspyrnudeild Umf. Selfoss leggur mikla áherslu á að að innan deildarinnar starfi hæfir þjálfarar og leiðbeinendur sem uppfylla öll þau skilyrði sem æskilegt þykir. Hjá deildinni starfa íþróttafræðingar sem og menntaðir knattspyrnuþjálfarar í samvinnu við stjórnendur og foreldra. Reglulega kostar deildin miklu til svo að þjálfarar hennar öðlist meiri menntun og fái tækifæri til þess að mennta sig.

Framtíð knattspyrnudeildarinnar er björt, innra starf hennar er öflugt og félagsstarf í blóma. Skilar það sér út í samfélagið og sýnir styrk deildarinnar. Á undanförnum árum hefur deildin markvisst verið að bæta umgjörðina í kringum kappleiki sína og mæta þeim kröfum sem KSÍ gerir til starfseminnar. Markvist unglingastarf hefur orðið til þess að leikmenn hafa farið frá félaginu í atvinnumennsku erlendis og hefur það skilað sér í bættum fjárhag deildarinnar sem stendur vel fjárhagslega.

 

Með kveðju,

Jón Steindór Sveinsson, formaður knattspyrnudeildar KND Selfoss

Gunnar Borgþórsson, yfirþjálfari KND Selfoss

 

2. Efnisyfirlit

 

 1. INNGANGUR .......................................................................................... 1
 2. EFNISYFIRLIT ........................................................................................ 4
 3. SKIPULAG KNATTSPYRNUDEILDAR ............................................................. 6

3.1 Stefna og markmið knattspyrnudeildar ................................................................................ 6

3.1.1 Íþróttaleg stefna ....................................................................................................... 6

3.1.2 Félagsleg stefna ........................................................................................................ 6

3.1.3 Fjármálaleg stefna .................................................................................................... 6

3.2 Skipurit knattspyrnudeildar ................................................................................................. 7

3.3 Skipun stjórnar og ráða – hlutverk stjórnarmanna ............................................................... 7

3.3.1 Áheyrnarfulltrúi ungs fólks 16-25 ára ......................................................................... 8

3.3.2 Hlutverk stjórnar og stjórnarmanna ............................................................................ 8

3.3.3 Unglingaráð .............................................................................................................. 9

3.3.4 Foreldraráð ............................................................................................................. 10

3.3.5 Annars flokks ráð .................................................................................................... 11

3.3.6 Meistaraflokksráð .................................................................................................... 11

3.3.7 Aðrar nefndir og ráð ................................................................................................ 11

 1. UMGJÖRÐ ÞJÁLFUNAR OG KEPPNI ........................................................... 12

4.1 Stefna knattspyrnudeildar ................................................................................................. 12

4.2 Aldursskipting iðkenda ...................................................................................................... 12

4.3 Þjálfunarstefna yngri flokka .............................................................................................. 12

4.4 Kennslu- og æfingaskrá knattspyrnudeildar Umf. Selfoss .................................................... 14

4.4.1 – Byrjendaflokkur (8. flokkur) .................................................................................. 14

4.4.2 – 7. flokkur, 8 ára og yngri ...................................................................................... 14

4.4.3 – 6. flokkur, 9-10 ára .............................................................................................. 16

4.4.4 – 5. flokkur, 11-12 ára ............................................................................................. 17

4.4.5 – 4. flokkur, 13-14 ára ............................................................................................. 19

4.4.6 – 3. flokkur, 15-16 ára ............................................................................................. 21

4.4.7 – Mikilvægt er að leikmenn hafi þessi atriði í huga .................................................... 23

 1. FJÁRMÁLASTJÓRNUN ............................................................................. 24

5.1 Stefna knattspyrnudeildar ................................................................................................. 24

5.2 Fjárhagsáætlun ................................................................................................................ 24

5.3 Innheimta æfingagjalda ................................................................................................... 24

5.4. Fjáraflanir ....................................................................................................................... 25

 1. ÞJÁLFUN OG ÞJÁLFARAR ........................................................................ 26

6.1 Stefna knattspyrnudeildar ................................................................................................. 26

6.2 Yfirþjálfari knattspyrnudeildar ........................................................................................... 26

6.2.1 Hlutverk yfirþjálfara ................................................................................................. 26

6.2.2 Helstu starfsskyldur yfirþjálfara ................................................................................ 26

6.3 Þjálfarar og aðstoðarþjálfarar knattspyrnudeildar ............................................................... 27

6.3.1 Hlutverk þjálfara ..................................................................................................... 27

6.3.2 Helstu starfsskyldur þjálfara ..................................................................................... 27

6.5 Fræðsla um knattspyrnulögin............................................................................................ 29

 1. FÉLAGSSSTARF ..................................................................................... 30

7.1 Keppnisferðir og utanlandsferðir ....................................................................................... 30

7.2 Fjáraflanir ........................................................................................................................ 30

7.3 Atburðadagatal ................................................................................................................ 30

 1. FORELDRASTARF .................................................................................. 32
 2. FRÆÐSLU- OG FORVARNASTARF ............................................................. 34

9.1 Stefna Umf. Selfoss í vímuefnavörnum .............................................................................. 34

9.1.1 Forvarnargildi íþrótta ............................................................................................... 34

9.1.2 Neysla áfengis, tóbaks og annarra vímuefna ............................................................. 34

9.1.3 Viðbrögð við neyslu iðkenda .................................................................................... 34

9.1.4 Hlutverk og ábyrgð þjálfara ..................................................................................... 35

9.1.5 Samstarf við foreldra ............................................................................................... 35

9.1.6 Samstarf við aðra aðila sem sinna málefnum barna og unglinga ................................. 35

9.2 Hollir lífshættir ................................................................................................................. 35

9.2.1 Álagsmeiðsli ............................................................................................................ 35

9.2.2 Offita ...................................................................................................................... 35

9.2.3 Átröskun ................................................................................................................. 36

9.3 Vinátta, virðing og samskipti ............................................................................................. 36

9.3.1 Einelti ..................................................................................................................... 36

9.3.2 Kynferðislegt ofbeldi ................................................................................................ 36

9.4 Fræðslustefna um forvarnir gegn lyfjamisnotkun................................................................ 37

9.5 Félagið styðst við viðbragðsáætlun íþrótta- og æskulýðsstarf við ofbeldi, einelti, slysum og öðrum sem gæti komið upp á.
Sjá einnig á; https://www.samskiptaradgjafi.is/_files/ugd/48e44a_d4ea92bf07774bb1aab4f310deb56510.pdf

 1. JAFNRÉTTISMÁL ................................................................................. 38

10.1. Stefna knattspyrnudeildar .............................................................................................. 38

 1. SIÐAREGLUR ...................................................................................... 38

11.1. Stefna knattspyrnudeildar .............................................................................................. 38

 1. Persónuverndarstefna ........................................................................... 38

12.1. Stefna knattspyrnudeildar .............................................................................................. 38

 1. UMHVERFISMÁL OG UMGENGNI ............................................................. 39

13.1 Stefna knattspyrnudeildar ............................................................................................... 39

13.2 Umgengni í Tíbrá félagsheimili Umf. Selfoss ..................................................................... 39

VIÐAUKAR .............................................................................................. 40

Viðauki I. Lög Ungmennafélags Selfoss ............................................................................. 40

Viðauki II. Bókhaldsreglur Ungmennafélags Selfoss ............................................................. 44

Viðauki III. Reglugerð ÍSÍ um fjárreiður o.fl. ........................................................................ 45

Viðauki IV. Reglur um fjáraflanir á vegum Umf. Selfoss ........................................................ 47

Vuðauki V. Keppnisferðalög innanlands ............................................................................... 48

Viðauki VI. Keppnisferðalög erlendis ................................................................................... 49

Viðauki VII. Umgengnisreglur í íþróttahúsum í Árborg ........................................................... 50

Viðauki VIII. Þjálfarar, aðstoðarþjálfarar og starfsfólk ............................................................. 51

Viðauki IX. Þjálfarasamningur ............................................................................................. 53

Viðauki X. Viðaukasamningur ............................................................................................ 55

Viðauki XI. Starf framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar ....................................................... 56

Viðauki XI . Ársreikningar og fjárhagsáætlanir ...................................................................... 57

 

 

 

 

3. Skiplag knattspyrnudeildar

 

3.1 Stefna og markmið knattspyrnudeildar:

 

3.1.1 Íþróttaleg stefna

 

Stefna knattspyrnudeildar er:

 • Að knattspyrna sé stunduð sem keppnisíþrótt í fremstu röð á landsvísu á Selfossi.
 • Að knattspyrnudeildin sé í fararbroddi knattspyrnufélaga á landsvísu, í uppbyggingu innan deildarinnar, forvarnamálum og allri umgjörð iðkenda. Því verði náð t.d. með vel menntuðum þjálfurum, öflugu útbreiðslustarfi og fjölgun iðkenda.
 • Að starfrækja alla aldursflokka karla og kvenna allt upp í meistaraflokk.
 • Að öllum iðkendum séu fengin verkefni við hæfi.
 • Að vinna með og styðja starf Knattspyrnuakademíu Suðurlands á Selfossi í tengslum við FSu.
 • Að bjóða upp á markvissa og árangursríka þjálfun í yngri flokkum sem skilar einstaklingum sem eru tilbúnir að takast á við verkefni meistaraflokka.
 • Að leggja mikinn metnað í ráðningu reyndra og vel menntaðra þjálfara og styðja þá til frekari menntunar.
 • Byggja upp og mennta efnilega þjálfara fyrir deildina
 • Að starfrækja knattspyrnuskóla fyrir yngri iðkendur á sumrin.
 • Að knattspyrnudeildin setji sér ávallt mælanleg markmið á hverju tímabili.

 

Markmið knattspyrnudeildar eru:

 • Að meistaraflokkur karla sé og verði eitt af 15 bestu liðum landsins
 • Að meistaraflokkur kvenna sé og verði stöðugt lið í efstu deild og keppi um titla
 • Að viðhalda vexti deildarinnar sem hefur verið að vaxa jafnt og þétt á hverju ári.
 • Að setja á laggirnar þrjú stór barna og unglingamót sem styrkja stöðu deildarinnar
 • Að Byggja upp og viðhalda afreksstefnu og afreksæfingum fyrir efnilega leikmenn

 

3.1.2 Félagsleg stefna

Stefna knattspyrnudeildar er:

 • Að foreldraráð séu starfandi í öllum flokkum.
 • Að allir félagar í knattspyrnudeild Umf. Selfoss geti verið stolltir af því að vera í félaginu og af öllu starfi hennar og orðspori út á við.
 • Að halda uppi öflugri heimasíðu með fréttum af starfi deildarinnar.
 • Að auka áhuga íbúa í bæjarfélaginu og nágrannabyggðum á að sækja heimaleiki í knattspyrnu.
 • Að búa þjálfara sem best undir að fræða iðkendur um forvarnir og aðra uppeldislega þætti.
 • Að efla félagslegan þorska og þjálfa upp fólk til starfa innan deildarinnar.
 • Að deildin haldi úti faglegri og uppbyggjandi miðlun upplýsinga á samfélagsmiðlum .

Markmið knattspyrnudeildar eru:

 • Að deildin hljóti útnefningu sem fyrirmyndardeild ÍSÍ.
 • Að öll foreldraráð fundi með unglingaráði og stjórn knattspyrnudeildar a.m.k. þrisvar á ári.
 • Að flytja fréttir af starfi deildarinnar á heimasíðu UMF Selfoss, samfélagsmiðlum og fréttablöðum gefin út frá svæðinu.

 

 

 

3.1.3 Fjármálaleg stefna

Stefna knattspyrnudeildar er:

 • Að rekstur deildarinnar og unglingaráðs séu ávallt hallalaus.
 • Að fjárhagsleg staða verði ávallt jákvæð og geti þannig stuðlað að skemmtilegu, faglegu og uppbyggilegu starfi jafnt innan vallar sem utan.
 • Að gerðar séu fjárhagsáætlanir á hverju ári.
 • Að bókhald yngri flokka og meistaraflokka séu aðskilin.
 • Að alltaf skuli staðið við gerða samninga gagnvart starfsmönnum og iðkendum.
 • Að þjálfarar og aðrir starfsmenn deildarinnar séu launþegar, en í þeim tilvikum sem um verktöku er að ræða sé skattalögum fylgt í hvívetna.
 • Að ekki sé stofnað til fjárskuldbindinga af neinu tagi nema að heimild sé fyrir því.

 

Markmið knattspyrnudeildar eru:

 • Að stjórn, meistaraflokksráð, 2. flokks ráð og unglingaráð seti sér fjárhagsleg markmið á hverju ári.
 • Að fara reglulega yfir fjárhagsáætlun og stöðu bókhalds.
 • Að milliuppgjör liggi fyrir á hverju ári eigi síðar en mánuði eftir að keppnistímabili lýkur.
 • Að samið sé við alla starfsmenn deildarinnar í ágúst á hverju ári, áður en samningar renna út.

 

3.2 Skipurit knattspyrnudeildar

 

 

 

 

 

 

 

3.3 Skipun stjórnar og ráða - hlutverk stjórnarmanna

 

Stjórn er kosin á aðalfundi deildarinnar sem skal haldinn eigi síðar en 15. nóvember ár hvert. Stjórnarmenn eru kjörnir til eins árs í senn. Kosinn er formaður, gjaldkeri, ritari, tveir meðstjórnendur og þrír til vara. Stjórn deildarinnar ákveður verkaskiptingu á fyrsta stjórnarfundi.

Stjórn unglingaráðs er einnig kosin á aðalfundi deildarinnar eða skipan þess staðfest. Í stjórn unglingaráðs eru formaður, gjaldkeri, ritari og tveir meðstjórnendur.

Skylt er að halda stjórnarfundi reglulega og halda sérstaka gjörðabók (rita fundargerðir) um þá. Afrit af fundargerðum skal senda til framkvæmdastjórnar félagsins.

Samkvæmt lögum félagsins skal rekstur deilda vera hallalaus á hverju ári. Aðalstjórn Umf. Selfoss setur verklagsreglur um fjárreiður og bókhald félagsins og deilda þess og hefur framkvæmdastjórn eftirlit með því að þeim sé fylgt. Aðalfundur deildar skal samþykkja fjárhagsáætlun sem þarf síðan að fá staðfestingu aðalfundar félagsins til að öðlast gildi. Deildum er óheimilt að stofna til fjárskuldbindinga umfram fjárhagsáætlun nema með samþykki framkvæmdastjórnar Umf. Selfoss.

3.3.1 Fulltrúar yngri leikmanna

 

Stefna deildarinnar er að ungt fólk eigi fulltrúa í stjórn deildarinnar. Með því má tryggja að rödd ungs fólks heyrist og hugmyndir þeirra, óskir og þarfir komist á framfæri. Einnig stuðlar það að eðlilegri endurnýjun á leiðtogum innan deildarinnar. Eftir aðalfund ár hvert tilnefnir yfirþjálfari fjóra fulltrúa til þess að vera rödd yngri leikmanna. Fulltrúar yngri leikmanna sitja ákveðna fundi með stjórn og eru boðaðir með fyrirvar

 

Á fyrsta stjórnarfundi hvers tímabils eru kallaðir til yngri leikmenn sem og fulltrúar leikmanna mfl karla og kvenna. Yfirþjálfari boðar tvo leikmenn úr yngri flokkum kvenna og tvo leikmenn úr yngri flokkum karla til þess að sitja fyrsta stjórnarfund og vera röðð yngri leikmenna.

 

Leikmenn sem boðaðir eru undirbúa mál sitt með hjálp yfirþjálfara

 

3.3.2 Hlutverk stjórnar og stjórnarmanna

 

Stjórnin stýrir starfsemi deildarinnar í samræmi við vilja félagsmanna og fram kemur í lögum, markmiðum og fundarsamþykktum Umf. Selfoss.

Sjá viðauka I. og heimasíðu félagsins http://www.umfs.is/um-felagid/log-umfs/

 

Stjórnin hefur umsjón með starfi deildarinnar og fjárhag. Hún framfylgir samþykktum aðalfundar og ræður daglegum rekstri deildarinnar. Deildin skal halda nákvæmt félaga- og iðkendatal samkvæmt lögum og reglum UMFÍ og ÍSÍ og skal skila aðalstjórn félagatali sínu fyrir 1. desember ár hvert.

Deildarstjórn skal halda skýrslu um starf deildarinnar sem lögð skal fyrir aðalfund deildarinnar og afhent aðalstjórn til birtingar í ársskýrslu félagsins.

 

3..3.2.a Stjórnarfundir

 

 

Helstu verkefni stjórnar eru eftirfarandi:

 • Móta starf og stefnu deildarinnar, setja henni markmið og gera áætlanir.
 • Framfylgja eða sjá til þess að stefnu, markmiðum og áætlunum sé hrint í framkvæmd.
 • Skipa í ráð og nefndir, skilgreina verksvið þeirra og fylgjast með að unnið sé samkvæmt því.
 • Ráðning mfl þjálfara og annarra starfsmanna deildarinnar.
 • Stjórn fjármála deildarinnar, gerð fjárhagsáætlana ásamt bókhalds- og fjárhagslegu aðhaldi.
 • Innheimta félagsgjalda s.s stuðningsmannakorta
 • Að taka á móti erindum er deildinni berast og afgreiða þau.
 • Að leysa vandamál er upp kunna að koma.
 • Að halda utan um félagsstarf deildarinnar.
 • Að móta hugmyndir og tillögur um ný viðfangsefni.

 

Hlutverk formanns og varaformanns

Formaður hefur yfirumsjón með starfsemi deildarinnar og sér til þess að stefnu hennar sé fylgt. Hann sér til þess að félagsmenn séu alltaf vel upplýstir um tilgang, stefnu og markmið félagsins. Formaður er fulltrúi deildarinnar út á við og málsvari gagnvart öðrum aðilum. Formaður situr formanna- og samráðsfundi KSÍ. Formaður hefur ásamt gjaldkera umsjón með gerð fjárhagsáætlunar fyrir deildina. Formaður undirbýr stjórnarfundi, boðar til þeirra og stýrir þeim. Formaður deildarinnar á sæti í aðalstjórn Umf. Selfoss.

Varaformaður er staðgengill formanns og gegnir störfum í fjarveru hans. Hann þarf að vera vel að sér um málefni deildarinnar til að geta tekið við með stuttum fyrirvara, ef á þarf að halda. Varaformaður skal kosinn á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar.

 

Hlutverk gjaldkera

Gjaldkeri er ábyrgur fyrir öllum fjármálum og bókhaldi deildarinnar. Gjaldkeri sér um gerð fjárhagsáætlun-ar og leggur hana fyrir stjórn ásamt formanni. Gjaldkeri hefur umsjón með innheimtu æfingagjalda, sam-þykkir greiðslur, greiðir reikninga, ásamt því að halda utan um sjóði félagsins. Gjaldkeri skal skila bók-haldsgögnum til bókara félagsins mánaðarlega og fylgjast með að bókhald deildarinnar sé rétt fært og samkvæmt reglum félagsins. Gjaldkeri hefur yfirumsjón með öllum fjáröflunum deildarinnar.

Hlutverk ritara

Ritari er ábyrgur fyrir fundargerðum, ritun þeirra, dreifingu og varðveislu. Fundargerðir skal rita á öllum fundum deildarinnar, þar sem fram koma þau mál sem tekin eru fyrir, ákvarðanir og framkvæmd þeirra. Fundargerð skal senda á stjórnarmenn/fundarmenn strax eftir fund eða eins fljótt og auðið er. Afrit allra fundargerða skal senda til framkvæmdastjóra Umf. Selfoss. Ritari sér um að halda utan um félagatal deildarinnar. Ritari sér um bréfaskriftir í samráði við formann og stjórn og hefur umsjón með útgáfu- og kynningarmálum deildarinnar.

 

Hlutverk meðstjórnenda

Meðstjórnendur taka virkan þátt í að fylgja stefnu og markmiðum stjórnar deildarinnar. Einn meðstjórn-andi skal kosinn varaformaður og vera staðgegnill formanns. Annar meðstjórnandi skal kosinn vararitari og gegna störfum í forföllum hans.

 

Stjórn getur falið einstökum stjórnarmönnum að vera tengiliður við ráð eða nefndir innan deildarinnar.

 

3.3.3 Fulltrúi barna og unglinga knattspyrnudeildar Selfoss

Fulltrúi Barna og unglinga er skipaður af stjórn og situr sjórnarfundi með hagsmuni barna og unglinga í deildinni að leiðarljósi. Fulltrúi barna og unglingaráðs er hluti af unglingaráði.

 

3.3.3.a Unglingaráð

 

Megin hlutverk unglingaráðs er að hafa umsjón með starfsemi yngri flokka deildarinnar þ.e. 3.-8. flokks, stuðla að markvissri uppbyggingu íþróttarinnar og tryggja jafnræði á milli drengja og stúlkna. Unglingaráð er tengiliður á milli stjórnar deildarinnar, foreldraráða, KSÍ og iðkenda.

 

Unglingaráð skal á faglegan hátt stuðla að markvissri uppbyggingu knattspyrnu barna og unglinga á vegum knattspyrnudeildar Umf. Selfoss, tryggja jafnræði á starfi kvenna- og karlaflokka hjá deildinni,

Unglingaráð er upplýsingaskylt gagnvart stjórn knattspyrnudeildar Umf. Selfoss.

 

Helstu verkefni unglingaráðs eru eftirfarandi:

 • Styðja þjálfara deildarinnar í starfi sínu og jafnframt veita þeim nauðsynlegt aðhald.
 • Unglingaráð skal taka þátt í skipulagningu fjáraflana og halda utan um þær í samráði við yfirþjálfara og foreldraráð viðkomandi flokka.
 • Funda með talsmönnum foreldraráða allra flokka að minnsta kosti tvisvar á ári þar sem farið er yfir starfið.
 • Reyna að fremsta megni að skapa jákvæða ímynd barna- og unglingaknattspyrnu á vegum Umf. Selfoss, bæði í karla- og kvennaflokkum og stuðla að drengskap iðkenda, jafnrétti, vináttu og umburðarlyndi gagnvart náunganum.
 • Vinna skipulega að fjölgun iðkenda í samráði við yfirþjálfara og þjálfara.
 • Skipuleggja uppskeruhátíð knattspyrnudeildar Umf. Selfoss ásamt yfirþjálfara og þjálfurum yngri flokka.
 • Hvetja til uppbyggilegs félagsstarfs meðal allra yngri flokka deildarinnar í samráði við yfirþjálfara, þjálfara og foreldraráð.
 • Umsjón með mótum yngri flokka sem deildin tekur að sér að halda.
 • Stjórna fjármálum unglingaráðs, gera fjárhagsáætlanir ásamt bókhalds- og fjárhagslegu aðhaldi.
 • Skipuleggja sjoppuvaktir og skipuleggja starfsemi sjoppu á öllum heimaleikjum meistaraflokka félagssins

 

3.3.4 Foreldraráð

 

Unglingaráð hefur ásamt viðkomandi þjálfurum frumkvæði að stofnun foreldraráða í hverjum aldursflokki yngri flokka deildarinnar á hverju hausti. Foreldraráð skal skipað a.m.k. þremur foreldrum eða forráðamönnum í hverjum aldursflokki. Foreldraráð starfa sjálfstætt en heyra undir unglingaráð. Foreldra-ráð er tengiliðir við unglingaráð og starfar í samvinnu við iðkendur, foreldra, þjálfara og yfirþjálfara.

Sjá nánar í kafla 8 um foreldrastarf. Foreldraráð skulu starfrækt frá 7. Flokki og upp í 2. Flokk.

 •  

Helstu verkefni foreldraráða eru eftirfarandi:

 

 • Halda utan um fjáraflanir viðkomandi flokks.
 • Sinna mikilvægum verkefnum við undirbúning mótahalds, fjáraflanir og önnur verkefni þar að lútandi fyrir viðkomandi flokk.
 • Aaðstoða við skipulagningu ferða á kappleiki og mót.
 • Vera tengiliður milli iðkenda, foreldra, þjálfara og yfirþjálfara.
 • Talsmaður foreldraráðs er tengiliður við unglingaráð knattspyrnudeildar sem sér um að samræma og skipuleggja fjáraflanir flokkanna.
 • Stuðla að jákvæðu og uppbyggjandi starfi knattspyrnu á Selfossi.
 • Stuðla að því að foreldrar hvetji börnin á jákvæðan og uppbyggilegan hátt í starfi og leik og bendi þeim á miklvægi þess að þeir sæki eftir fremsta megni kappleiki þá sem börnin taka þátt í.
 • Hafa náið samstarf við þjálfara viðkomandi flokks vegna leikja, undirbúnings leikja og keppnisferða.
 • Foreldrar skulu að öllu jöfnu kosta ferðir og uppihald á mót og skal foreldraráð koma af stað fjáröflunum til að létta róðurinn við að standa straum af kostnaði.
 • Skipuleggja ferðir flokka á Íslandsmót og æfingamót í samvinnu við þjálfara óski hann eftir því.
 • Foreldraráð skal upplýsa aðra foreldra um þær fjáraflanir og starfsemi sem í gangi er hverju sinni, með foreldrafundum í samvinnu við þjálfara flokksins.
 • Tengiliður foreldraráðs skal funda með unglingaráði knattspyrnudeildar a.m.k. einusinni ári þar sem fari er yfir starfið.

 

3.3.5 Annars flokks ráð

 

Annars flokks ráð karla og kvenna hafa hvort fyrir sig umsjón með allri starfsemi er tengist 2. flokki og eru jafnframt tengiliðir við stjórn knattspyrnudeildar.

 

Helstu verkefni annars flokks ráða eru:

 • Setja niður fjárhagsáætlun 2. flokks í samvinnu við stjórn knattspyrnudeildar sem ber ábyrgð á fjármálum 2. flokks.
 • Samskipti við vallarstjóra og forstöðumenn íþróttahúsa varðandi uppsetningu æfingatöflu og leikjaniðurröðun.
 • Samskipti við KSÍ varðandi leikjaniðurröðun og mótahald.
 • Skipulagning keppni- og æfingaferða innanlands sem erlendis
 • Samskipti við þjálfara og leikmenn fyrir hönd stjórnar deildarinnar.
 • Umsjón með ráðningu starfsmanna leikja, störf á heimaleikjum 2. flokks s.s. auglýsingar, uppsetning skilta, miðasala, gæsla, leikskýrslur, tónlistarflutningur, samskipti við blaðamenn o.fl.
 • Ráðning þjálfara og aðstoðarmanna í samvinnu við stjórn deilarinnar.

 

3.3.6 Meistaraflokksráð

 

Meistaraflokksráð hefur umsjón með allri starfsemi er tengist meistaraflokki og er jafnframt tengiliður við stjórn deildarinnar. Innan knattspyrnudeildar Umf. Selfoss eru starfandi meistarafl.ráð karla og kvenna.

 

Helstu verkefni meistaraflokksráðs eru:

 • Upplýsa stjórn knattspyrnudeildar um allar skuldbindingar er tengjast meistaraflokki.
 • Samskipti við vallarstjóra og forstöðumenn íþróttahúsa varðandi uppsetningu æfingatöflu og leikjaniðurröðun.
 • Samskipti við KSÍ varðandi leikjaniðurröðun og mótahald.
 • Aðstoð við að uppfylla og skila inn gögnum vegna leyfiskerfis KSÍ.
 • Skipulagning keppni- og æfingaferða innanlands sem erlendis
 • Samskipti við þjálfara og leikmenn fyrir hönd stjórnar deildarinnar.
 • Gerð leikmannasamninga við leikmenn í samráði við þjálfara.
 • Halda fundargerðir yfir alla fundi og skila til stjórnar deildarinnar.

3.3.8 Aðrar nefndir og ráð

 

Heimilt er að stofna nefndir og ráð vegna tímabundinna verkefna t.d. vegna samantektar á sögu deildar-innar, fjármögnun stórra verkefna, búningakaupa, lokahófs tímabils, o.s.frv. Almennt gildir um nefndir á vegum deildarinnar að þær hafa tillögurétt en ekki ákvörðunarrétt. Þær mega ekki stofna til skulda eða skuldbindinga án samþykkis stjórnar deildarinnar.

 

 

 

 

 

4. Umgjörð þjálfunar og keppni

 

4.1 Stefna yngri flokka knattspyrnudeildar

 

Stefna knattspyrnudeildar Umf. Selfoss er að íþróttaiðkun sé þroskandi, líkamlega, andlega og félagslega. Allir eru velkomin og markmið deildarinnar og starfsfólki hennar er að skapa aðstæður og verkefni fyrir öll þau börn og unglinga sem stunda knattspyrnu hjá deildinni.

Með skipulegri og markvissri þjálfun eru börnum og unglingum skapaðar bestu aðstæður til að verða afreksmenn þegar þeir hafa mesta líkamlega og sálræna hæfileika til þess. Á sama tíma eru verkefni og aðstæður skapaðar fyrir alla þá sem vilja stunda knattspyrnu á sínum forsemdum hvort sem það er á félagslegum eða líkamlegum ástæðum. Þjálfun barna á við 12 ára og yngri, en þjálfun unglinga á við 13 ára til og með 19 ára.

 

Með stefnuyfirlýsingu KSÍ um þjálfun barna og unglinga til hliðsjónar

 

4.2 Aldursskipting iðkenda

Flokkur: Karlar: Konur: Bekkur

grunnskóla

 

Meistaraflokkur 20 ára og eldri 20 ára og eldri

 1. flokkur 17-19 ára 17-19 ára
 2. flokkur 15-16 ára 15-16 ára 9. og 10. bekkur
 3. flokkur 13-14 ára 13-14 ára 7. og 8. bekkur
 4. flokkur 11-12 ára 11-12 ára 5. og 6. bekkur
 5. flokkur 9-10 ára 9-10 ára 3. og 4. bekkur
 6. flokkur 7 - 8 ára 7 - 8 ára 1. og 2. Bekkur
 7. flokkur 4 - 6 ára 4 - 6 ára Leikskólaaldur

 

 

4.3 Þjálfunarstefna yngri flokka

 1. a) 8 ára og yngri
 • Auka hreyfiþroska.
 • Kynna einföld leikfræðileg atriði.
 • Byrja að kynna fyrir iðkendum þjálfun snerpu, samhæfingu og liðleika
 • Háttvísi, liðsheild og íþróttamannsleg framkoma sé kennd.
 • Fyrstu kynni af knattspyrnu verði jákvæð.
 • Æfingar séu fjölbreyttar og stuðli að bættum hreyfiþroska. Hér er átt við æfingar sem örva hinar ýmsu skynstöðvar og unnið sé með grófhreyfingar og fínhreyfingar.
 • Þjálfun fari fram í leikformi.
 • Æfingar séu skemmtilegar.
 • Hver iðkandi sé með bolta á tánum sem lengst á meðan á æfingu stendur
 • Leikið sé mikið í einn gegn einum leikjum og æfingum
 • Leikið verði í tveggja til sex manna liðum.
 • Keppni í þessum flokki á ekki að vera aðal markmið í sjálfu sér. Liðin taka þátt á stuttum mótum þar sem hver iðkandi fær verkefni við hæfi og spili mikið á stuttum tíma.
 • Leikur og leikgleði ráði ríkjum í keppni.
 • Áhersla lögð á að leikið sé eftir leikfræði yngri flokka Selfoss*
 • Mikil áhersla skal lögð á að allir fái tækifæri til að vera með, að öll börn fái jöfn tækifæri til þátttöku og að allir fái sömu viðurkenningu fyrir þátttöku.
 • Þeir Iðkendur sem sýna fram á tæknilega yfirburði séu færðir upp um flokk í samráði við þjálfara og foreldra þegar við á

 

 

b) 9 til 12 ára

 • Aðaláhersla sé á þjálfun tæknilegrar færni.
 • Kynna einföld leikfræðileg atriði.
 • Byrja að Þjálfa upp þol, kraft, snerpu, og liðleikaæfingar.
 • Æfingar séu fjölbreittar og skemmtilegar.
 • Háttvísi og íþróttamannsleg framkoma sé kennd.
 • Öll börn fái tækifæri til æfinga og keppni miðað við þroska og getu.
 • Leikið verði í fimm til átta manna liðum
 • Áhersla skal lögð á að allir fái tækifæri til að vera með óháð getu og allir fái sömu viðurkenningu fyrir þátttöku.
 • lögð á að allir fái tækifæri til að vera með óháð getu. Lið vinna til verðlauna.
 • Lögð er áhersla á leikfræði Selfoss í keppni en einnig keppt til að vinna ?

 

c) 13 - 16 ára

 • Þjálfun byggist meira en áður á þoli, krafti og hraðaæfingum ásamt liðleikaþjálfun.
 • Innleiða afrekshugsunarhátt hjá þeim sem stefna að þátttöku í keppnis- og afreksknattspyrnu.
 • Viðhalda og bæta áður lærða tæknilega færni.
 • Fræðsla um hollt mataræði, svefna og andlega heilsu.
 • Auka skilning á leikfræðilegum atriðum.
 • Skapa félagslega jákvæðar aðstæður og umhverfi með knattspyrnustarfinu. Sérstök áhersla sé lögð á að skapa unglingum félagslega góðar aðstæður innan félagsins. Til þess skulu öll tækifæri sem bjóðast til hópþátttöku, hópferða og félagslegra athafna innan vallar sem utan nýtt til hins ítrasta.
 • Kynna keppnis- og afreksíþróttamennsku og þann hugsunarhátt sem nauðsynlegur er til að árangur náist.
 • Kynna þá möguleika sem bjóðast þeim sem vilja iðka knattspyrnu sem líkamsrækt og vegna félagsskaparins.
 • Æfingar séu fjölbreyttar
 • Sérhæfing hefjist og efnilegum leikmönnum boðið á aukaæfingar af frumkvæði félagsins
 • Fræðsla um vöxt og þroska fari fram.
 • Fræðsla um heilbrigðan lífsstíl fari fram.
 • Allir unglingar fái tækifæri til æfinga og keppni miðað við þroska og getu.
 • Félagið sjái til þess að skapa sem jöfnust tækifæri til að stunda knattspyrnu sem keppnisíþrótt annars vegar og líkamsrækt hins vegar.
 • Leikið verði í 11 manna liðum.
 • Fyrir 13 og 14 ára skal keppni fara fram á félags-, héraðs-, landshluta- og landsvísu og hugsanlega erlendis. Lið sem og einstaklingar vinna til verðlauna.
 • Fyrir 15 og 16 ára skal keppni fara fram á félags-, héraðs-, landshluta- og landsvísu og erlendis. Árangur í keppni orðinn markmið sem stefnt er að og þjálfunin miðast við. Lið sem og einstakl-ingar vinna til verðlauna.

 

d) 17 til 19 ára

 • Allir þjálfunarþættir séu teknir fyrir.
 • Innleiða afrekshugsunarhátt hjá þeim sem stefna að þátttöku í keppnis- og afreksknattspyrnu.
 • Skapa möguleika fyrir þá sem vilja iðka knattspyrnu sem líkamsrækt og vegna félagsskaparins.
 • Æfingar séu alhliða og fjölþættar þannig að allir þjálfunarþættir séu teknir fyrir með tilliti til stöðu og hæfileika hvers einstaklings.
 • Sérhæfð afreksþjálfun til staðar fyrir ákveðna leikmenn
 • Unglingum sé gerð full grein fyrir hvaða hugarfar, álag og hæfileika þarf til að ná árangri í afreks-knattspyrnu.
 • Keppni skal fara fram á félags-, héraðs-, landshluta- og landsvísu og erlendis. Árangur í keppni er orðið markmið sem stefnt er að og þjálfunin miðast við. Lið sem og einstaklingar vinna til verð-launa.
 •  

Verðlaun og viðurkenningar

Tekið er mið af stefnu ÍSÍ og KSÍ, með breytingum sem knattspyrnudeild Selfoss telur að hæfi félaginu

 • 8 ára og yngri: Allir fái jafna viðurkenningu fyrir þátttöku ef þátttökuverðlaun eru veitt.
 • 9-12 ára: Lið geta unnið til verðlauna.
 • 13 ára og eldri: Einstaklingar geta unnið til verðlauna innan flokka félagsins.
 • Innan knattspyrnudeildar eru veittar viðurkenningar á hverju ári, innan allra flokka 13 ára og eldri, fyrir:
  • Besta leikmann á tímabilinu
  • Mestu framfarir á tímabilinu

4.4 Kennslu- og æfingarskrá knattspyrnudeildar Umf. Selfoss

 

Kennslu- og æfingaskrá knattspyrnudeildar Umf. Selfoss tekur mið af kennsluskrá Knattspyrnusambands Íslands. Tilgangur kennsluskrárinnar er að ramma inn öll helstu atriði er lúta að þjálfun og skipulagi hennar, þar sem tekið er tillit til aldurs, þroska og getu iðkenda. Er hún í samræmi við stefnu KSÍ um að fjölga í hópi ungs og efnilegs knattspyrnufólks. Kennsluskráin er ætluð þjálfurum, stjórnarmönnum, foreldrum og öðrum er vinna að framgangi knattspyrnunar, svo þeir viti af hverju er verið að framkvæma ákveðna hluti í þjálfun yngri flokka félagsins og hverju á að vinna að.

Tilgangur kennsluskrárinnar er að gera þjálfun yngri flokka eins markvissa og mögulegt er. Henni er ætlað að vera þannig að hún hæfi hverjum aldursflokki fyrir sig og taki tillit til líkamlegs og andlegs þroska barna og unglinga. Æfingar og skipulag allra flokka er unnið í gegnum Sideline, hugbúnað til að auka gæði þjálfunnar og þjónustu til iðkenda og foreldra þeirra.

 

4.4.1 Byrjendaflokkur - 8. flokkur

 

Áhersla er lögð á fjölbreyttar æfingar og að börnin kynnist knattspyrnu á jákvæðan hátt. Lítil áhersla er er á keppni sem slíka heldur byggjast allar æfinga upp á leikrænu formi og að allir séu með og upplifi vellíðan á æfingum. Áhersla er lögð á almenna hreyfifærni og samhæfingu í bland við boltatækni. Mikilvægt er að börn sem eru yngri en 7 ára fari fyrst í gegnum byrjendaflokk til að læra grunnþætti svo þau séu tilbúnari að takast á við verkefni 7. flokks.

 

4.4.2 7. flokkur, (8 ára og yngri)

 

Markmið og stefna

Kynna íþróttina á jákvæðan hátt

Veita iðkendum öryggi og stuðla að vellíðan

Kenna reglur leiksins í grófum dráttum

Njóti þess að æfa og spila án utanaðkomandi pressu

Æfingar séu í föstum skorðum

Auka sjálfstraust iðkenda

Að iðkendur læri að bera virðingu fyrir félaginu, þjálfurum og liðsfélögum

Að iðkendur læri gildi selfoss og meiningu þeirra

Æfingaáætlanir, aukaæfingar, viðburðir og leikir séu aðgengileg á Sideline

 

 

Þjálfun

Áhersla á grunntækni og að

Hver iðkandi er mikið með bolta á hverri æfingu

Fámennir hópar

Getuskipting

Áhersla á endurtekningar

Meiri áhersla á æfingar en keppni

Góð ráð

Byrjaðu með hópinn saman og endaðu með hópinn saman

Hafðu flestar æfingar eins í uppsetningu

Getuskiptu flestum æfingum

Ekki draga úr keppnisskapi leikmanna, það er gott að vilja vinna

Taktu á móti leikmönnum og kveddu leikmenn brosandi á öllum æfingum

Grunntækni

Markmið með þessum æfingum er að venjast boltanum, ná valdi á grundvallaratriðum í knattspyrnu og halda áfram að þróa og bæta tækni sína í grunntækni. Æfingar eru gerðar markvist með öfugum fæti.

 • Halda á lofti
  • Skoppa og grípa
  • Taka bolta upp af jörðu með fótum
  • Halda á lofti með skoppi
  • Halda á lofti viðstöðulaust
 • Sendingar
  • Innanfótarsendingar
  • Ristarspyrnur
  • Fastar sendingar með jörð
 • Skot
  • Ristarspyrnur
  • Innanfótarspyrna
  • Markskot
   • Úr kyrrstöðu
   • Eftir knattrak
   • Í fyrstu snertingu
   • Skot á lofti
 • Innspark ( knattrak eða sending )
  • Val á sending framávið
  • Áheyrsla á að skapa ógn með knattraki framávið
 • Knattrak
  • Með ristinni
  • Innanfótar
  • Utanfótar
  • Með ilinni
  • Með báðum fótum
  • Með öðrum fæti
  • Svigknattrak
  • Knattrak og skot
  • Snerta bolta í hverju skrefi.
  • Hratt knattrak til að skapa marktækifæri
 • Móttaka
  • Innanfótar
  • Il
  • Utanfótar
  • Móttaka í þá átt sem leikmaður vill fara
  • Móttaka á föstum sendingum

 

Flóknari tækniæfingar

Æskilegt er að þegar iðkandinn nær góðum tökum á grunntækni fái hann að spreyta sig á flóknari æfing-um. Getuskipting er því mikilvæg í þessum aldursflokki svo hægt sé að vinna í verkefnum sem hæfa hverjum og einum. Unnið er áfram í því að bæta tækni byrjenda og þeirra sem eru styttra komnir. Ávalt er miðað við það að auka færni iðkandans.

 • Gabbhreyfingar án bolta
  • Sjá æfingabanka í sideline
 • Gabbhreyfingar með bolta
  • Sjá æfingabanka í sideline

 

Leikrænar æfingar

Æft á leikrænan hátt

 • 1:1, 2:1, 2:2 og upp í 5:5
 • Spilað frá marki
 • Halda stöðum og skipulag
 • Þríhyrningar og einn-tveir

 

Liðleiki / teygjur (kenna hlutverk og ástæður þess að við teygjum)

 • Léttar einfaldar teygjur
 • hreyfiteygjur

 

Samhæfing

 • Jafnvægi
 • fótavinna

Styrkur (kynna styrk og rétta tækni)

 • Planki
 • Armbeygjur
 • Hnébeygja
 • Bakfettur

Hraði ogsnerpa ( með og án bolta)

 • Sprettir (mest með bolta)
 • Hopp
 • stefnubreytingar

 

 

 

4.4.3 6. flokkur, (9-10 ára)

 

Markmið og stefna

Áhersla á alla þætti sem teknir eru fyrir í fyrri flokkum

Að þjálfa upp grunntækni

Að fjölga æfingaleikjum og keppni

leggja áherslu á háttvísi og virðingu fyrir félaginu sínu

Æfingaáætlanir, aukaæfingar, viðburðir og leikir séu aðgengileg á Sideline

 

Þjálfun

Auka við æfingum sem innihalda keppni í liðum og milli einstaklinga

Getuskipting á nánast öllum æfingum

 

Góð ráð

Prufum krefjandi hluti á æfingum

Settu iðkendum fyrir æfingar til að gera í frítíma

Legðu áherslu á að iðkendur venji sig á að koma fyrir æfingu og undirbúa sig

 

Grunntækni

 

 • Halda á lofti
  • Taka bolta upp af jörðu með fótum
  • Halda á lofti með skoppi
  • Halda á lofti viðstöðulaust

 

 • Sendingar
  • Innanfótarsendingar
  • Ristarspyrnur
  • Utanfótarspyrnur
  • Fastar sendingar með jörð
  • Lyfta boltanum með sendingu
 • Skot
  • Ristarspyrnur
  • Innanfótarspyrna
  • Markskot
   • Úr kyrrstöðu
   • Eftir knattrak
   • Eftir gabbhreyfingu
   • Í fyrstu snertingu
   • Skot á lofti
 • Innspark ( knattrak eða sending )
  • Val á sending framávið
  • Áheyrsla á að skapa ógn með knattraki framávið

 • Knattrak
  • Með ristinni
  • Innanfótar
  • Utanfótar
  • Með ilinni
  • Með báðum fótum
  • Með öðrum fæti
  • Svigknattrak
  • Knattrak og skot
  • Snerta bolta í hverju skrefi
  • Hratt knattrak til að skapa marktækifæri

 

 • Móttaka
  • Innanfótar
  • Utanfótar
  • Með il
  • Móttaka í þá átt sem leikmaður vill fara
  • Móttaka á föstum sendingum
  • Með brjóstinu (1 stig)
  • Með lærinu (1 stig)

 

Flóknari tækniæfingar

 

 • Gabbhreyfingar án bolta
  • Sjá æfingabanka (sideline)
 • Gabbhreyfingar með bolta
  • Sjá æfingabanka (Sideline)

.

 

Leikrænar æfingar

Æft á leikrænan hátt

 • 1:1, 2:1, 2:2 og upp í 5:5
 • Spilað frá marki
 • Halda stöðum og skipulag
 • Hreyfing án bolta
 • Þríhyrningar og einn-tveir

 

Liðleiki / teygjur (kenna hlutverk og ástæður þess að við teygjum)

 • Léttar einfaldar teygjur
 • hreyfiteygjur

 

Samhæfing

 • Jafnvægi
 • fótavinna

Styrkur (kynna styrk og rétta tækni)

 • Planki
 • Armbeygjur
 • Hnébeygja
 • Bakfettur

Hraði ogsnerpa ( með og án bolta)

 • Sprettir (mest með bolta)
 • Hopp
 • stefnubreytingar

4.4.4 5. flokkur, (11-12 ára)

 

Markmið og stefna

Viðhalda fyrri áherslum og stefnu

Bæta við flóknari tækniæfinugm

Auka leikskilning

Aukin áhersla á liðsheild og samvinnu

Áhersla á háttvísi og virðingu

Aukin áhersla og markvist unnið með virðingu fyrir dómara

Fyrstu kynni af video þjálfun (kynning)

Æfingaáætlanir, aukaæfingar, viðburðir, leikir og styrktarprógröm séu aðgengileg á Sideline

 

Þjálfun

Aukin leiklík þjálfun

Þjálfað útfrá leiknum átta gegn átta

 

Góð ráð

Kvettu iðkendur til þess að horfa á fótbolta og gefðu þeim verkefni útfrá því

Settu upp æfingar sem fær leikmenn til að hugsa og þjálfa upp einbeitingu

Skapaðu liðsheild og samkend með því að mæta með iðkendum á leiki hjá öðrum liðum innan flokksins

Grunntækni

 • Halda á lofti með báðum fótum

 • Sendingar
  • Innanfótarsendingar
  • Ristarspyrnur
  • Utanfótasendingar
  • Sendingar á lofti
  • Fyrirgjafir
  • Fastar sendingar og fyrirgjafir ámeð jörð
  • Lengri sendingar
   • Háir boltar
   • Með jörðu
 • Skot
  • Ristarspyrnur
   • Bein rist
   • Innanfótar rist
  • Innanfótarspyrna
  • Utanfótar spyrnur
  • Markskot
   • Úr kyrrstöðu
   • Eftir knattrak
   • Eftir gabbhreyfingu
   • Í fyrstu snertingu
   • Skot á lofti
   • Skot eftir móttöku
    • Innanfótar
    • Af brjósti

 

 • Innspark ( knattrak eða sending )
  • Val á sending framávið
  • Áheyrsla á að skapa ógn með knattraki framávið
  • kerfi
 • Knattrak
  • Með ristinni
  • Innanfótar
  • Utanfótar
  • Með ilinni
  • Með báðum fótum
  • Með öðrum fæti
  • Svigknattrak
  • Knattrak og skot
  • Snerta bolta í hverju skrefi
  • Knattrak undir pressu
  • Hratt knattrak til að skapa marktækifæri
  •  
 • Móttaka
  • Innanfótar
  • Utanfótar
  • Með brjóstinu
  • Með lærinu
  • Með höfði
  • Með stefnubreytingu
  • Undir pressu
  • Móttaka í þá átt sem leikmaður vill fara
  • Móttaka á föstum sendingum
  • Móttaka með mann í bakinu
  • Sendingarmóttaka
 • Varnaræfingar
  • Grunn varnarstaða
  • Varnarstaða 1:1
  • Dekka mann
  • Læri hugtakið dýpt
 • Flóknari varnaræfingar
  • Leysa stöðuna 2:3 í vörn
  • Halda bolta innan liðs.

Flóknari tækniæfingar

 • Gabbhreyfingar án bolta
  • Sjá æfingabanka
 • Gabbhreyfingar með bolta
  • Sjá æfingabanka
  • Halda knetti á lofti 2 saman (kynning)

Leikrænar æfingar

 • Leysi stöðuna 1:1 í vörn jafnt og sókn
 • Nýti sér stöðuna 2:1 í sóknarleik
 • æfingar með áherslur á dýpt, breidd og pressu
 • Sóknarleikfræði 8:8
 • Varnarleikfræði 8:8
 • Spilað frá marki
 • Hreyfing án bolta
 • Leik-/spilæfingar
  • Takmarkaðar snertingar
  • Skora í fyrstu snertingu
  • Skora eftir að allir fara yfir miðju
  • Sjá æfingabanka.
  • Halda bolta innan liðssins

Liðleiki / teygjur (kenna hlutverk og ástæður þess að við teygjum)

 • Léttar einfaldar teygjur
 • Stöðuteygjur með áherslu á ákveðna vöðvahópa
 • hreyfiteygjur

 

Samhæfing

 • Jafnvægi
 • Fótavinna
 • Taktur

Styrkur

 • Planki
 • Armbeygjur
 • Hnébeygja
 • Bakfettur
 • Aðrar æfingar

Hraði ogsnerpa ( með og án bolta)

 • Sprettir
 • Hopp
 • Stefnubreytingar
 • Sprettir með stefnubreytingum

4.4.5 4. flokkur, (13-14 ára)

Markmið og stefna

Haldið áfram að þróa grunntækni.

Leikmenn ná betra valdi á öllum tækniatriðum sem og leikskilningi.

Samvinna og leikgleði eru mikilvæg hugtök á þessum aldri þar sem félagsþroski er að þróast.

Byrjað að vinna með video

Æfingaáætlanir, aukaæfingar, viðburðir, leikir og styrktarprógröm séu aðgengileg á Sideline

 

Þjálfun

Þjálfun að mestu leiklík

Taktískar æfingar sem nýtast útfrá leiknum

Töflufundir og videoþjálfun

Markviss Hugarþjálfun

Einstaklingsþjálfun aukin

Mikilvægt að leikmenn fái þjálfun útfrá leikstöðum

Markmiðasetning (kynning)

Góð ráð

Hafðu reglulega liðsfundi

Settu upp félagslega viðburði

Mundu að kenna leikmönnum að kenna hugtökin sem þú notar í þjálfun og hvað þau þýða

Grunntækni

 • Sendingar
  • Innanfótarsendingar
  • Ristarspyrnur
  • Utanfótasendingar
  • Sendingar á lofti
  • Fyrirgjafir
  • Lengri sendingar
   • Háir boltar
   • Með jörðu
   • Krossar
   • Skiptingar
 • Skot
  • Ristarspyrnur
   • Bein rist
   • Innanfótar rist
   • Utanfótar rist
  • Innanfótarspyrna
  • Utanfótar spyrnur
  • Markskot
   • Úr kyrrstöðu
   • Eftir knattrak
   • Eftir gabbhreyfingu
   • Í fyrstu snertingu
   • Skot á lofti
   • Skot eftir móttöku
    • Innanfótar
    • Af brjósti
    • Af læri
    • Af höfði
    • Á lofti
  • Skallar
   • Skalla á lofti
   • Skalla á milli
   • Skalli eftir lengri sendingu
   • Skallar frá marki
   • Skallar að marki
   • Stýra bolta með skalla
   • Senda bolta með skalla
   • Flikka á samherja
 • Innkast
  • Til að halda bolta
  • Til að sækja hratt
  • Kerfi og löng innköst
 • Knattrak
  • Með ristinni
  • Innanfótar
  • Utanfótar
  • Með ilinni
  • Með báðum fótum
  • Með öðrum fæti
  • Svigknattrak
  • Knattrak og skot
  • Snerta bolta í hverju skrefi
  • Knattrak undir pressu
  • Hratt knattrak til að skapa marktækifæri
 • Móttaka
  • Innanfótar
  • Utanfótar
  • Með brjóstinu
  • Með lærinu
  • Með höfði
  • Með stefnubreytingu
  • Undir pressu
  • Móttaka í þá átt sem leikmaður vill fara
  • Móttaka á föstum sendingum
  • Móttaka með mann í bakinu
  • Sendingarmóttaka
  • Á lofti
   • Með læri
   • Innanfótar

 

 • Varnaræfingar
  • Grunn varnarstaða
  • Varnarstaða 1:1
  • Dekka mann
  • Læri hugtakið dýpt
 • Flóknari varnaræfingar
  • Leysa stöðuna 2:3 í vörn
  • Leysa stöðuna 3:4 og 4:5
  • Færslur varnalínu
  • Halda bolta innan liðs.
  • Koma bolta rétt frá marki undir pressu.

Flóknari tækniæfingar

 • Gabbhreyfingar án bolta
 • Gabbhreyfingar með bolta

 

Leikrænar æfingar

 • Leysi stöðuna 1:1 í vörn jafnt og sókn
 • Nýti sér stöðuna 2:1 í sóknarleik
 • Læri að leysa stöðuna 1:2 í vörn.
 • Iðkandi Haldi bolta, þjálfi upp þor til að hafa bolta og læri að gera mistök er hluti af fótbolta
 • Iðkandi kynnist sóknarleikfræði á 11 manna velli
 • Iðkandi kynnist varnarleikfræði á 11 manna velli
 • Iðkandi framkvæmi æfingar sem snúa að föstum leikatriðum s.s innköstum, aukaspyrnum og hornspyrnum.
  • Takmarkaðar snertingar
  • Skora í fyrstu snertingu
  • Skora eftir að allir fara yfir miðju
  • Skora með skalla
  • Með áherslu á leikfræði
 • Æfingar með áherslu á þrek, þol, snerpu og kraft

Liðleiki / teygjur (kenna hlutverk og ástæður þess að við teygjum)

 • Léttar einfaldar teygjur
 • Stöðuteygjur með áherslu á ákveðna vöðvahópa
 • Hreyfiteygjur
 • Ítarlegri teygjur og kennsla

 

Samhæfing

 • Jafnvægi
 • Fótavinna
 • Taktur
 • Sport matrix hopp

Styrkur

 • Styrkur með eigin þyngd
 • Markviss styrktarþjálfun í sal með þjálfara (grunnkennsla)

Hraði ogsnerpa ( með og án bolta)

 • Sprettir
 • Hopp
 • Stefnubreytingar
 • Sprettir með stefnubreytingum
 • Hraði í leik

 

4.4.6 3. flokkur, (15-16 ára)

Markmið og stefna

Haldið áfram að þróa grunntækni.

Vinna enn frekar með flóknari tækniatriði, leikskilning, liðssamvinnu og leikgleði

Leikmenn ná betra valdi á öllum tækniatriðum sem og leikskilningi.

Leikmenn fái fræðslu í því hvað er að vera fyrirmynd og markvist sé unnið að leiðtogaþjálfun

Byrjað að vinna með video

Að allir leikmenn sæki dómaranámskeið á þessum aldri

Leikir séu teknir upp og séu aðgengilegir fyrir leikmenn

Æfingaáætlanir, aukaæfingar, viðburðir, leikir og styrktarprógröm séu aðgengileg á Sideline

 

 

Þjálfun

Þjálfun að mestu leiklík

Taktískar æfingar sem nýtast útfrá leiknum

Töflufundir og videoþjálfun

Markviss Hugarþjálfun

Einstaklingsþjálfun aukin

Mikilvægt að leikmenn fái þjálfun útfrá leikstöðum

Markmiðasetning

Leiðtogaþjálfun

Góð ráð

Hafðu reglulega liðsfundi

Settu upp félagslega viðburði

Mundu að kenna leikmönnum að kenna hugtökin sem þú notar í þjálfun og hvað þau þýða

Mættu með leikmenn á leiki eða æfingar hjá yngri flokkum. Það eykur sjálfstraust og samkennd hjá öllum aðilum ef eldri leikmenn hvetja þá yngri og hrósa þeim eftir leiki.

Grunntækni

 • Sendingar
  • Innanfótarsendingar
  • Ristarspyrnur
  • Utanfótasendingar
  • Sendingar á lofti
  • Fyrirgjafir
  • Lengri sendingar
   • Háir boltar
   • Með jörðu
   • Krossar
  • Sendingar undir pressu
  • Fyrirgjafir og lengri sendingar undir pressu
  • Aðrar sendingar
 • Skot
  • Ristarspyrnur
   • Bein rist
   • Innanfótar rist
   • Utanfótar rist
  • Innanfótarspyrna
  • Aukaspyrnur
  • Markskot
   • Úr kyrrstöðu
   • Eftir knattrak
   • Eftir gabbhreyfingu
   • Í fyrstu snertingu
   • Skot á lofti
   • Skot eftir móttöku
    • Innanfótar
    • Af brjósti
    • Af læri
    • Af höfði
    • Á lofti
  • Önnur skot
  • Skallar
   • Skalla á lofti
   • Skalla á milli
   • Skalli eftir lengri sendingu
   • Skallar frá marki
   • Skallar að marki
   • Stýra bolta með skalla
   • Senda bolta með skalla
   • Flikka á samherja
   • Aðrir skallar
 • Innkast
 • Knattrak
  • Með ristinni
  • Innanfótar
  • Utanfótar
  • Með ilinni
  • Með báðum fótum
  • Með öðrum fæti
  • Svigknattrak
  • Knattrak og skot
  • Snerta bolta í hverju skrefi
  • Knattrak undir pressu
 • Móttaka
  • Innanfótar
  • Utanfótar
  • Með brjóstinu
  • Með lærinu
  • Með höfði
  • Með stefnubreytingu
  • Undir pressu
  • Á lofti
   • Með læri
   • Innanfótar
   • Af brjósti
 • Varnaræfingar
  • Grunn varnarstaða
  • Varnarstaða 1:1
  • Varnarstaða 2:1
  • Dekka mann
  • Læri hugtakið dýpt
  • Beina sóknarmanni rétt
  • Tæklingar
  • Talandi
  • Staðsetningar og rangstöðutækni
  • Skýla bolta
 • Flóknari varnaræfingar
  • Leysa stöðuna 2:3 í vörn
  • Leysa stöðuna 2:4, 3:4 og 4:5
  • Færslur varnalínu
  • Halda bolta innan liðs (sjá æfingabanka)
  • Koma bolta rétt frá marki undir pressu
  • Spila út úr pressu
  • Vörn gegn sókn
  • Komast inn í sendingar og skot

 

Flóknari tækniæfingar

 • Gabbhreyfingar án bolta
  • Sjá æfingabanka (gabbhreyfingar án bolta)
 • Gabbhreyfingar með bolta
  • Sjá æfingabanka (gabbhreyfingar með bolta)
  • Halda knetti á lofti
  • Halda knetti á lofti 2 saman
  • Halda fleiri saman á lofti
  • Halda knetti á lofti á ferð
  • Overlap (framhjáhlaup)

 

Leikrænar æfingar

 • Leysi stöðuna 1:1 í vörn jafnt og sókn
 • Nýti sér stöðuna 2:1 í sóknarleik
 • Læri að leysa stöðuna 1:2 í vörn
 • Iðkandi þrói með sér kjark og þor til að vilja vera með boltann og óttist ekki mistök. Þori og hafi kjark til að beita gabbhreyfingum og tækni í leik.
 • Iðkandi kynnist sóknarleikfræði á 11 manna velli
 • Iðkandi kynnist varnarleikfræði á 11 manna velli
 • Iðkandi framkvæmi ásamt öðrum ýmsar æfingar sem miða að því að bæta innköst, hornspyrnur og aukaspyrnur liðsins.
 • Leik-/spilæfingar
  • Takmarkaðar snertingar
  • Skora í fyrstu snertingu
  • Skora eftir að allir fara yfir miðju
  • Skora með skalla
  • Sjá æfingabanka.
  • Með áherslu á leikfræði
  • Vinna með eigin þyngd
  • Aðrar æfingar

 

Æfingar með áherslu á þrek, þol, snerpu og kraft

Liðleiki / teygjur (kenna hlutverk og ástæður þess að við teygjum)

 • Léttar einfaldar teygjur
 • Stöðuteygjur með áherslu á ákveðna vöðvahópa
 • Hreyfiteygjur
 • Ítarlegri teygjur og kennsla

 

Samhæfing

 • Jafnvægi
 • Fótavinna
 • Taktur
 • Sport matrix hopp

Styrkur

 • Styrkur með eigin þyngd
 • Markviss styrktarþjálfun í sal með þjálfara 1x – 2x í viku
 • Sprengikraftur

Hraði ogsnerpa ( með og án bolta)

 • Sprettir
 • Hopp
 • Stefnubreytingar
 • Sprettir með stefnubreytingum
 • Hraði í leik

 

4.4.7 Grunnur fyrir yngri markmenn, (8-14 ára)

Markmið og stefna

Þjálfun

Góð ráð

 • Sendingar
  • Innanfótarsendingar
  • Ristarspyrnur
  • Fastar sendingar með jörð
  • Lyftaboltanum
  • Markspyrnur
  • Útspörk
  • Leiklíkar æfingar

 

 • Fótavinna
  • Grunnur í fótavinnu
 • Unnið er fram og til hliðar
  • Með bolta
  • Með gripi
  • Með sending
  • Með fyrirgjöfum eða skotum

 

 • Grip
  • Dropa í stöðu.
  • ná tökum á tímasetningunni þegar maður droppar í stöðu
  • Fókus á boltann.
  • Boltinn er það sem skiptir öllu máli
  • Íkja fókusinn

 

 • Staðsetningar.

Unnið er í staðsetningum út frá vinklum.

Staððsetning þín skiptir máli og fer hún eftir því hvar boltinn er staðsetur á vellinum.

Algeng atvik. Hvernig bregst maður við vissum aðstöðum.

 

 • Tækni
  • Unnið er í gruntækni
  • Gruntækni fyrir grip.
  • Gruntækni fyrir skutlum.
  • Gruntækni fyrir fyrirgjafir.
  • Tímasetning og staðsetning.

 

4.4.8 2 flokkur

Markmið og stefna

Haldið áfram að þróa grunntækni.

Vinna enn frekar með flóknari tækniatriði, leikskilning, liðssamvinnu og leikgleði

Leikmenn ná betra valdi á öllum tækniatriðum sem og leikskilningi.

Leikmenn fái fræðslu í því hvað er að vera fyrirmynd og markvist sé unnið að leiðtogaþjálfun

Unnið reglulega með video

Leikir séu teknir upp og séu aðgengilegir fyrir leikmenn

Unnið markvist með hugarþjálfun

Unnið er markvist með efnilegustu leikmenn deildarinnar

Æfingaáætlanir, aukaæfingar, viðburðir, leikir og styrktarprógröm séu aðgengileg á Sideline

Þjálfun

Þjálfun að mestu leiklík

Taktískar æfingar sem nýtast útfrá leiknum

Töflufundir og videoþjálfun

Markviss Hugarþjálfun

Einstaklingsþjálfun aukin

Mikilvægt að leikmenn fái þjálfun útfrá leikstöðum

Markmiðasetning

Leiðtogaþjálfun

Góð ráð

Hafðu reglulega liðsfundi

Settu upp félagslega viðburði

Mundu að kenna leikmönnum að kenna hugtökin sem þú notar í þjálfun og hvað þau þýða

Mættu með leikmenn á leiki eða æfingar hjá yngri flokkum. Það eykur sjálfstraust og samkennd hjá öllum aðilum ef eldri leikmenn hvetja þá yngri og hrósa þeim eftir leiki.

Mikilvægt er að leikmenn í öllum flokkum hafi þessi atriði í huga:

 

 • Læra íþróttamannslega framkomu innan vallar sem utan.
 • Góð samskipti við samherja, þjálfara og aðstoðarmenn.
 • Vera viðsýnn og virða skoðanir annarra.
 • Virða ákvarðanir þjálfara.
 • Virða ákvarðanir dómara.
 • Sjálfsgagnrýni á eigin getu og leik.
 • Skilja að knattspyrna er hópíþrótt.
 • Læra að auka einbeitningu.
 • Læra ábyrgðartilfinningu gagnvart liðinu, aðstöðu og keppnisbúningnum.
 • Vera ábyrg gagnvart eigin meiðslum.

4.4.9 Mfl karla og kvenna

Markmið og stefna

Leikmenn fái fræðslu í því hvað er að vera fyrirmynd og markvist sé unnið að leiðtogaþjálfun

Unnið reglulega með video

Leikir séu teknir upp og séu aðgengilegir fyrir leikmenn

Unnið markvist með hugarþjálfun

Unnið er markvist með efnilegustu leikmenn deildarinnar

Æfingaáætlanir, aukaæfingar, viðburðir, leikir og styrktarprógröm séu aðgengileg á Sideline

Þjálfun

Þjálfun að mestu leiklík

Taktískar æfingar sem nýtast útfrá leiknum

Töflufundir og videoþjálfun

Markviss Hugarþjálfun

Einstaklingsþjálfun aukin

Mikilvægt að leikmenn fái þjálfun útfrá leikstöðum

Markmiðasetning

Leiðtogaþjálfun

 

 

 1. Fjármálastjórnun

 

5.1 Stefna knattspyrnudeildar

 

Stefna knattspyrnudeildar er að fjárhagsleg staða deildarinnar sé ávallt jákvæð og að hún geti stutt við uppbyggilegt og árangursríkt starf hennar. Rekstur skal vera hallalaus á hverju ári eins og fram kemur í lögum félagins. Ávallt skal staðið við gerða samninga og staðið í skilum með greiðslur. Allur rekstur deildarinnar skal vera sýnilegur og í samræmi við landslög.

 

Óheimilt er að gera fjárskuldbindar umfram fjárhagsáætlun nema með samþykki stjórnar deildarinnar. Sé um hærri fjárhæðir að ræða þarf samþykki aðalstjórnar Umf. Selfoss sem ber yfir ábyrgð á fjármálum félagsins alls.

 

Gjaldkeri er ábyrgur fyrir fjármálum deildarinnar og eru allar greiðslur óheimilar án samþykkis hans. Fram-kvæmdastjóri knattspyrnudeildar vinnur í samráði við gjaldkera deildarinnar. Á sama hátt eru gjaldkerar unglingaráðs og foreldraráða ábyrgir fyrir greiðslum sinna ráða og þurfa að samþykkja þær. Gjaldkeri Umf. Selfoss og framkvæmdastjóri hafa reglubundið eftirlit með fjármálum deildarinnar.

 

Knattspyrnudeild færir bókhald sitt samkvæmt reglugerð ÍSÍ um fjárreiður íþróttafélaga. Sjá viðauka III. Einnig skal fylgja bókhaldsreglum Umf. Selfoss, sjá viðauka II. Bókari aðalstjórnar Umf. Selfoss færir bók-hald deildarinnar.

 

Fjármálastefna knattspyrnudeildar byggir á eftirfarandi:

 

 1. A) Bókhald yngri flokka og meistaraflokka er aðskilið.

Fylgja skal reglum ÍSÍ um aðskilnað fjárreiðna eldri og yngri iðkenda. Með því er m.a. auðveldara að sýna fram á kostnað við barna- og unglingastarf og fara fram á styrki til þess.

Einnig skal eins og kostur er hafa bókhald einstakra flokka aðskilið.

 

 1. B) Fjárhagsáætlanir skulu gerðar fyrir hvert rekstrarár.

Fjárhagsáætlanir næsta árs skulu ávallt fylgja reikningum fyrra árs og taka mið af þeim. Fjárhagsáætlanir skal leggja fram á aðalfundi deildarinnar og þær þarf síðan að samþykkja á aðalfundi félagsins.

Rekstrarárið er frá 1. janúar til 31. desember ár hvert. Milliuppgjör er gert við lok hvers keppnis-tímabils í október ár hvert. Nota skal fjárhagsáætlanir sem virkt eftirlit með fjármálum.

 

 1. C) Laun þjálfara
 2. Laun þjálfara skulu vera samræmd og miðast við menntun, reynslu, umfang og iðkendafjölda. Fyllsta jafnréttis skal gætt við greiðslu launa til karl- eða kvenkyns þjálfara.

Sambærileg laun skal greiða þjálfurum hvort heldur viðkomandi þjálfar stúlkur eða drengi.

 1. Stefna deildarinnar er að þjálfarar séu launþegar. Sé um verktöku að ræða skal landslögum og skattalögum fylgt og farið eftir leiðbeiningum Ríkisskattstjóra.

Staðlaða ráðningarsamninga við þjálfara deildarinnar er að finna í viðauka IX og X.

 

5.2 Fjárhagsáætlun

 

Fjárhagsáætlun knattspyrnudeildar 2015. Sjá viðauka XII.

Fjárhagsáætlun unglingaráðs 2015. Sjá viðauka XII.

 

5.3 Innheimta æfingagjalda

 

Æfingagjöld eru ákveðin af stjórn unglingaráðs fyrir upphaf vetrarstarfs hverju sinni. Verkefnastjóri og framkvæmdastjóri eru ábyrgir fyrir gerð reikninga og innheimtu í gegnum skráningarkerfið NÓRA og vinnur það í samvinnu við framkvæmdastjóra UMFS líkt og aðrar deildir. Skráning iðkenda hefst í september og skal lokið fyrir lok þess mánaðar. Aðili sem skráir sig telst iðkandi út tímabilið.

Ef greiðslur lenda í vanskilum tekur við sjálfvirkt innheimtukerfi, ef ámining ber ekki árangur.

Óski iðkandi eftir því að hætta iðkun skal foreldri eða forráðamaður hafa samband við framkvæmdastjóra og tilkynna honum um ákvörðun iðkanda. Gjaldkeri fellir þá niður æfingagjöld frá og með næsta mánuði eftir að tilkynning berst. Ekki er fullnægjandi að tilkynna úrsögn til þjálfara. Einungis skuldlausum iðkendum er heimilt að hefja æfingar að hausti.

 

Knattspyrnudeild veitir systkinaafslátt samkvæmt eftirfarandi reglum:

 • Fyrsta barn greiðir fullt gjald (það sem greiðir fyrir flesta æfingatíma).
 • Öll systkini fá 10% afslátt af æfingagjöldum.

 

Unglingaráð greiðir kostnað til KSÍ vegna þótttöku í mótum sambandsins og er það innifalið í æfinga-gjöldum. Ferðakostnaður og annar kostnaður sem fylgir þátttöku í mótum greiða iðkendur sjálfir.

 

5.4 Fjáraflanir

 

Allar fjáraflanir innan deildarinnar skulu vera í nafni knattspyrnudeildar Umf. Selfoss og hlýta þeim reglum sem gilda um fjáraflanir innan félagsins. Samþykki stjórnar knattspyrnudeildar þarf fyrir öllum fjáröflunum innan deildarinnar.

 

Foreldraráð skulu halda utan um fjáraflanir hópa. Bankareikningar skulu stofnaðir utan um kennitölu unglingaráðs knattspyrnudeilar með samþykki stjórnar og koma fram í bókhaldi hennar. Einn fulltrúi úr foreldraráði ber ábyrgð á bankareikningi. Óheimilt er að skuldsetja hópa vegna ferðalaga erlendis eða innanlands nema með samþykki stjórnar.

 

Leitast skal við að fara ekki inn á fastar fjáraflanir annarra hópa eða deilda innan félagsins. Um fjáraflanir innan Umf. Selfoss gilda sérstakar reglur sem samþykktar voru á aðalfundi félagsins 2007. Sjá viðauka IV.

 

6. Þjálfun og þjálfarar

 

6.1 Stefna knattspyrnudeildar

 

Knattspyrnudeild Umf. Selfoss leggur ríka áherslu á að þjálfarar séu vel menntaðir og hafi mikla reynslu sem þjálfarar eða leikmenn. Stefna deildarinnar er að allir þjálfarar hafi lokið þjálfaranámskeiðum eða séu með sambærilega menntun. Þjálfarar skulu sækja námskeið sem í boði eru hjá ÍSÍ og KSÍ, hafi þeir ekki tilskylda menntun eða hafi ekki sótt sambærileg námskeið eða aðra menntun t.d. erlendis frá.

Knattspyrnudeild mun hvetja alla þjálfara deildarinnar til að sækja a.m.k. grunnnámskeið KSÍ og ÍSÍ, séu þeir ekki með þau.

 

Stefna knattspyrnudeildar er að þjálfarar uppfylli menntunarkröfur KSÍ, en þær eru eftirfarandi:

 

Þjálfari/Flokkur Menntunarkröfur
Aðalþjálfari meistaraflokks karla/kvenna UEFA-PRO
Aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla* KSÍ-B
Þjálfari 2. flokks karla KSÍ-B
Þjálfari 3. flokks karla KSÍ-B
Þjálfari 4. flokks karla KSÍ-B
Þjálfari 5. flokks karla 2. stig
Þjálfari 6. flokks karla 2. stig
Þjálfari 7. flokks karla 2. stig
Yfirþjálfari yngri flokka KSÍ-B
* Einungis krafa í úrvalsdeild.

 

6.2 Yfirþjálfari knattspyrnudeildar

 

6.2.1 Hlutverk yfirþjálfara

 

Yfirþjálfari hefur yfirumsjón með öllu faglegu starfi unglingaráðs knattspyrnudeildar og veitir þjálfurum og stjórnendum faglega ráðgjöf við þjálfun. Hann ber ábyrgð á að æfingaáætlanir séu gerðar, þeim fylgt og að þær séu kynntar iðkendum og foreldrum. Yfirþjálfari leggur fram tillögur um ráðningu þjálfara, en endanleg samþykkt er í höndum unglingaráðs.

 

6.2.2 Helstu starfsskyldur yfirþjálfara:

 • Yfirþjálfari hefur umsjón með öllu starfi þjálfara deildarinnar í samráði við stjórn unglingaráðs.
 • Yfirþjálfari sér til þess að æfingaáætlanir séu gerðar fyrir alla flokka og leggur þær fyrir stjórn unglingaráðs. Þar skal koma skýrt fram stefna og markmið hvers flokks, auk tímasetninga og fjölda æfinga.
 • Yfirþjálfari aðstoðar þjálfara við að skipuleggja starfsárið og sér um hvers konar skipulagningu á þjálfun og fylgist með útfærslu þeirra á markmiðum knattspyrnunámsskrár deildarinnar.
 • Ef þjálfari forfallast á æfingu skal hann tilkynna það yfirþjálfara og þeir í sameiningu sjá til þess að aðstoðarmaður þjálfara eða annar staðgengill annist æfinguna.
 • Unglingaráð ræður aðstoðarþjálfara til starfa að fenginni umsögn yfirþjálfara, óski þjálfari eftir því og telji unglingaráð þess þörf.
 • Yfirþjálfari sér til þess að æfingaáætlanir séu kynntar fyrir iðkendum og forráðamönnum þeirra við upphaf hvers tímabils.
 • Yfirþjálfari skal stuðla að auknu upplýsingaflæði og samvinnu við foreldra. Hann skal sjá til þess að þjálfarar boði til foreldrafunda og funda með foreldraráðum.
 • Yfirþjálfari skal halda reglulega fundi með þjálfurum (að jafnaði mánaðarlega), þar sem fjallað er um málefni allra flokka og sjá til þess að þjálfarar haldi skýrslur um gang mála hjá hverjum flokki.
 • Yfirþjálfari fylgist með framkvæmd æfingaáætlana og sér til þess að þeim sé fylgt.
 • Yfirþjálfari fylgir eftir reglum og samþykktum knattspyrnudeildar.
 • Yfirþjálfari skipuleggur alla þjálfun byrjenda og yngri flokka frá grunni og skal leggja fram markvissa og heildstæða þjálfunaráætlun.
 • Yfirþjálfari leggur fram tillögur fyrir unglingaráð um ráðningu þjálfara. Endanleg ákvörðun um ráðningu er í höndum unglingaráðs. Óski þjálfari eftir aðstoðarþjálfara skal yfirþjálfari veita stjórn unglingaráðs umsögn um viðkomandi, sé þess óskað.
 • Yfirþjálfari skal sjá til þess að þjálfarar starfi í hvívetna eftir reglum og samþykktum stjórnar unglingaráðs. Verði misbrestur á því tekur stjórn unglingaráðs málið til meðferðar.
 • Yfirþjálfari skal koma upplýsingum um störf þjálfara yngri flokka til stjórnar unglingaráðs. Verði ítrekað vart við óánægju með starf þjálfara getur stjórn unglingaráðs sagt upp samningi við viðkomandi þjálfara að höfðu samráði við yfirþjálfara
 • Yfirþjálfara ber að aðstoða þjálfara í starfi eins og kostur er. Komi upp t.d. agavandamál skal yfirþjálfari aðstoða þjálfara við lausn mála. Fáist ekki lausn er málinu víðað til stjórnar unglinga-ráðs.
 • Yfirþjálfari aðstoðar unglingaráð við mótahald á vegum félagsins.
 • Yfirþjálfari skal stuðla að aukinni menntun þjálfara og hvetja þá til að sækja námskeið.
 • Yfirþjálfari skal sjá til þess að þjálfarar meti árangur og skili starfsskýrslu að loknu keppnistímabili. Í því skyni skal hann afhenda sérstakt eyðublað þar sem þjálfarar skulu senda inn upplýsingar um leimenn, æfingasókn o.fl. Sér yfirþjálfari um varðveislu þessara gagna hjá félaginu.
 • Yfirþjálfari kemur upplýsingum um störf þjálfara yngri flokka deildarinnar til unglingaráðs og aðstoðar við val og ráðningar þjálfara.
 • Yfirþjálfari skal mæta á fundi unglingaráðs sé þess óskað. Fyrsti liður á dagskrá hvers fundar skal vera málefni er tengist verksviði hans. Að lokinni umfjöllun um þau mál skal yfirþjálfari víkja af fundi. Með þessu gefst unglingaráði kostur á að fá sem besta innsýn í starfið á hverjum tíma.
 • Yfirþjálfari ber ábyrgð á skráningu iðkenda í félagakerfið Felix og sér til þess að það sé uppfært reglulega. Hann getur leitað aðstoðar á skrifstofu félagsins.
 • Yfirþjálfari heldur utan um allar upplýsingar er varða leikmenn, æfingasókn, árangur o.fl.
 • Yfirþjálfari hefur yfirumsjón með niðurröðun tíma fyrir hönd deildarinnar.
 • Yfirþjálfari er fulltrúi deildarinnar í hópi yfirþjálfara félagsins alls.
 • Yfirþjálfari hefur umsjón með pöntun búninga í samráði við stjórn unglingaráðs og þjálfara eða foreldraráð viðkomandi flokka.
 • Stjórn unglingaráðs skal halda reglulega fundi með yfirþjálfara og skal það skipulagt í upphafi hvers tímabils. Yfirþjálfari getur hvenær sem er óskað eftir fundi með stjórn unglingaráðs. Einnig getur hann kallað saman fund þjálfara þegar hann telur þörf á.
 • Yfirþjálfari skal aðstoða þjálfara við útvegun ritara, tímavarða og dómara fyrir mót sem haldin eru á Selfossi.

 

6.3 Þjálfarar og aðstoðarþjálfarar knattspyrnudeildar

 

6.3.1 Hlutverk þjálfara

 

Þjálfari tekur að sér þjálfun og stjórnun á æfingum, leikjum og keppnisferðum tiltekins flokks og hefur jafnframt umsjón með öllu starfi hans. Þjálfari skal vera börnum og unglingum til fyrirmyndar og ber honum að fara í einu og öllu samkvæmt þeim reglum og samþykktum er gilda innan félagsins. Skal hann leitast við að byggja upp sem heilbrigðastan og bestan félagsanda í sínum flokki. Þjálfari skal í hvívetna stuðla að því að framkoma leikmanna undir hans stjórn sé ávallt félaginu til fyrirmyndar, eftirbreytni og sóma, innan vallar sem utan, í búningsklefum, á keppnisferðalögum, á æfingum, í leikjum, gangvart dómurum og starfsmönnum leikja, andstæðingum, áhorfendum og eigin félagi. Þjálfari sér um ýmsa félagslega þætti s.s. æfingaferðir, ferðir á leiki, pizzukvöld, bíóferðir, dvd- eða videókvöld, o.fl. Einnig ber honum að aðstoða og taka þátt í ýmsum félagslegum þáttum í innra starfi félagsins eins og t.d. skóla-mótum, æfingabúðum og taka þátt í samstarfi þjálfara deildarinnar.

 

 

 

 

 

 

 

6.3.1.1 Hlutverk aðstoðarþjálfara

 

Aðstoðarþjálfari tekur að sér að vera þjálfara flokks til aðstoða á æfingum, leikjum og keppnisferðum tiltekins flokks. Aðstoðarþjálfari hefur í raun sömu skyldum að gegna og þjálfari flokks en ber ekki ábyrgð á uppsetningu æfinga, keppna o.s.frv. heldur er þjálfara aðeins til aðstoðar. Í starfi knattspyrnudeildar er miðað við að ekki séu fleiri en 10-12 iðkendur á hvern þjálfara og fer fjöldi aðstoðarþjálfara hvers flokks eftir fjölda í flokknum.

 

6.3.2 Helstu starfsskyldur þjálfara:

 • Þjálfari er ráðinn af unglingaráði knattspyrnudeildar Umf. Selfoss og skal starfa samkvæmt þeim reglum og ákvörðunum sem deildin setur varðandi unglingastarfið.
 • Stefnt skal að því að þjálfarar hafi lokið a.m.k. 1. og 2. hluta þjálfaranámskeiða KSÍ.
 • Þjálfari skal í upphafi starfsárs skipuleggja tímabilið í heild og leggja æfingaáætlun fyrir veturinn fyrir yfirþjálfara. Þar komi fram móta- og leikjaáætlun ásamt markmiðum og áherslum í þjálfun-inni, hvernig þjálfari hyggst vinna með iðkendum, meta framfarir þeirra, m.a. með umsögnun eða mælingum ef kostur er.
 • Þjálfari sér um skráningu síns flokks í mót og keppnir að höfðu samráði við stjórn unglingaráðs.
 • Þjálfari skal hafa frumkvæði og sjá um að boða foreldrafundi t.d. vegna ferða á mót eða leiki.
 • Þjálfari má hafa með sér aðstoðarmann með samþykki unglingaráðs og að fenginni umsögn yfir-þjálfara.
 • Hver þjálfari fær til umráða ákveðinn fjölda bolta, vesta og annan búnað til æfinga og keppni fyrir viðkomandi flokk, sem hann ber ábyrgð á. Týnist áhöld, mun andvirði þess er tapaðist verða dregið af launum þjálfara, ef sýnt þykir að ábyrgðina megi rekja til hans.
 • Þjálfari skal vera mættur a.m.k. 10 mínútum fyrir auglýstan æfingatíma og ekki yfirgefa æfingu fyrr en allir iðkendur eru farnir af vallarsvæði. Ef þjálfari forfallast skal hann sjá til þess að aðstoð-armaður hans eða annar staðgengill gangi í hans störf og uppfylli skyldur hans.
 • Þjálfari skal hafa viðveru í a.m.k. 10 mínútur eftir að æfingu líkur.
 • Þjálfari ber ábyrgð á því að leikmenn séu boðaðir á æfingar og skal í upphafi starfsárs kynna iðkendum og forráðamönnum þeirra skriflega æfingaáætlun (tímasetningar og fjölda æfinga á viku). Allar breytingar á æfingatímum skal kynna sérstaklega.
 • Þjálfari ber ábyrgð á boðun iðkenda á leiki. Boðun skal vera skrifleg.
 • Þjálfari skal halda mætingarskýrslur fyrir iðkendur og ganga skilmerkilega frá þeim þannig að hægt sé að byggja á þeim upplýsingum sem þar koma fram, við innheimtu æfingagjalda. Skýrsl-um skal skila til gjaldkera unglingaráðs fyri 20. hvers mánaðar.
 • Þjálfari skal virða óskir og ákvarðanir vallarstjóra um staðsetningu æfinga og keppnisleikja.
 • Þjálfari skal að lokinni æfingu/leik ganga frá þeim búnaði sem hann notað til æfinga/leiks.
 • Þjálfari skal klæðast fatnaði merktum Um. Selfoss í öllum leikjum á vegum félagsins. Unglingaráð leggur til fatnað. Þá er æskilegt að þjálfari klæðist fatnaði merktum félaginu á æfingum, sé þess nokkur kostur og vera að öðru leyti snyrtilegur til fara.
 • Þjálfari skal leitast við að byggja upp sem bestan félaganda í flokknum í samráði við iðkendur og foreldra/forráðamenn þeirra.
 • Þjálfari skal eftir bestu getu fylgjast með einelti, álagsmeiðslum, offitu eða átröskun og grípa strax inn í ef þörf er á. Skal hann hafa samráð við foreldra, yfirþjálfara eða stjórn unglingaráðs.
 • Þjálfari skal rglulega, í samráði við stjórn unglingaráðs eða foreldraráð síns flokks, halda fundi með iðkendum og forráðamönnum þeirra þar sem málefni viðkomandi flokks eru rædd. Má þar nefna félagsanda, framfarir, fjáraflanir, æfingatíma, keppnisferðir, búningamál o.fl.
 • Þjálfari skal leggja eftirfarandi skipulag fyrir yfirþjálfara:
 1. a) Að hausti, við upphaf nýs starfsárs, skal skipuleggja starfsárið í heild, leggja fyrir æfingaáætlun (ársáætlun), æfingaleikjaáætlun, markmið og áherslur í þjálfun fyrir starfsárið.
 2. b) Að loknu keppnistímabili metur þjálfari árangur og skilar af sér starfsskýrslu með upplýsingum um þá þætti sem teknir hafa verið fyrir á tímabilinu hjá flokknum og leikmönnum hans, þ.e. greinargerð um hvern leimann.
 • Þjálfari skal koma upplýsingum um úrslit leikja til framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar.
 • Sú meginregla gildir um alla flokka sem heyra undir unglingaráð, að allar styttri ferðir séu farnar á einkabílum, sé þess nokkur kostur.
 • Þjálfari og aðstoðarmaður hans bera alfarið ábyrgð á keppnisbúningum flokksins. Þeir sjá um að taka þá með í ferðir og taka þá saman að leik loknum. Einnig skulu þeir sjá um að koma búning-um í þvott. Keppnsibúninga má eingöngu nota í leikjum.
 • Þjálfari ber ábyrgð á sjúkratösku flokksins, að hún sé með öllum nauðsynlegum búnaði og að hún sé ávallt höfð meðferðis á æfingum, leikjum og keppnisferðum.
 • Þjálfara er með öllu óheimilt að skrifa vörur á knattspyrnudeild Umf. Selfoss nema með leyfi eða úttektarbeiðni frá unglingaráði.
 • Óski þjálfari eftir breytingu á leikdegi hjá liði sínu skal hann sjá um þau samksipti sjáflur við hitt félagsliðið og KSÍ og tilkynna jafnframt unglingaráði um breytinguna um leið og hún er samþykkt. Áður en þjálfari breytir leikdegi á heimaleik skal hann hafa gengið úr skugga um að leikvellir séu ekki uppteknir á sama tíma og fyrirhugaður leikur á að fara fram.
 • Þjálfari skal markvisst stuðla að því að framkoma leikmanna hans sé Umf. Selfoss til fyrirmyndar í hvívetna, innan vallar sem utan, í búningsklefum, á keppnisferðalögum hér á landi og erlendis, á æfingum, í leikjum, gagnvart dómara og starfsmönnum leikja, andstæðingum, áhorfendum og eigin félagi.
 • Þjálfari ber ábyrgð á að leikskýrslur séu útfylltar fyrir leiki samkvæmt lögum KSÍ.
 • Þjálfari ber ábyrgð á því að búnaður leikmanna í mótum á vegum KSÍ sé í samræmi við reglu-gerðir KSÍ þar að lútandi.
 • Þjálfari skal starfa í hvívetna eftir reglum og samþykktum knattspyrnudeildar Umf. Selfoss og unglingaráðs. Verði misbrestur á því, er það í höndum stjórnar knattspyrnudeildar að ákveða um framhaldið, að fenginni umsögn unglingaráðs.
 • Komi upp agavandamál í flokknum skal þjálfari tafarlaust gera foreldrum/forrráðamönnum viðvart og reyna að leysa málið í samvinnu við þá. Verði ekki bót á hegðun leikmanns skal bera þau mál undir yfirþjálfara og leysa í samvinnu við hann, unglingaráð og viðkomandi foreldra/forráðamenn.
 • Verði misbrestur í stafi þjálfara taka yfirþjálfari og unglingaráð málið til meðferðar sbr. viðkomandi starfslýsingar.
 • Þjálfari skal taka þátt í samstarfi, fundum, æfingabúðum, námskeiðum o.fl. sem haldin eru á meðal þjálfara innan deildarinnar eða í samstarfi við aðrar deildir innan félagsins.
 • Þjálfari skal, þegar um uppákomur, mót eða leiki er að ræða, í öllum tilfellum, afhenda börnum í yngri flokkum skriflegar upplýsingar. Einnig er hægt að senda tölvupóst ef allir iðkendur eru á póstlista. Þjálfari getur einnig leitað aðstoðar hjá skrifstofu félagsins.
 • Þjálfari skal gæta þess að æfingar henti þroska og getu iðkenda.
 • Þjálfari skal leggja áherslu á að allir þeir sem æfa reglulega fái tækifæri til að spila á mótum.
 • Þjálfari skal leggja áherslu á góða umgengni iðkenda og að þeir virði húsreglur þeirra íþróttahúsa sem Umf. Selfoss æfir eða keppir í.
 • Þjálfari skal kynna sér umgengnisreglur íþróttahúsa Árborgar (sjá viðauka VII) og jafnframt kynna þær iðkendum.
 • Þjálfari skal hafa frumkvæði að því að skipuleggja æfingaleiki eftir því sem þurfa þykir.
 • Þjálfari skal upplýsa starfsfólk íþróttavallar með hæfilegum fyrivara um æfingaleiki. Einnig skal hann láta vita með með sem mestum fyrirvara ef æfing fellur niður.
 • Þjálfari skal nýta sem best alla úthlutaða tíma á íþróttasvæði eða í íþróttahúsum.

 

 

6.5 Fræðsla um knattspyrnulögin

 

Unglingaráð knattspyrnudeildar Umf. Selfoss skipuleggur ár hvert fyrir upphaf Íslandsmóts fræðslu um knattspyrnulögin fyrir 3. og 4. flokk.

Yfirþjálfari skal í samvinnu við þjálfara viðkomandi flokka og dómara sem starfa fyrir knattspyrnudeild Umf. Selfoss fræða iðkendur um knattspyrnulögin eins og þau eru á hverjum tíma.

 

Knattspyrnulögin er að finna á vef KSÍ og er hægt að nota eftirfarandi slóð til að finna þau:

http://www.ksi.is/domaramal/knattspyrnulogin/

 

 

 

 

7. Félagsstarf

 

Knattspyrnudeild Umf. Selfoss leggur áherslu á að þjálfarar leitist við að mynda andrúmsloft samkenndar og jákvæðni á reglubundnum æfingum. Auk þess skulu þjálfarar brjóta upp hefðbundið starf a.m.k. tvisvar á önn með því að hafa skemmtikvöld eða með því að bjóða upp á annars konar óhefðbundið starf. Gæti það verið t.d. ferðir á ákveðna viðburði eða staði, einhver kemur í heimsókn, umræður/tjáning eða farið í ólíka íþrótt (t.d. dans, klifur eða skauta). Hver flokkur fyrir sig eða flokkar saman, kynin sér eða saman og með eða án foreldra.

 

Með góðu og jákvæðu félagsstarfi má auka samstöðu iðkenda, þeir fá tækifæri til að kynnast betur, eign-ast góða félaga og tengjast vináttuböndum. Með góðu félagsstarfi og góðum liðsanda má einnig vinna gegn brottfalli iðkenda og þá sérstaklega í eldri aldurshópum. Þjálfarar skulu í samvinnu við foreldraráð halda fundi með foreldrum/forráðamönnum iðkenda a.m.k. tvisvar á vetri.

 

7.1 Keppnisferðir og utanlandsferðir

 

Deildin hvetur iðkendur til að fara í keppnisferðir þar sem þess er kostur. Hjá yngstu flokkunum er ferðin góður vettvangur til að efla félagsleg tengsl og samkennd. Eldri iðkendur í 3. og 4. flokki hafa farið í keppnisferðir erlendis. Er það liður í að þroska iðkendur og gefa þeim jafnframt tækifæri til að keppa við bestu aðstærður. Utanlandsferðir þessar vinna líka gegn brottfalli og efla félagsanda.

 

Stjórn unglingaráðs og yfirþjálfari í samvinnu við foreldraráð ákveða ferðir erlendis. Foreldraráð getur haft frumkvæði að slíkri ferð en lokaákvörðun liggur hjá stjórn unglingaráðs og yfirþjálfara. Allar ferðir eru farnar í nafni knattspyrnudeildar Umf. Selfoss og ber öllum sem í ferðirnar fara að hlýta þeim reglum sem settar eru. Iðkendur og/eða foreldrar/forráðamenn þeirra skulu standa straum af öllum kostnaði vegna ferða erlendis. Heimilt er að sækja um styrki vegna ferðakostnaðar m.a. fyrir kostnaði fararstjóra. Skal það gert með samþykki stjórnar. Allir þeir sem taka þátt í undirbúningi ferðar erlendis, þar með talið fjár-öflun, skulu skila inn skriflegu samþykki undirrituðu af foreldrum/forráðamönnum.

 

7.2 Fjáraflanir

 

Einstakir hópar eða flokkar geta í samvinnu við foreldraráð og unglingaráð haft sérstakar fjáraflanir vegna ferða sinna erlendis til að létta undir kostnaði. Allar fjáraflanir innan deildarinnar skulu vera í nafni knatt-spyrnudeildar Umf. Selfoss og hlýta þeim reglum sem gilda um fjáraflanir innan félagsins. Sjá viðauki IV. Fyrir öllum fjáröflunum innan knattspyrnudeildar þarf að fá samþykki stjórnar deildarinnar.

Foreldraráð skulu halda utan um fjáraflanir hópa. Bankareikningar skulu stofnaðir utan um kennitölu ung-lingaráðs knattspyrnudeilar með samþykki stjórnar og koma fram í bókhaldi hennar. Einn fulltrúi úr for-eldraráði ber ábyrgð á bankareikningi. Óheimilt er að skuldsetja hópa vegna ferðalaga erlendis nema með samþykki stjórnar.

 

7.3 Atburðadagatal

 

September:

Slútt (lokahóf) yngri flokka.

Slútt (lokahóf) meistaraflokka og 2. flokks.

 

Október:

HSK-mót 3.-7. flokkur karla og kvenna.

Faxaflóamót 5.- 2. Flokkur karla og kvenna

 

Nóvember:

Aðalfundur knattspyrnudeildar Umf. Selfoss.

Herrakvöld stuðningamannaklúbbs.

Íslandsmót í Fútsal mfl. Kvenna

 

Desember:

Jólahlaðborð Selfoss – Getrauna.

Flugeldasala knattspyrnudeildar

 

Janúar:

Futsal-mót fyrir 3. og 4. flokk.

Lengjubikar mfl. Karla og kvenna

 

Febrúar:

Opin mót yngriflokka

 

Mars:

Faxaflóamót allra flokka frá 7. flokki til meistaraflokka.

 

Apríl:

Aðalfundur Umf. Selfoss.

 

Maí:

Íslandsmótið í knattspyrnu.

Bikarkeppni KSÍ.

 

Júní:

Pæjumótið Vestmannaeyjum fyrir 5. flokk kvenna.

Orkumótið Vestmannaeyjum fyrir 5. Flokk karla

Shell-mótið fyrir 6. flokk kvenna.

Set- mótið á Selfossi 6. Flokkur karla (yngra ár)

 

Júlí:

N1-mótið Akureyri fyrir 5. flokk karla.

Símamótið Kópavogi fyrir 4. flokk, 6. flokk og 7. flokk kvenna.

Gothia Cup Svíþjóð fyrir 3. flokk karla og kvenna. Farið annað hvert ár.

Lindex- mótið Selfossi fyrir 4. Flokk karla og kvenna

 

Ágúst:

HK-mótið Kópavogi fyrir 5. og 6. flokk kvenna.

Getraunastarf Selfoss – Getrauna byrjar og er á hverjum laugardegi fram í lok maí.

Olís mótið Selfossi 5. Fl karla

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

8. Foreldarstarf

 

Stjórn unglingaráðs hefur ásamt viðkomandi þjálfurum frumkvæði að stofnun foreldraráða í hverjum aldursflokki yngri flokka deildarinnar á hverju hausti. Foreldraráð skal skipað a.m.k. þremur foreldrum eða forráðamönnum í hverjum aldursflokki. Foreldraráð starfa sjálfstætt en heyra undir unglingaráð. Foreldra-ráð eru tengiliðir við unglingaráð og starfa í samvinnu við iðkendur, foreldra, þjálfara og yfirþjálfara.

 

Leiðbeinandi verklagsreglur foreldraráða yngri flokka knattspyrnudeildar Umf. Selfoss:

 

 • Í upphafi hvers starfsárs, skulu skipuð foreldraráð í hverjum flokki knattspyrnudeildar Umf. Selfoss. Foreldraráð skulu skipuð 3-4 foreldum, bæði af yngra og eldra ári í viðkomandi flokki.
 • Foreldraráð skal samanstanda af gjaldkera, búningastjóra, upplýsingafulltrúa og Olísmóts-fulltrúa.
 • Tengiliður foreldraráðs skal funda með unglingaráði a.m.k. tvisvar á ári.
 • Foreldraráð skal standa fyrir og halda utan um fjáraflanir viðkomandi flokks.
 • Foreldraráð sér um öll samskipti á milli iðkenda, foreldra, þjálfara og unglingaráðs.
 • Foreldraráð heyrir beint undir unglingaráð knattspyrnudeildar.
 • Foreldraráð skal stuðla að jákvæðu og uppbyggjandi starfi knattspyrnu á Selfossi.
 • Foreldraráð skal stuðla að því að foreldrar hvetji börnin á jákvæðan og uppbyggilegan hátt í starfi og leik, bendi þeim m.a. á mikilvægi þess að þeir mæti á leiki þar sem börn þeirra taka þátt, eftir fremsta megni. Tekið skal mið af leiðbeiningum KSÍ.
 • Foreldraráð skal stuðla að jákvæðu og uppbyggilegu félagsstarfi.
 • Foreldraráð sinnir mikilvægum verkefnum við undirbúning mótahalds, fjáraflana og öðrum verk-efnum fyrir viðkomandi flokk.
 • Foreldraráð skal hafa náið samstarf við þjálfara flokksins vegna leikja og keppnisferða.
 • Unglingaráð greiðir staðfestingargjald fyrir alla flokka á eitt opið mót innanlands (t.d. Shellmót, N1-mót og Símamót). Foreldraráð skulu kosta ferðir og uppihald að öðru leiti (líka fyrir þjálfara).
 • Foreldraráð skal aðstoða við skipulagningu og bera allan kostnað við allar ferðir flokksins á Íslandsmót, æfingamót og önnur mót í samvinnu við þjálfara.
 • Foreldraráð skal halda fundi til að upplýsa foreldra um þær fjáraflanir og starfsemi sem í gangi eru hverju sinni. Foreldrafundir skulu haldnir í samvinnu við þjálfara flokksins.
 • Foreldráð skal ávallt senda fundargerð til unglingaráðs eftir hvern foreldraráðsfund (netfang unglingaráðs er: knattspyrna@umfs.is).
 • Foreldraráð eru ásamt þjálfara ábyrg fyrir þeim búningum er þau fá afhenta í byrjun tímabils.
 • Foreldraáð skulu funda eins oft og þörf þykir miða við þau verkefni sem eru í gangi.
 • Foreldraráð skal sjá til þess að netfangalisti fyrir viðkomandi flokk sé rétt uppfærður.
 • Foreldraráð skal senda út allar tilkynningar með góðum fyrirvara, helst með tölvupósti, miðum á æfingu og á heimasíðu viðkomandi flokks.
 • Foreldraráð sér til þess að nýir iðkendur fái upplýsingar um dagskrá og starfsemi flokksins.
 • Foreldraráð skal skila fjárhagslegu uppgjöri til unglingaráðs í lok hvers tímabils (sjá dæmi uppsetningu í viðauka XII).
 • Foreldraráð skal skila yfirlitsskýrslu í lok hvers tímabils yfir helstu verkefni tímabilsins.
 • Foreldraráðum er ekki heimilt að nota kennitölu unglingaráðs nema með samþykki gjaldkera knattspyrnudeildar eða framkvæmdastjóra deildarinnar.
 • Foreldraráð skal tilkynna unglingaráði fjáraflanir flokks til að koma í veg fyrir að mörg foreldraráð séu með sömu fjáröflunina á sama tíma.

 

Góð ráð til foreldra í knattspyrnu:

 

 • Komdu á æfingu eða keppni þegar þú getur. Barninu finnst það gaman!
 • Ekki hvetja bara þitt barn í leik eða keppni. Hvettu alla.
 • Sýndu jákvæðni og stuðning (líka í mótlæti) – ekki gagnrýna.
 • Berðu virðingu fyrir störfum þjálfarans – ekki reyna að hafa áhrif á hann meðan á leik eða keppni stendur.
 • Dómarinn er til að leiðbeina og kenna jafnt sem að dæma. Ekki gagnrýna ákvarðanir hans.
 • Hvettu barnið þitt til að taka þátt í æfingum og keppni. – Ekki beita það þrýstingi.
 • Spurðu barnið að keppni lokinni hvort var gaman og hvernig það stóð sig. – Ekki hvernig fór, því úrslitin eru ekki aðalatriðið.
 • Berðu virðingu fyrir starfi félagsins.
 • Verið virk á foreldrafundum þar sem umræður fara fram um þjálfun og markmið, þar er ykkar vettvangur sem og í foreldraráði.
 • Munum að það er barnið þitt sem er að taka þátt. – EKKI ÞÚ! Sumum foreldrum hættir til að gleyma því.
 • Viltu hjálpa til og vera virkari í stuðningi þínum við knattspyrnuiðkun barns þíns? – Bjóddu fram aðstoð þína, vertu liðsstjóri, bjóddu þig fram í foreldraráð, spurðu þjálfarann hvernig þú getur hjálpað til.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

9. Fræðslu- og forvarnastarf

 

Íþróttastarf er uppeldisstarf og á það við um allar íþróttagreiar. Í öllu íþróttastarfi læra börn og unglingar að fylgja settum reglum og tileinka sér hollar lífsvenjur. Þjálfarar hafa því mikilvægu uppeldishlutverki að gegna og eru fyrirmyndir barna og unglinga í orði og verki.

 

Umf. Selfoss hefur mótað sér stefnu í fræðslu- og forvarnamálum og hefur það að leiðarljósi að starfa samkvæmt stefnuyfirlýsingar ÍSÍ og UMFÍ um forvarnir og fíkniefni.

 

9.1 Stefna Umf. Selfoss í vímuvörnum

 

9.1.1 Forvarnagildi íþrótta

 

Íþróttir gegna mikilvægu hlutverki í vímuvörnum. Rannsóknir á högum barna og ungmenna sýna að þeim ungmennum sem eru virk í íþróttastarfi reiðir betur af í daglegu lífi og neyta síður vímuefna. Einnig er ljóst að neysla áfengis, tóbaks eða annarra vímuefna hefur skaðleg áhrif á árangur í íþróttum.
Ungmennafélag Selfoss vill taka mjög skýra afstöðu gegn neyslu allra vímuefna í tengslum við íþróttir. Í þessari stefnuyfirlýsingu er talað um vímuefnaneyslu og er þá átt við neyslu áfengis, tóbaks og annarra vímuefna sem og neyslu hormónalyfja sem ekki eru tekin í lækningalegum tilgangi eftir tilvísun læknis.

 

Íþróttir og neysla áfengis, tóbaks eða annarra vímuefna fara ekki saman. Félagið hvetur þjálfara sína og iðkendur til að forðast öll þau efni sem dregið geta úr árangri þeirra í íþróttinni og skaðað heilsu þeirra.

Þjálfarar og eldri iðkendur eru fyrirmyndir yngri iðkenda bæði í orði og í verki, félagið hvetur þá til að standa vörð um þá miklu ábyrgð sem þeir bera gagnvart iðkendum.

Nú á tímum eru vel þekkt vandamál í þjóðfélaginu sem fylgja vímuefnaneyslu ungmenna og er svo komið að íþróttafélög verða að hafa ákveðið frumkvæði til þess að sporna við þessari þróun. Ljóst er að freisting-arnar eru margar og auðvelt fyrir ómótaðan einstakling að falla fyrir þeim. Í þessu sambandi hefur Umf. Selfoss sett sér ákveðna vímuvarnarstefnu til að fylgja eftir.

 

9.1.2 Neysla áfengis, tóbaks og annarra vímuefna

 

Félagið er andvígt allri neyslu áfengis, tóbaks og annarra vímuefna allra iðkenda, þjálfara, fararstjóra og annarra félagsmanna eða aðila sem koma að íþróttastarfi á vegum félagsins. Öll neysla vímuefna hvers konar er bönnuð í tengslum við æfingar, fjölskyldumót og keppnir á vegum félagsins.

 

Áfengis- og/eða tóbaksneysla á ekki að eiga sér stað í tengslum við íþróttastarf félagsins, s.s.

 • áfengissala í tengslum við íþróttakeppnir
 • áfengisneysla í lokahófum
 • reykingar og munntóbaksneysla á íþróttasvæðum
 • áfengis- eða tóbaksauglýsingar á eða við velli eða á búningum

 

9.1.3 Viðbrögð félagsins við neyslu iðkenda

 

Félagið mun bregðast sérstaklega við allri vímuefnaneyslu iðkenda undir 20 ára aldri. Þá verða foreldrar félagsmanna undir 18 ára aldri undantekningarlaust látnir vita af slíkri neyslu. Kvikni grunur um neyslu ólöglegra vímuefna skulu þjálfarar hafa samráð við fagaðila, þar með talið lögreglu, um viðbrögð við slíkum málum.

 

Varðandi viðbrögð við vímuefna- og tóbaksneyslu þeirra sem eru sjálfráða mun félagið bregðast við neyslu sem er brot á reglum félagsins sbr. 2. tölulið og neyslu sem hefur áhrif á ástundun, frammistöðu og ímynd félagsins.

 

 

Viðbrögð félagsins við brotum á reglum þessum verða í formi tilmæla og ábendinga. Skili viðbrögð ekki árangri getur komið til tímabundins banns frá æfingum og/eða keppni. Viðbrögð félagsins skulu miðast við að aðstoða iðkandann við að laga sig að reglunum og að hann fái færi á að halda áfram starfi innan félagsins.

 

Félagið mælir ekki með iðkendum í landslið hafi þeir orðið uppvísir að neyslu ólöglegra vímuefna.

 

9.1.4 Hlutverk og ábyrgð þjálfara

 

 • Þjálfarar skulu vinna eftir vímuvarnarstefnu félagsins. Þar með er talið að bregðast við vímu-efnaneyslu iðkenda á viðeigandi hátt.
 • Félagið mun sjá þjálfurum fyrir fræðsluefni um áhrif vímuefnaneyslu á árangur í íþróttum sem þjálfarar miðla síðan áfram til iðkenda.
 • Þjálfarar skulu framfylgja stefnu félagsins varðandi samstarf foreldra og annarra aðila sem sinna málefnum barna og unglinga.
 • Þjálfarar skulu gæta þess að vera iðkendum til fyrirmyndar jafnt á æfingum og í daglegu lífi.

 

9.1.5 Samstarf við foreldra

 

 • Félagið mun upplýsa foreldra um stefnu félagsins í vímuvörnum.
 • Félagið leggur áherslu á að koma á og viðhalda góðu samstarfi við foreldra iðkenda með fræðslu um áhrif áfengis, tóbaks og annarra vímuefna á árangur í íþróttum, auk fræðslu til foreldra um þjálfun og æskilegt mataræði íþróttafólks.
 • Félagið mun starfa náið með fagfólki í vímuvörnum og hafa samráð við foreldra þurfi að taka á neysluvandamáli iðkenda undir sjálfræðisaldri.

 

9.1.6 Samstarf við aðra aðila sem sinna málefnum barna og unglinga

 

 • Félagið mun hafa náið samstarf við þá aðila sem sinna tómstundastarfi barna og unglinga.
 • Félagið mun hafa náið samstarf við fagaðila sem sinna börnum og unglingum, fá frá þeim fræðsluefni og hafa samráð um einstaklinga í áhættuhópi.

 

9.2 Hollir lífshættir

 

Árangur í íþróttum byggir ekki aðeins á góðri þjálfun heldur einnig góðum og heilbrigðum lífsháttum. Næg hvíld og svefn, hollt mataræði, reglulegar máltíðir og næg vatnsdrykkja skipta máli til að ná þeim árangri sem stefnt er að. Á æfingum benda þjálfarar á mikilvægi þessara þátta og hvetja iðkendur til að temja sér hollt mataræði, neyta reglulegra máltíða auk nægrar vatnsdrykkju. Einnig er bent á mikilvægi svefns, en meðalsvefnþörf fullorðinna er talin um 7,5 klst. Börn og unglingar þurfa meiri svefn en full-orðnir. Besti mælikvarðinn á góðan svefn er að vakna úthvíldur og líða vel yfir daginn. Mikilvægt er að allir gefi sér tíma til nægrar hvíldar og leggja þjálfarar áherslu á það. Þjálfarar skulu hvetja börn til að ganga eða hjóla á æfingar í stað keyrslu og vera þeim góð fyrirmynd þar. Þjálfarar reyna að koma í veg fyrir þá þætti sem dregið geta úr heilbrigði og ber að varast, nokkrir þessara þátta verða taldir hér upp:

 

9.2.1 Álagsmeiðsli

 

Álagsmeiðsli eru algegn í íþróttum og lýsa sé sem bólgur í vöðvum, sinum eða sinafestingum. Álagsmeiðsli myndast vegna þess að iðkandi æfir á meira álagi en líkami hans þolir og það leiðir til vefjaskaða, bólgu og sársauka. Þannig getur myndast vítahringur semerfitt er að losna úr. Til að varast álagsmeiðsi er mikil-vægt að vera í fgóðri grunnþjálfun, leggja áherslu á góða upphitun og ein allra besta leiðin til að fyrir-byggja álagsmeiðsl er liðleikaþjálfun eða teygjur. Rétt uppbygging æfinga minnkar einnig hættu á álagas-meiðslum.

 

 

 

9.2.2 Offita

 

Offita barna og unglinga er vaxandi vandamál á Íslandi. Offita á barns- og unglingsárum leiðir oft til offitu á fullorðinsaldri og er ávísun á fjölmörg heilsufarsvandamál svo sem háþrýsing, sýkursýki, blóðfituraskanir ásamt óeðlilegu álagi á bein og liðamót auk sálrænna kvilla. Mikilvægur fyrirbyggjandi þáttur gegn offitu er hreyfing. Þjálfarar hafa samráð við yfirþjálfara ef þeir telja ástæðu til að bregðast við aðstæðum iðkenda sem draga úr heilbrigði. Þjálfari er hvattur til að ræða málin við iðkenda ásamt yfirþjálfara. Þjálfari og yfirþjálfari eru hvattir til að bregðast við aðstæðum sem þeir telja alvarlegar með því að hafa samband við foreldra/forráðamenn iðkenda.

 

9.2.3 Átröskun

 

Átröskun er alvarlegur sálrænn sjúkdómur sm getur valdið heilsutjóni. Átröskun er algengari meðal íþróttafólks en annarra og þá einkum í íþróttum þar sem líkamsvöxtur skiptir máli, t.d. í fimleikum, dansi og listdansi á skautum. Þjálfarar hafa samband við yfirþjálfara ef þeir telja ástæðu til að bregðast við aðstæðum iðkenda.

 

9.3 Vinátta, virðing og samskipti

 

Hjá knattspyrnudeild Umf. Selfoss er lögð áhersla á vináttu, gangkvæma virðingu og góð samskipti. Einelti er ekki liðið. Mikilvægt er að iðkendum finnist knattspyrna skemmtileg og að þeim líði vel. Einnig er mikil-vægt að þjálfarar hvetji iðkendur með jákvæðum hætti og að iðkendur hrósi hvor öðrum þegar vel er gert. Með félagsstarfi er stefna deildarinnar að byggja upp jákvæðan félagsanda, stuðla að vináttu og efla liðsanda auk þess að iðkendur hafi gaman af líðandi stund. Mikilvægt er að gagnkvæm virðing einkenni öll samskipti innan deildarinnar, hvort sem um er að ræða samskipti milli eða innan stjórnar, þjálfara, iðkenda, foreldra/forráðamann iðkenda, styrktaraðila eða aðra samstarfsaðila.

 

9.3.1 Einelti

 

Einelti er síendurtekið ofbeldi þar sem einn eða fleiri níðast á eða ráðast ítrekað á einhvern einstakling. Ofbeldið getur verið félagslegt, líkamlegt, efnislegt eða andlegt.


Félagslegt einelti:

Einstaklingur er skilinn útundan. Einstaklingi er strítt, gert lítið úr honum eða gerðar særandi athuga-semdir (svipbrigði, andvörp, eftirherma o.fl.)

 

Líkamlegt einelti:

Einstaklingi er hrint, sparkað í hann, hann hárreittur, klipinn o.s.frv. Einstaklingi haldið föstum eða lokaður inni.


Efnislegt einelti:

Eigur viðkomandi (t.d. íþróttaföt, taska, skór eða föt) eru ítrekað eyðilagðar, faldar eða teknar.


Andlegt einelti:

Einstaklingur er þvingaður til að gera eitthvað sem stríðir gegn réttlætiskennd hans (t.d. girt niður um hann, hann þvingaður til að eyðileggja eigur annarra). Einstaklingur fær neikvæð SMS boð og hótanir.

 

Ef grunur um einelti vaknar:

 • Skal tilkynna það strax til þjálfara eða yfirþjálfara.
 • Yfirþjálfari og þjálfarar þolanda og gerenda fara yfir hvernig eineltið birtist og hvað sé til ráða.
 • Samband er haft við foreldra/forráðamenn þolenda og gerenda.
 • Þjálfari ræðir við allan hópinn um mikilvægi góðra samskipta. Hópurinn setur sér reglur um samskipti sem verða einhvers konar samningur um samskipti milli iðkenda.
 • Ef ekki tekst að stöðva eineltið þarf að kalla eftir aðstoð frá fagaðilum.

 

Þjálfarar skulu sérstaklega gæta þess að tryggja viðhlítandi aga og koma í veg fyrir einelti. Í því skyni skal þjálfari eða staðgengill hans vera mættur tímanlega á æfingar og fylgja sínum hóp til búningsklefa og vera til staðar meðan iðkendur hafa fataskipti ef því verður við komið.

 

 

Þjálfarar reyna að koma í veg fyrir alla þá þætti sem dregið geta úr vináttu, virðingu og góðum samskipt-um og ber að varast. Þjálfarar hafa samráð við yfirþjálfara ef þeir telja ástæðu til að bregðast við aðstæð-um iðkenda sem draga úr vináttu, virðingu og góðum samskiptum. Þjálfari er hvattur til að ræða málin við iðkenda ásamt yfirþjálfara. Þjálfari og yfirþjálfari eru hvattir til að bregðast við aðstæðum sem þeir telja alvarlegar með því að hafa samband við foreldra/forráðamenn iðkenda.

 

Ef foreldrar/forráðamenn verða varir við einelti utan æfinga sem gæti haft áhrif á eða teygt sig þar inn eru þeir hvattir til að láta þjálfara vita til að þeir átti sig fyrr á því sem gæti verið að gerast og til að hægt sé koma í veg fyrir eða að taka strax á einelti ef það kemur upp.

 

9.3.2 Kynferðislegt ofbeldi

 

Félagið vil sporna við því í hvívetna að kynferðislegt ofbeldi geti átt sér stað innan félagsins eða í tengslum við starfsemi þess. Félagið mun hafa þetta m.a. í huga í tengslum við fræðslumál. Félagið mun í því skyni uppfræða starfsfólk um hugsanleg merki um kynferðislegt ofbeldi ásamt því að uppfræða um það hvernig hægt er að komast hjá því að slíkt eigi sér stað sem og að bregðast við því ef upp kemur.

 

Sjá einnig á isi.is

 

9.4 Fræðslustefna um forvarnir gegn lyfjamisnotkun

 

Unglingaráð knattspyrnudeildar Umf. Selfoss skipuleggur fræðslu um forvarnir gegn lyfjamisnotkun. Aðalþjálfarar í 3. og 4. flokki skulu á hverju ári fræða iðkendur um forvarnir gegn lyfjamisnotkun. Við fræðslu þessa skal nota kennsluefni sem er að finna á vef UEFA.

 

Nota skal þessa slóð:

http://elearning.uefa.com/localcourse.htm?CoursePathParam=en&CourseName=AD


 1. Jafnréttismál

 

10.1 Stefna knattspyrnudeildar

 

Stefnu knattspyrnudeildar í jafnréttismálum má finna á

https://www.selfoss.net/forsida/um-felagid/jafnrettisaaetlun-umf-selfoss/

 

 1. Siðareglur

 

10.1 Stefna knattspyrnudeildar

 

Siðareglur knattspyrnudeildar má finna á

https://www.selfoss.net/forsida/um-felagid/sidareglur-umf-selfoss/

 

 1. Persónuverndarstefna

 

10.1 Stefna knattspyrnudeildar

 

Persónuverndarstefnu knattspyrnudeildar má finna á

https://www.selfoss.net/forsida/um-felagid/
13. Umhverfismál og umgengni

 

13.1 Stefna knattspyrnudeildar

 

Í nútímasamfélagi er lögð rík áhersla á umhverfismál. Mikilvægt er því að ungmenna- og íþróttafélög gangi á undan með góðu fordæmi og sinni þessum málum af alúð. Knattspyrnudeild Umf. Selfoss vill sinna þessu hlutverki sínu vel og mun hafa umhverfissjónarmið og verndun náttúrunnar að leiðarljósi. Jafnframt vill deildin að umgengni iðkenda sé ávallt til fyrirmyndar og leggur áherslu á mikilvægi góðrar fræðslu þjálfara og leiðbeinenda.

 

Deildin hefur eftirfarandi að leiðarljósi:

 • Að hvetja til sparnaðar í keyrslu og minni mengunar með því sameinast um bíla þegar sækja þarf mót eða kappleiki út fyrir bæjarfélagið.
 • Að hvetja iðkendur til að ganga eða hjóla á æfingar.
 • Að allur pappír sé að öllu jöfnu losaður á séstakar losunarstöðvar.
 • Að ruslafötur séu settar upp á æfinga- og keppnissvæðum.
 • Að áhorfendur og iðkendur séu upplýstir um staðsetningu ruslafatna.
 • Að tiltekt fari fram á svæði eftir æfingar/keppnir eða aðra viðburði á vegum deildarinnar.
 • Að forðast sé að nota ónauðsynlegar pakkningar.
 • Að hvetja til notkunar á margnota drykkjarbrúsum frekar en ein einnota.
 • Að endurnýtanleg ílát séu flokkuð frá öðru sorpi.
 • Að íþróttasvæðið sé reyklaust.
 • Að börn og unglingar séu hvött til að drekka vatn.
 • Að hugsað sé fyrir að aðgengi fyrir fatlaða.

 

13.2 Umgengni í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss

 

Tíbrá er félagsheimili Umf. Selfoss og þar eiga allar deildir félagsins skáp sem þær geta geymt gögn. Einnig á hver deild sitt pósthólf. Stjórn deildarinnar, nefndir og ráð funda í Tíbrá, þjálfarar og foreldraráð geta fundað þar og einnig má nýta húsið undir aðra viðburði á vegum deildarinnar.

 

Tíbrá er sameign okkar allra og eru allir félagar í deildinni beðnir um að ganga þar um af virðingu og umhyggju eins og um þeirra eigin heimili væri að ræða. Jafnframt skulu eftirfarandi reglur um umgengni virtar:

 

 • Bóka skal alla fundi eða viðburði í dagbók Tíbrár.
 • Fara alltaf úr útiskóm í forstofu.
 • Skila skal Tíbrá, þ.m.t. eldhúsi, í sama ásigkomulagi og það var í þegar komið var að því.
 • Raða borðum og stólum.
 • Setja óhreint leirtau í uppþvottavél og ganga frá hreinu leirtaui og borðbúnaði á rétta staði.
 • Taka saman allt rusl.
 • Þrífa borð og sópa gólf ef þarf.
 • Loka gluggum og hurðum.
 • Slökkva ljós og á öllum tækjum fyrir brottför.
 • Setja öryggiskerfi á þegar fari er út úr húsinu.
 • Læsa útidyrahurð.
 • Ef tjón verður á húsinu eða munum skal það tilkynnt til framkvæmdastjóra Umf. Selfoss.

 

Reykingar og neysla áfengis eru með öllu óheimilar í húsinu, sem og á íþróttasvæðinu öllu.

 

 

 

Viðaukar

 

Viðauki I. Lög Ungmennafélags Selfoss

 

 1. kafli
  Um Umf. Selfoss
 2. grein.
  Félagið heitir Ungmennafélag Selfoss, skammstafað Umf. Selfoss og hefur aðsetur sitt á Selfossi í Sveitarfélaginu Árborg á Suðurlandi.
 3. grein.
  Merki félagsins er skjaldarmerki með breiðum útjöðrum í vínrauðum og hvítum lit. Innan í koma orðin UMF Selfoss, 1936.
 4. grein.
  Keppnisbúningur og æfingabúningur félagsins skal vera í vínrauðum og hvítum aðallitum með hvítri áletrun og merki félagsins í vinstri barmi.
  Félagsgalli skal vera með vínrauðum aðallit og merki félagsins í vinstri barmi.
  Hverri deild innan félagsins er heimilt að útfæra ofangreinda aðalliti á keppnisbúningum að eigin vild, en þó fá staðfestingu aðalstjórnar. Deildum er heimilt að útfæra æfingafatnað að eigin vild, en þó fá samþykki aðalstjórnar. Heimilt er hverri deild að setja á aðra búninga en keppnisbúninga, táknmerki viðkomandi deildar og stofnár.
 5. kafli
  Markmið Umf. Selfoss
 6. grein.
  Markmið félagsins eru:
  a. Að auka áhuga á íþróttaiðkun og líkamsrækt.
  b. Að standa fyrir öflugu og faglegu íþrótta- og félagsstarfi, sérstaklega meðal barna og unglinga.
  c. Efla keppnis- og afreksíþróttir.
  d. Að vinna gegn tóbaksreykingum, neyslu áfengis og annarra skaðnautna.
  e. Að vinna að markmiðum og stefnuskrá Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Ungmennafélags Íslands með kjörorðunum „ÍSLANDI ALLT“.
 7. grein.
  Umf. Selfoss er aðili að Héraðssambandinu Skarphéðni (HSK), sem er aðili að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ).
 8. kafli
  Félagar
 9. grein.
  Félagið er myndað af einstaklingum sem mynda deildir um iðkun viðurkenndrar íþróttagreinar eða annarrar starfsemi sem samrýmist markmiðum ungmenna- og íþróttafélagshreyfingarinnar og hafa sameiginlega aðalstjórn, sem er æðsti aðili félagsins milli aðalfunda.
 10. grein.
  Félagi getur hver sá orðið sem æskir þess og greiðir árgjald. Heimilt er að skrá sig í fleiri en eina deild. Hægt er að gerast félagi í Umf. Selfoss án þess að ganga í deild innan félagsins og skulu þeir einstaklingar heyra undir aðalstjórn. Félagar skuldbinda sig til að fara að lögum félagsins, hlíta keppnisreglum og vera félaginu til sóma hvarvetna sem þeir koma fram á vegum eða fyrir hönd félagsins. Aðalstjórn er heimilt að víkja félaga úr félaginu hafi hann brotið gegn lögum félagsins eða álíti hún framkomu hans eða gjörðir að öðru leyti vítaverðar.
 11. grein.
  Heimilt er að afla styrktarfélaga sem hafa öll sömu réttindi og aðrir félagar. Ákveða skal félagsgjald styrktarfélaga til deilda á aðalfundi viðkomandi deildar en til aðalstjórnar á aðalfundi Umf. Selfoss.
 12. grein.
  Árgjald félaga skal vera það sama hjá öllum deildum og ákveðið á aðalfundi Umf. Selfoss.
 13. kafli
  Deildir
 14. grein.
  Deildir skulu standa fyrir iðkun og eftir atvikum æfingum og keppni í viðurkenndum íþróttagreinum skv. skilgreiningu ÍSÍ eða annarri starfsemi sem samrýmist markmiðum íþrótta og ungmennafélaganna. Framkvæmdastjórn skal halda sérstaka skrá yfir þær deildir sem starfandi eru innan félagsins hverju sinni. Skráin skal staðfest á aðalfundi. Til þess að deild teljist starfhæf skulu að jafnaði a.m.k. 20 félagar viðkomandi deildar hafa greitt félagsgjöld.

Komi fram skrifleg umsókn frá a.m.k. 20 sjálfráða einstaklingum um stofnun nýrrar deildar innan félagsins, skal aðalstjórn félagsins standa fyrir stofnfundi nýrrar deildar samkv. 13. gr. laga félagsins og leggja síðan fyrir næsta aðalfund félagsins til samþykktar. Aðalstjórn getur þó veitt nýrri deild bráðabirgðaraðild fram að næsta aðalfundi.

 1. grein.
  Hver deild innan félagsins hefur sér stjórn og fjárhag. Stjórn hverrar deildar félagsins skal skipuð þrem til sjö mönnum; formanni, gjaldkera og ritara sem kjörnir eru sérstaklega á aðalfundi viðkomandi deildar og allt að fjórum meðstjórnendum. Deildarstjórn ákveður verkaskiptingu meðstjórnenda á fyrsta stjórnarfundi. Kjörtímabil deildarstjórna er á milli aðalfunda viðkomandi deilda. Skylt er að halda stjórnarfundi reglulega. Halda skal sérstaka gjörðabók um stjórnarfundi og senda afrit fundargerða til framkvæmdastjórnar.

Heimilt er að stofna unglingaráð innan deilda sem skal sérstaklega sjá um og vinna að eflingu starfsins hjá börnum og unglingum. Unglingaráð starfar á vegum stjórnar deildarinnar og skal kosið í það á aðalfundi deildar eða skipun þess staðfest á aðalfundi. Deildirnar skulu setja sér nánari reglur um skipun, starfshætti og starfsemi unglingaráðs. Halda skal fjárhag unglingaráðs aðskildum frá öðrum fjárhag deildarinnar en áætlanir og ákvarðanir um fjáraflanir og ráðstöfun fjármuna skulu hljóta samþykki deildarstjórnar, og lúta að öllu leyti sömu skilmálum og gilda um fjármál deilda, sbr. m.a. ákvæði 13. greinar laga þessara.

 1. grein.
  Stjórnir deilda skulu framfylgja samþykktum aðalfunda deilda og ráða daglegum rekstri þeirra, þar á meðal ráða þjálfara og ákveða laun þeirra. Hver deild skal halda nákvæmt félaga- og iðkendatal samkvæmt lögum og reglum UMFÍ og ÍSÍ. Hver deild skal skila aðalstjórn félagatali sínu fyrir 30. janúar ár hvert.

Rekstur deilda skal vera hallalaus á hverju ári. Aðalstjórn skal setja verklagsreglur um fjárreiður og bókhald félagsins og deilda þess og skal framkvæmdastjórn hafa eftirlit með því að þeim sé fylgt. Aðalfundur deildar skal samþykkja fjárhagsáætlun sem þarf að fá staðfestingu aðalfundar félagsins til að öðlast gildi. Deildum er óheimilt að stofna til fjárskuldbindinga umfram fjárhagsáætlun nema með samþykki framkvæmdastjórnar.

Hver deild aflar fjár til sinnar starfsemi og hefur tekjur af:
a. Árgjöldum deildar.
b. Æfingagjöldum.
c. Styrktarfélagsgjöldum.
d. Ágóða af íþróttamótum viðkomandi deildar.
e. Lottótekjum skv. skiptareglum og öðru fjármagni til skipta.
f. Öðrum tekjuöflunarleiðum sem ekki rekast á við starf annarra deilda.

Deildarstjórn skal halda skýrslu um starf deildarinnar sem lögð skal fyrir aðalfund deildarinnar og afhent aðalstjórn til birtingar í ársskýrslu félagsins.

 1. grein.
  Aðalfundir deilda félagsins skulu vera haldnir eigi síðar en 31. mars fyrir liðið starfsár.
  Knattspyrnudeild skal þó heimilt að halda aðalfund á starfsárinu, eftir lok keppnistímabils að hausti, en þó eigi síðar en 15. nóvember og skal þá leggja fram níu mánaða milliuppgjör. Knattspyrnudeild er samt sem áður skylt að leggja fram endurskoðaðan ársreikning a.m.k. tveimur vikum fyrir aðalfund félagsins.

Atkvæðisrétt á aðalfundi deildar hafa allir félagar deildarinnar, enda hafi þeir greitt öll lögboðin gjöld. Kjörgengir eru þó aðeins félagar deildarinnar sem náð hafa 15 ára aldri, nema til formanns og gjaldkera verða þeir að vera 18 ára. Til aðalfundar deilda skal boða með viku fyrirvara með auglýsingu í staðarblöðum og er hann löglegur sé löglega til hans boðað. Stjórn skal leggja fyrir aðalfund fjölfaldaða ársskýrslu, ársreikninga og fjárhagsáætlun.

Dagskrá aðalfunda deilda skal vera sem hér segir:
1. Formaður deildarinnar setur fundinn.
2. Kosinn fundarstjóri.
3. Kosinn fundarritari.
4. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram til samþykktar.
5. Formaður leggur fram ársskýrslu deildarinnar
6. Gjaldkeri leggur fram og útskýrir endurskoðaða reikninga, sem síðan eru bornir undir atkvæði.
7. Gjaldkeri leggur fram fjárhagsáætlun til afgreiðslu.
8. Stjórnarkjör:
a. Kosinn formaður.
b. Kosinn gjaldkeri.
c. Kosinn ritari.
d. Kosnir meðstjórnendur, eftir ákvörðun fundarins.
9. Önnur mál.

Á aðalfundi deilda ræður meirihluti atkvæða úrslitum allra mála. Kosning deildarstjórna skal vera skrifleg, ef þurfa þykir. Ef atkvæði eru jöfn skal kosið bundinni kosningu og fáist enn ekki úrslit skal hlutkesti ráða.

 1. grein.
  Vanræki einhver deild að halda aðalfund á tilsettum tíma, skal framkvæmdastjórn félagsins boða til fundarins og sjá um framkvæmd hans.
 2. kafli
  Aðalfundur Umf. Selfoss
 3. grein.
  Aðalfundur Umf. Selfoss fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal halda eigi síðar en 30. apríl ár hvert. Til aðalfundar skal boða með bréfi til stjórna allra deilda félagsins og auglýsingu í staðarblöðum með tveggja vikna fyrirvara og er hann löglegur ef löglega er til hans boðað. Allir félagar 16 ára og eldri hafa kjörgengi til aðalfundar og 18 ára og eldri til stjórnarstarfa í aðalstjórn. Allir félagar hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum félagsins og deilda þess. Aðalstjórn skal leggja fyrir aðalfund fjölfaldaða ársskýrslu félagsins, ársreikninga og fjárhagsáætlun næsta árs.

Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa eftirtaldir félagar:
1. Framkvæmdastjórn félagsins.
2. Formenn allra deilda félagsins.
3. Gjaldkerar allra deilda félagsins.
4. Auk þess samtals 30 fulltrúar deilda, sem kosnir eru á aðalfundi þeirra eða stjórn tilnefnir skv. ákvörðun aðalfundar deildarinnar, í réttu hlutfalli við iðkendur hverrar deildar á aldrinum 6-16 ára. Við ákvörðun hverjir séu iðkendur skal miðað við að iðkun sé regluleg, a.m.k. einu sinni í viku yfir tímabil sem sé að lágmarki 3 mánuðir á almanaksárinu, skv. skráningu í félagakerfi.

Hver félagi getur aðeins farið með eitt atkvæði. Hafi deild ekki haldið aðalfund eða sent fullgilt félagatal til aðalstjórnar á tilsettum tíma, eða ársreikningar deildar eru ekki samþykktir á aðalfundi hennar missa allir fulltrúar deildarinnar atkvæðisrétt á aðalfundi Umf. Selfoss.

Dagskrá aðalfundar Umf. Selfoss skal vera sem hér segir:

 1. Formaður setur fundinn.
 2. Kosinn fundarstjóri og einn til vara.
 3. Kosinn fundarritari og einn til vara.
 4. Kosin þriggja manna kjörbréfanefnd.
 5. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram til samþykktar.
 6. Formaður flytur ársskýrslu félagsins.
 7. Gjaldkeri leggur fram reikninga til samþykktar.
 8. Lagt fram álit kjörbréfanefndar.
 9. Umræður um skýrslu formanns og gjaldkera og reikningar félagsins bornir upp til samþykktar.
 10. Ávörp gesta.
 11. Tillögur lagðar fyrir fundinn.
 12. Verðlaunaafhending og lýst kjöri íþróttakarls og íþróttakonu Umf. Selfoss.
 13. Kaffihlé.
 14. Umræður og afgreiðsla tillagna.
 15.  
 16. Gjaldkeri leggur fram fjárhagsáætlun aðalstjórnar til samþykktar og deilda til staðfestingar.
 17. Ákveðin árgjöld félagsins og deilda
 18. Stjórnarkjör:
  1. Kosinn formaður.
  2. Kosinn gjaldkeri.
  3. Kosinn ritari.
  4. Kosnir tveir meðstjórnendur.
 19. Kosnir tveir skoðunarmenn og tveir til vara.
 20. Kosning í jóla- og þrettándanefnd.
 21. Önnur mál.

Heimilt er fundarstjóra að færa til dagskrárliði með samþykki fundarins.

 1. grein.
  Á aðalfundi félagsins ræður einfaldur meirihluti úrslitum mála. Kosningar skulu vera skriflegar ef þurfa þykir. Séu atkvæði jöfn skal kjósa bundinni kosningu um þá menn að nýju. Verði atkvæði þá enn jöfn skal hlutkesti ráða.
 2. grein.
  Reikningsár félagsins og deilda þess er almanaksárið.
 3. kafli.
  Aðalstjórn og framkvæmdastjórn.
 4. grein.
  Framkvæmdastjórn félagsins skipa fimm menn, formaður, gjaldkeri, ritari og tveir meðstjórnendur sem kjósa skal á aðalfundi félagsins ár hvert og mega þeir ekki einnig vera formenn deilda félagsins. Framkvæmdastjórn fer með hlutverk aðalstjórnar milli aðalstjórnarfunda.
 5. grein.
  Framkvæmdastjórn og formenn allra starfandi deilda, eða annar stjórnarmaður í forföllum fomanns, skipa aðalstjórn Umf. Selfoss. Aðalstjórn Umf. Selfoss fer með æðsta vald í málefnum félagsins milli aðalfunda. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála í aðalstjórn. Fyrsta fund aðalstjórnar skal boða innan 15 daga frá aðalfundi félagsins. Aðalstjórn skal að jafnaði funda mánaðarlega og skulu aðalstjórnarfundir tímasettir fyrir allt árið á fyrsta fundi eftir aðalfund. Halda skal sérstaka gjörðabók um aðalstjórnarfundi.
 6. grein.
  Aðalstjórn félagsins ber að framfylgja samþykktum aðalfundar, koma fram fyrir hönd félagsins, efla félagið á allan hátt og gæta hagsmuna þess í hvívetna. Hún hefur umráðarétt yfir öllum eignum félagsins og ræður starfsemi þess í aðalatriðum í samráði við deildarstjórnir. Alla sjóði félagsins skal ávaxta í banka eða sparisjóði. Kaup og sala fasteigna félagsins er bundin aðalfundarsamþykkt. Aðalstjórn tekur ákvörðun um skiptingu fjármagns sem félagið hefur aflað og staðið sameiginlega að. Heimilt er aðalstjórn og framkvæmdastjórn félagsins að skipa nefndir sem hún telur þörf á.
 7. kafli
  Heiðursviðurkenningar
 8. grein.
  Aðalfundur getur kosið heiðursfélaga Umf. Selfoss hvern þann sem unnið hefur afbragðs starf í þágu félagsins og er það æðsti heiður sem félagið veitir. Til kosningar heiðursfélaga þarf samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða á aðalfundi. Heiðursfélaga skal afhentur heiðursfélagafáni Umf. Selfoss með áletruðu nafni. Heiðursfélagar eru undanþegnir öllum gjöldum til félagsins.
 9. grein.
  Eftirtaldar viðurkenningar skulu veittar eftir ákvörðun aðalstjórnar Umf. Selfoss:
  1. Björns Blöndal bikar skal veittur þeim manni eða konu innan félagsins eða utan, sem unnið hefur félaginu vel.
  2. UMFÍ bikarinn, “deild ársins”. Bikarinn er veittur fyrir mesta félagslega starfið. Aðal- og framkvæmdastjórn er heimilt að veita merki félagsins fyrir gott starf í þágu félagsins.
 10. grein.
  Deildir félagsins velja íþróttakarl og íþróttakonu ársins hver í sinni grein, setja reglur þar um og veita verðlaun. Deildir skulu skila tilnefningum íþróttakarls og íþróttakonu Umf. Selfoss til aðalstjórnar eigi síðar en 31. desember. Með tilnefningum fylgi greinargerð um íþróttalegan árangur á árinu. Aðalstjórn félagsins skipar fimm manna valnefnd sem skal útnefna íþróttakarl Umf. Selfoss og íþróttakonu Umf. Selfoss. Hljóta þau til varðveislu farandgrip í eitt ár og að auki staðfestingargrip til eignar. Til greina koma eingöngu þeir sem tilnefndir hafa verið af deildum félagsins auk þeirra sem hafa náð framúrskarandi árangri þar sem ekki er starfandi deild.

Við valið skal tekið mið af eftirfarandi:
a) Alþjóðlegur árangur, landsárangur og árangur á héraðsvísu.
b) Íþróttakarl og íþróttakona Umf. Selfoss þurfa að hafa náð 14 ára aldri.
c) Stöðu viðkomandi íþróttagreinar.

 1. kafli
  Slit Umf. Selfoss
 2. grein.
  Ef félagið verður lagt niður verða eigur þess afhentar íþrótta- og menningarnefnd Árborgar til varðveislu.
 3. kafli
  Lagabreytingar og gildistaka
 4. grein.
  Lögum þessum má eingöngu breyta á lögmætum aðalfundi félagsins og þarf til þess 2/3 hluta greiddra atkvæða. Tillögur til breytinga á lögum félagsins skal senda aðalstjórn eigi síðar en viku fyrir aðalfund og skulu þær vera undirritaðar af flutningsmönnum. Framkvæmdastjórn skal senda stjórnum deilda tillögur til lagabreytinga til kynningar a.m.k. 4 dögum fyrir aðalfund. Heimilt er þó að taka fyrir á aðalfundi tillögur til breytinga á lögum félagsins, sem síðar koma fram, ef það er samþykkt með 2/3 hlutum greiddra atkvæða.
 5. grein.
  Lög þessi öðlast þegar gildi og eru jafnframt eldri lög félagsins úr gildi fallin.

Samþykkt á aðalfundi Umf. Selfoss hinn 10. apríl 2014.

 

 

 

 

 

Viðauki II. Bókhaldsreglur Ungmennafélags Selfoss

 

Starfsaðferðir við frágang bókhalds til skráningar.

 

 1. Bankareikningsyfirlit fyrir hvern mánuð verður að fylgja.
 2. Allar tekjur séu lagðar í banka.
 3. Allar greiðslur séu greiddar af bankareikningi, fyrir liggi reikningur fyrir því sem greitt er (ekki millifært án reiknings).
 4. Í hverjum mánuði komi yfirlit yfir æfingagjöld mánaðarins (heildarupphæð).
 5. Skýrt komi fram á innborgunum ef um æfingargjöld er að ræða.
 6. Skýrt komi fram á öðrum innborgunum hvaðan þær koma.
 7. Utanumhald á ógreiddum æfingargjöldum (hverjir skulda) er í höndum hverrar deildar.
 8. Ef um endurgreiðslu æfingagjalda er að ræða ber að merkja það skjal greinilega.
 9. Mikilvægt er að fram komi á reikningum hvar gjaldfæra á kostnaðinn, þ.e. gjaldkerar skrifi á fylgiskjölin bókhaldslykil eða skýringu.
 10. Mikilvægt er að bankayfirlit sé afstemmt og yfirfarið þannig að í gögnum séu örugglega allar færslur sem þar fara inn og út.
 11. Ef um fleiri en einn bankareikning er að ræða er mikilvægt að skýrt komi fram í möppu hvar skil eru á milli bankareikninga.
 12. Ef um launagreiðslur er að ræða þurfa öll gögn sem þeim viðkemur að fylgja bókahaldi, þannig að unnt verði að ganga frá launaframtali á réttum tíma.
 13. Allir verktakar verða að skila reikningi fyrir sínum launum svo hægt sé að bóka laun.
 14. Bókhaldsgögnum skal skila eigi síðar en hvers mánaðar og verður þá hægt að prenta út stöðuyfirlit í lok mánaðarins.
 15. Ef um frávik frá þessum reglum er að ræða þarf að fá leyfi fyrir því hjá framkvæmdastjóra Umf. Selfoss vegna kostnaðarauka við bókhald.

 

Viðauki III. Reglugerð ÍSÍ um fjárreiður o.fl.

 

 1. kafli. Almenn ákvæði
 2. gr.

Reglugerð þessi eru nánari útfærsla á gildandi bókhaldslögum, skattalögum og lögum um ársreikninga. Reglugerðin tekur til íþróttafélaga, ungmennafélaga, sérsambanda, héraðssambanda og landssamtaka og er bindandi fyrir þau með sama hætti og lög ÍSÍ. Í reglugerðinni nefnast þessir aðilar einu nafni félög.

 1. gr.

Félög skulu fylgja öllum opinberum ákvæðum um greiðslu skatta og atvinnurekendagjalda. Einnig ber félögum að afhenda skattyfirvöldum allar upplýsingar varðandi launa- og verktakagreiðslur sem farið er fram á.

 1. gr.

Aðalstjórn félags ber ábyrgð á fjármálum félagsins og einstakra deilda þess.

 1. gr.

Félögum er óheimilt að setja lottótekjur sem tryggingu fyrir skuldbindingum sínum. Einnig er félögum óheimilt að ábyrgjast lán fyrir þriðja aðila.

 1. gr.

Auk hefðbundinna bókhaldsgagna skulu félög færa félaga- og iðkendatal þar sem fram kemur nafn, heimili og kennitala viðkomandi aðila.

 1. kafli. Fjármálastjórn o.fl.
 2. gr.

Félög skulu gera fjárhagsáætlun fyrir hvert reikningsár. Í fjárhagsáætlun skal koma fram hvernig fjármunum félagsins skuli ráðstafað og hvernig þeirra skal aflað. Fjárhagsáætlun skal samþykkt á aðalfundi. Í deildarskiptum félögum skulu fjárhagsáætlanir deilda samþykktar af aðalstjórn félagsins enda ber hún ábyrð á öllum fjármálum félagsins sbr. 2. gr. Aðalstjórn ber ábyrð á því að fjárhagsáætlanir deilda séu haldnar en deildum er óheimilt að skuldbinda félagið umfram það sem samþykktar áætlanir gera ráð fyrir. Þar sem fjallað verður um stjórnir félaga í reglugerð þessari er að því er varðar deildarskipt félög átt við aðalstjórnir félaga sé ekki annað sérstaklega tekið fram.

 1. gr.

Varanlega rekstrarfjármuni og lausafé ber að varðveita á sem bestan hátt og gæta skal að því að þessar eignir séu vátryggðar með eðlilegum hætti.

 1. gr.

Áður en félag ræðst í framkvæmdir skal lögð fyrir stjórn áætlun um framkvæmdarkostnað og hvernig afla eigi fjár til að greiða fyrir framkvæmdina. Í áætluninni skal koma fram hvernig afla eigi fjár til að standa undir framkvæmdinni auk nákvæmrar kostnaðaráætlunar fyrir allt verkið. Stjórn skal fylgjast með framkvæmdum og bera reglulega saman áætlun við raunverulega áfallinn kostnað og innkomið fjármagn og endurmeta áætlunina ef þörf krefur.

 1. gr.

Lántökur félags/deildar eru háðar samþykki stjórnar. Áður en stjórn samþykkir lántöku í nafni félagsins skal hún kanna hvort félagið getur staðið við þær skuldbindingar sem felast í lántökunni. Ef lán er tekið án heimildar stjórnar ber félagið ekki ábyrð á umræddri lántöku. Gjalddaga lána skal getið í ársreikningi.

 1. gr.

Hafi meiriháttar breytingar orðið á fjárhagslegri stöðu félags á tímabilinu eftir að reikningum var lokað þar til aðalfundur fer fram skal gera grein fyrir því á viðkomandi aðalfundi.

 1. gr.

Félög skulu aðskilja í reikningum sínum fjárreiður yngri iðkenda (barna- og unglingastarf) svo og eldri iðkenda (afreksstarf og almenningsíþróttir). Við færslu bókhalds ber að aðskilja rekstur yngri flokka frá rekstri eldri flokka þannig að gera megi sérstakan rekstrarreikning fyrir hvorn hóp um sig.

III kafli. Færsla bókhalds

 1. gr.

Öll gjöld og tekjur sem tilheyra viðkomandi reikningsári skal færa á það ár. Ekki skal þó færa óinnheimt félagsgjöld eða æfingagjöld til tekna nema fyrir liggi á uppgjörsdegi að þau muni innheimtast. Nánar er fallað um færslu bók-

halds í leiðbeiningum ÍSÍ um fjárreiður íþróttahreyfingarinnar sem er fylgiskjal með reglugerð þessari sbr. 20. gr.

 1. gr.

Færslur gjalda og tekna á að staðfesta með dagsettum frumritum/fylgiskjölum, þar sem allar nauðsynlegar upplýs-ingar koma fram. Formaður félags/deildar skal staðfesta fylgiskjalið eða sá sem til þess hefur umboð.

 1. gr.

Bókhald og fylgiskjöl skal varðveita á aðgengilegan og öruggan hátt í minnsta kosti sjö ár.

 1. gr.

Gjaldkeri/bóhaldari á að stemma af bankareikninga mánaðarlega og færa það sem á milli ber.

 1. gr.

Ef rangt er fært vegna mistaka á fyrst að bakfæra röngu færsluna og færa síðan til bókar rétta færslu.

 1. gr.

Bókhaldsár spannar 12 mánuði. Notast má við styttri eða lengri tíma ( aldrei meira en 18 mánuði) á fyrsta starfsári félaga eða ef/þegar tímasetningu bókhaldsársins er breytt. Mælt er með því að bókhaldsár sé almanaksárið þó svo að það sé ekki bundið í reglugerð þessari.

 1. gr.

Stjórn og framkvæmdastjóri félags skulu árita ársreikninginn. Sömuleiðis skoðunarmenn og endurskoðendur eftir því sem við á samanber 32. til 35. gr. laga um bókhald nr. 145/1994 og samþykktir félags (félagslög). Ársreikningur skal lagður fram og afgreiddur á aðalfundi.

 

 1. kafli. Framsetning reikningsskila (Bókhaldslyklar)
 2. gr.

Framsetning reikningsskila (ársreiknings) skal vera samkvæmt samþykktum bókhaldslyklum ÍSÍ sem eru fylgiskjal með reglugerð þessari sbr. 20. gr. Deilarskipt félög skulu gera reikningsskil þar sem fram koma heildareignir og heildar-skuldir aðalstjórnar og allra deilda, auk sérstakra reikningsskila fyrir hverja deild.

 1. gr.

Framkvæmdastjórn ÍSÍ skal sjá til þess að á hverjum tíma séu til uppfærðar ítarlegar leiðbeiningar um færslu bók-halds o.fl. (leiðbeiningar ÍSÍ um fjárreiður íþróttahreyfingarinnar) og samræmdir bókhaldslyklar fyrir íþróttahreyf-inguna (bókhaldslyklar ÍSÍ) sem skulu vera fylgiskjöl með reglugerð þessari.

 1. gr.

Reglugerð þessi er sett með vísun til samþykktar á 66. íþróttaþingi ÍSÍ þar sem framkvæmdastjórn ÍSÍ er falið að endurskoða reglugerð um bókhald o.fl. Auk þess er hún sett með vísun til 2. mgr. 5. gr. íþróttalaga nr. 64/1998. Reglugerðin öðlast gildi frá og með 1. janúar 2003. Frá og með sama tíma fellur úr gildi reglugerð ÍSÍ um bókhald sem samþykkt var á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ 8. október

1998.

 

Samþykkt á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ 13. febrúar 2003.

 

Viðauki IV. Reglur um fjáraflanir á vegum Umf. Selfoss

 

Þar sem allar fjáraflanir og meðferð fjármuna eru á ábyrgð aðalstjórnar Umf. Selfoss og stjórnar viðkom-andi deildar er nauðsynlegt að vel sé vandað til ákvarðana um fjáraflanir, iðkendur og forráðamenn þeirra séu vel upplýstir um fyrirhugað verkefni, kostnað og áætlaðar fjáraflanir sem ætlað er að standa straum af kostnaði og skýrar reglur gildi um meðferð fjármuna.

 

Sérstaklega skal gætt að því að óheimilt er að binda fjárskuldbindingar í nafni félagsins eða deilda þess, nema fyrir liggi samþykki viðkomandi stjórnar og ef deild eða unglingaráð leggur fjármagn til verkefnisins skal vera gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun eða með sérstakri fjáröflun.

 

Óheimilt er að taka upp fjáröflun sem hefð er fyrir að annar aðili innan félagsins stundi, nema með sam-þykki hans. Þetta ákvæði á þó ekki við um sölustarfsemi til almennings, áheita sem tengjast viðkomandi íþróttagrein eða útgáfustarfsemi. Komi upp vafi hér um skal leita úrskurðar aðalstjórnar Umf. Selfoss.

 

Ofangreindu til viðbótar gilda eftirfarandi vinnureglur:

 

 1. Fjáraflanir einstakra hópa skulu vera á vegum viðkomandi foreldraráðs eða iðkenda sjálfra, ef þeir eru 18 ára eða eldri. Áður en ráðist er í fjáröflun skal viðkomandi hópur eða foreldraráð ákveða hvaða einstaklingar eru ábyrgðarmenn fjáröflunarinnar og skulu þeir koma fram fyrir hönd hópsins.
 2. Áður en ráðist er í fjáröflun á vegum félagsins eða einstakra hópa innan félagsins skal liggja fyrir samþykki viðkomandi stjórnar, þ.e. aðalstjórnar, stjórnar viðkomandi deildar eða unglingaráðs eftir því sem við á.
 3. Samhliða samþykki stjórnar deildar eða unglingaráðs skal liggja fyrir hvort og þá að hve miklu leyti deildin eða unglingaráðið leggur fjármagn til viðkomandi verkefnis, svo sem með því að kosta þjálfara og/eða fararstjóra.
 4. Allir einstaklingar sem afla fjár til starfsemi Umf. Selfoss, deilda þess, unglingaráða eða hópa skulu við fjáraflanir alltaf vera merktir félaginu og gefa upplýsingar fyrir hvern og til hvaða verkefnis fjárins er aflað.
 5. Ábyrgðarmaður fjáröflunar skal tilkynna til skrifstofu Umf. Selfoss um fyrirhugaða fjáröflun, hvers eðlis hún er og hvenær hún mun fara fram.
 6. Allir reikningar skulu skráðir á viðkomandi aðila innan Umf. Selfoss, þ.e. aðalstjórn, deild eða unglingaráð og skal gjaldkeri þess aðila hafa yfirumsjóm með meðferð fjármuna, bókhaldi og uppgjöri sem skal vera hluti af ársreikningi viðkomandi aðila.
 7. Áður en endanleg ákvörðun er tekin um verkefni og fjáröflun skal liggja fyrir skrifleg skuldbinding viðkomandi einstaklings eða forráðamanns hans um heimild til ferðarinnar og um greiðslu kostnaðar. Í slíkri skuldbind-ingu skal koma fram endanleg tímasetning og áætlaður kostnaður á hvern einstakling. Þar skal einnig koma fram ef viðvera foreldra eða annars ábyrgðarmanns er forsenda fyrir að viðkomandi iðkandi geti tekið þátt í verkefninu, og þá skuldbinding þar að lútandi.
 8. Sé um ferð að ræða skal liggja fyrir hverjir verða ábyrgðarmenn hópsins, fararstjórar, þjálfarar og aðrir sem bera ábyrgð á hópnum frá upphafi til loka ferðar.
 9. Fyrirfram skal liggja fyrir hvernig ágóða af fjáröflun verði varið, þar á meðal hvort ágóði rennur í sameigin-legan sjóð og/eða verði merktur viðkomandi einstaklingi.
 10. Meginreglan er að einstaklingar geta ekki fendið endurgreitt það sem safnast hefur þótt viðkomandi hætti við að taka þátt í þeim viðburði sem safnað er fyrir. Í slíkum tilvikum rennur fé sem merkt var viðkomandi einstaklingi í sameiginlegan sjóð. Heimilt er að gera undantekningar ef upp koma óvænt atvik, svo sem veikindi eða meiðsli sem koma í veg fyrir að viðkomandi geti tekið þátt í viðburðinum. Undantekning þessi á þá eingöngu við um þann hluta sem frá upphafi var sérmerktur viðkomandi einstakling og skal hljóta samþykki gjaldkera viðkomandi unglingaráðs, deildarstjórnar eða aðalstjórnar, eftir því sem við á.

 

Samþykkt á aðalfundi Umf. Selfoss, 17. apríl 2007.

 

 

 

 

Viðauki V. Keppnisferðalög innanlands

 

Ákvörðun um þátttöku í mótum er að öllu jöfnu í höndum þjálfara viðkomandi flokks að höfðu samráði við stjórn unglingaráðs og foreldraráð. Sé um lengri ferðir en til höfuðborgarsvæðisins að ræða skal fá sam-þykki allra aðila fyrir ferðinni.

Foreldraráð sér um alla skipulagningu ferða í samvinnu við þjálfara viðkomandi flokks. Það tilnefnir einn ábyrgðaraðila í ferðina og sér til þess að a.m.k. 1 foreldri sé með í för fyrir hverja 8 iðkendur. Sé ákveðið að fara í fjáröflun eða leita eftir stuðningi fyrirtækja skal foreldraráð hafa umsjón með henni og fara eftir reglum félagsins um fjáraflanir (sjá viðauka IV).

Þeir foreldrar sem fara með hópnum þufa að hafa vitneskju um ofnæmi eða aðrar heilsufarslega þætti sem gæta þarf að. Er það á ábyrgð foreldra/forráðamanna viðkomandi barns að koma þeim upplýsingum til fararstjóra.

 

Nauðsynlegur búnaður á mót:

 • Keppnisbúningur – treyja, stuttbuxur og sokkar (ávallt skal mæta til leiks í réttum félagsbúningi þ.e. vínrauðri treyju, hvítum stuttbuxum og hvítum sokkum).
 • Keppnisskór og annar búnaður.
 • Upphitunargalli (Selfossgalli æskilegur).
 • Íþróttataska.
 • Vatnsbrúsi.
 • Handklæði.
 • Snyrtivörur.
 • Nesti (hollt skv. ráðleggingum þjálfara eða foreldra).
 • Vasapeningar, ef ekki er tekið nesti (upphæð ákv. af foreldraráði).

 

Annar nauðsynlegur búnaður ef um gistingu er að ræða:

 • Svefnpoki og koddi.
 • Vindsæng eða dína.
 • Ferðaföt/hlífðarfatnaður.
 • Almennur aukafatnaður.

 

Kostnaður:

 • Iðkendur greiða að öllu jöfnu sjálfir allan kostnað vegna þátttöku í mótum á vegum KSÍ. Þar með talið er ferðakostnaður, fæði og gisting.
 • Ef fjáröflun er skipulögð miðast hlutur hvers við framlag hans til verkefnisins.
 • Knattspyrnudeild Umf. Selfoss greiðir ferðakostnað fyrir einn þjálfara í hverjum flokki í mót á vegum KSí. Deildin greiðir einnig þátttökugjöld á Íslandsmótum, Íslandsmóts-túrneringum og Bikarkeppni KSÍ. Þátttökugjöld á önnur mót sem ekki eru haldin af KSÍ greiða iðkendur sjálfir.

 

 

Viðauki VI. Keppnisferðalög erlendis

 

Ákvörðun um þátttöku í mótum erlendis skal tekin af þjálfara viðkomandi flokks að fengnu samþykki stjórnar unglingaráðs og viðkomandi foreldraráðs. Foreldraráð sér um alla skipulagningu, fjármögnun ferðar og heldur utan um öll fjármál. Sé ákveðið að fara í fjáröflun eða leita eftir stuðningi fyrirtækja skal foreldraráð hafa umsjón með henni og fara eftir reglum félagsins um fjáraflanir (sjá viðauka IV).

Að lágmarki tveir foreldrar skulu fara með í ferð sem fararstjórar. Almennt skal miða fjölda foreldra/farar-stjóra við að 1 sé fyrir hverja 8 iðkendur. Þeir foreldrar sem fara með hópnum þufa að hafa vitneskju um ofnæmi eða aðrar heilsufarslega þætti sem gæta þarf að. Er það á ábyrgð foreldra/forráðamanna við-komandi barns að koma þeim upplýsingum til fararstjóra.

 

Almennar reglur um keppnisferðir erlendis:

 • Til þess að fá að taka þátt í móti/keppnisferð erlendis sem farin er á vegun knattspyrnudeildar Umf. Selfoss verða allir iðkendur að hafa greitt æfingagjöld fyrir síðasta keppnistímabil ásamt því keppnistímabili sem tilheyrir ferðinni.
 • Iðkandi verður að vera búinn að stunda æfingar í a.m.k. fjóra mánuði til þess að eiga rétt á því að fara í keppnisferð erlendis.
 • Knattspyrnudeild veitir hverjum flokki styrk til keppnisferðar og er það ákvörðun stjórnar deildar-innar hverju sinni.
 • Stjórn deildarinnar skal vera með í ráðum um ráðningu fararstjóra.
 • Leikmönnum, þjálfurum, fararstjórum og umsjónarmönnum er með öllu óheimilt að nota áfengi eða önnur vímuefni á meðan þeir eru í æfinga- eða keppnisferð á vegum knattspyrnudeildar.
 • Komi upp ágreiningsmál varðandi þjálfara, fararstjóra, iðkendur, fjármál, fjármögnun eða annað sem lýtur að keppnisferðinni, skal stjórn deildarinnar skera úr.

 

Nauðsynlegur búnaður á mót:

 • Keppnisbúningur – treyja, stuttbuxur og sokkar (ávallt skal mæta til leiks í réttum félagsbúningi þ.e. vínrauðri treyju, hvítum stuttbuxum og hvítum sokkum).
 • Keppnisskór og annar búnaður.
 • Upphitunargalli (Selfossgalli æskilegur).
 • Íþróttataska.
 • Vatnsbrúsi.
 • Handklæði/Snyrtivörur.
 • Vasapeningar, ef ekki er tekið nesti (upphæð ákv. af foreldraráði).

 

Annar nauðsynlegur búnaður:

 • Svefnpoki og koddi ef um svefnpokapláss er að ræða.
 • Ferðaföt/hlífðarfatnaður/almennur aukafatnaður.

 

Kostnaður:

 • Iðkendur ásamt foreldrum/forráðamönnum fjármagna að öllu jöfnu sjálfir ferðir erlendis. Þar með talið er flugkostnaður, annar ferðakostnaður, fæði og gisting.
 • Ef fjáröflun er skipulögð miðast hlutur hvers við framlag hans til verkefnisins, sbr. reglur félagins um fjáraflanir.
 • Knattspyrnudeild getur styrkt ferðir erlendis og er það há ákvörðun stjórnar deildarinnar.

 

Aðrar upplýsingar:

 • Upplýsingar um þátttöku þ.e. þá iðkendur og fararstjóra sem fara í æfinga- eða keppnisferð erlendis þurfa að liggja fyrir tímanlega. Tilkynna þarf það með innsendum lista til stjórnar deildar-innar a.m.k. mánuði fyrir áætlaða brottför. Þar þurfa að koma fram nöfn þjálfara, fararstjóra og þátttakenda ásamt nöfnum aðstandenda, heimilisfangi, kennitölu, síma og netfangi.
 • Upplýsingar um ferðaáætlun, áfangastað, flugnúmer, brottfarartíma, komutíma, dagsetningar o.fl.
 • Huga þarf að tryggingum þátttakenda.
 • Vegabréf þurfa að vera til staðar tímanlega.
 • Upplýsingar um lyf og veikindi (astmi, ofnæmi o.fl.)
 • Aðrar heilsufarslegar upplýsingar eins og t.d. flughræðsla, svefnganga, fyrsta ferð erlendis o.s.frv.

 

Viðauki VII. Umgengnisreglur í íþróttahúsum í Árborg

 

“eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig”

Í íþróttahúsunum okkar er:

 

- Góð umgengni okkar aðalsmerki

Við göngum öll þrifalega um og berum virðingu fyrir eignum mannvirkjanna og hvers annars. Við röðum skóm upp í hillu, göngum snyrtilega frá fatnaði inni í búningsklefum, notum viðeigandi skófatnað inn í íþróttasalnum, hendum rusli í ruslafötur og erum ekki með háreysti, átök eða óþarfa hrindingar í búnings- eða baðklefum.

- Enginn iðkandi kominn inn í íþróttasal fyrr en kennari/þjálfari er mættur í salinn.

- Ekki notað tyggigúmmí né neytt áfengis, tóbaks, vímuefna eða ólöglegra lyfja.

- Ekki neytt matvæla, sælgætis eða drykkja, annars en vatns, í íþróttasal.

- Ekki tekin ábyrgð á munum sem ekki er komið í geymslu hjá starfsmanni.

- Þjálfari, í samstarfi við starfsmenn ábyrgur fyrir því að sinn hópur gangi snyrtilega um íþróttasal og búnings- og baðklefa.

- Kennari/þjálfari ábyrgur fyrir því að gengið sé vel og snyrtilega frá áhöldum á sama stað og þau voru tekin.

- Sá sem brýtur þessar reglur og veldur skemmdum, meðvitaður um að hann sé ábyrgur og verði látinn bæta allt fjárhagslegt tjón.

- Forstöðumaður ábyrgur fyrir því að sá iðkandi/hópur sem brýtur reglur þessar ítrekað verði útilokaður frá æfingum/keppni í íþróttahúsinu til lengri eða skemmri tíma.

- Starfsfólki hússins sýnd kurteisi og orðið við tilmælum þess og fyrirmælum.

 

Þessar reglur taka gildi frá og með 1. maí 2008

 

Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Árborgar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Viðauki VIII. Starfsfólk og þjálfarar

 

Stjórn knattspyrnudeildar:

 

Formaður

Jón Steindór Sveinsson

jonstv@simnet.is

823-9000

Gjaldkeri

Hjalti Þorvarðarson

 

 

Ritari

Guðjón Bjarni Hálfdánarson

 

 

Meðstjórnandi

Eiríkur Búason

 

 

Meðstjórnandi

Harpa Íshólm Ólafsdóttir

 

 

 

 

Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar:

Fannar Karvel knattspyrna@simnet.is 825-0101

 

Framkvæmdastjóri Umf. Selfoss:

Gissur Jónsson umfs@umfs.is 894-5070

 

Unglingaráð/Sjoppuráð/fjáröflunarráð

Formaðu

Gjaldkeri

Ritari

Meðstjórnandi

Meðstjórnandi

 

Meistaraflokksráðs karla:

Formaður:
Meðstjórnandi
Meðstjórnandi
Meðstjórnandi

 

Meistaraflokksráð kvenna:

Formaður
Meðstjórnandi

Meðstjórnandi

Meðstjórnandi

 

 1. flokks ráð karla:

 

 

 1. flokks ráð kvenna:

 

 

Viðauki IX. Þjálfarasamningur

SAMNINGUR

 

Knattspyrnudeild Selfoss kt. 690390-2569, hér eftir nefnt Selfoss og --------------------, hér eftir nefndur þjálfari, gera með sér svohljóðandi samning sem gildir frá 1 okt 201X til 30 sept 201X.

 

 

 

 1. gr.

Þjálfari tekur að sér að vera þjálfari hjá Selfoss. Nánari skilgreining á því starfi er í viðauka 1.

 

 

 1. gr.

Þjálfari skal skipuleggja starf sitt og þjálfunaraðferðir í samráði við yfirþjálfara. Þjálfari skal fylgja þeirri stefnumörkun sem þessir aðilar setja á hverjum tíma.

 

 

 1. gr.

Almennar starfsskyldur þjálfara fela í sér að hann skuli:

 • Kenna þau atriði sem skilgreind eru í námsskrá[1]
 • Útvega þau verkefni sem skilgreind eru í námsskrá flokksins.
 • Sinna öllum leikmönnum flokksins jafnt.
 • Halda mætingalista fyrir leikmenn.
 • Skila æfingaáætlun fyrir hvern mánuð.
 • Gagnrýni ekki starfsmenn eða þá sem koma að félaginu við aðra en framkvæmdastjóra eða unglingaráð.
 • Leggja sig fram við að halda iðkendum og fjölga þeim.
 • Skipa í foreldraráð fyrir 30. október ár hvert.
 • Tilkynna allt sem skiptir máli tímanlega á vefsíðu flokksins.
 • Skrifa stutta pistla á vefsíðu flokksins eftir leiki/mót.
 • Sjá um að skipuleggja ferðamál í samráði við foreldraráð og framkvæmdastjóra.
 • Muna ávallt að þjálfari er kennari.
 • Skila inn nafnalista til unglingaraðs hvern manuð

 

 

 

 1. gr.

Selfoss skal sjá til þess að nauðsynleg áhöld til knattspyrnuþjálfunar standi þjálfara til boða, en jafnframt skal þjálfarinn bera ábyrgð á þeim.

 

 

 

 1. gr.

Þjálfarinn skal tilkynna umsjónarmanni búninga með hæfilegum fyrirvara um fyrirhugaða keppni og þann fjölda keppnisbúninga sem nauðsynlegur er. Hann ber ábyrgð á að þeim sé skilað að lokinni notkun.

 

 1. gr.

Þjálfarinn skal haga æfingatímum í samráði við yfirþjálfara og umsjónarmann knattspyrnuvalla. Í lok tímabilsins skal þjálfarinn skila skriflegri skýrslu um starfið til unglingaráðs.

 

 

 

 1. gr.

Selfoss útvegar þjálfara fatnað til þessa að koma fram undir merkjum félagsins við ýmis tækifæri. Þjálfara ber að skila fatnaði er hann hættir störfum.

 

 

 

 1. gr.

Selfoss stefnir að því að flestar æfingar flokka fari fram á virkum dögum. Þjálfari ætti því að vera í fríi að mestu um helgar nema þegar mót standa yfir.

Selfoss stendur fyrir jólafríi (20.des-3.jan), páskafríi (skírdagur-3. í páskum), sumarfríi (miðvikudag fyrir versló – þriðjudags eftir versló) nema sérstök verkefni flokks kalli á æfingar á þessum tímabilum. Þjálfari er því í fríi á þessu tímabilum.

 

 

 1. gr.

Uppsagnarfrestur að beggja hálfu skal vera 2 mánuðir. Að öðrum kosti rennur samningurinn út 30 Sept 201X.

 

 

 

 1. gr.

Samhliða þessum samningi skal undirritaður viðauki er skilgreinir starfssvið og launakjör þjálfara. Möguleiki er á að viðaukasamningurinn breytist á tímabilinu sé um það samkomulag.

 

 

Selfossi _______________________

 

 

_________________________ _______________________

F.h. Knattspyrnudeildar Selfoss Þjálfari

 

 

 

 

 

Viðauki X. Viðaukasamningur

 

Knattspyrnudeild Selfoss kt. 690390-2569, hér eftir nefnt Selfoss og, hér eftir nefndur þjálfari----------------, gera með sér eftirfarandi viðaukasamning:

 

Viðauki 1 – Starfshlutverk

 

1) Þjálfari sér um þjálfun x flokk kvenna og x flokk karla. Í þjálfun felst að þjálfari sér um og stjórnar öllum æfingum flokksins og fylgir honum og stjórnar í öllum keppnum sem flokkurinn tekur þátt í á vegum Selfoss. Þjálfari skal ávalt vera mættur 15 mínútum áður en hann boðar leikmenn sína.

Ef þjálfari forfallast eða kemst ekki á æfingu er það hans hlutverk að fá annan í sinn stað.

 

 

2) Vinna við framkvæmd Set móts 201X

 

3) Aðstoða við aðrar fjáraflanir eftir sem því er við komið.

 

4) Þjálfari skal mæta á þá fundi og aðra viðburði sem yfirþjálfari boðar til.

Viðauki 2 – Laun og hlunnindi

 

 • Fyrir framangreint tímabil greiðir Selfoss þjálfaranum kr. ------------ kr á mánuði, sem eru laun, dagpeninga og aksturspeninga.

 

 

Um er að ræða jafnaðarkaup pr. mánuð allt tímabilið, en gert er ráð fyrir meiri vinnu að sumri til en að vetri til. Greiðslur fara fram 1. virkan dag næsta mánaðar.

 

 • Þjalfari skal skila inn reikningi fyrir launum hver manaðarmot.
 • Þjalfara ber að eiga sitt reikningshefti og skila reikningum inn i rettri röð miðað við numer reikninga
 • Dagpeningar eru hluti af kostnaði iðkenda við mótin og legst ofan á mótakostnað.

 

 

Selfossi _________________________

 

 

________________________ ______________________________ F.h. Knattspyrnudeildar Selfoss Þjálfari

 

 

 

 

Viðauki XI. Starf framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar

 

Mótamál

Framkvæmdastjóri unglingaráðs ber ábyrgð á og heldur utan um öll mót og leiki sem yngri flokkar knatt-spyrnudeildar Selfoss sendir lið á. Um er að ræða mót á vegum KSÍ og HSK, auk margra opinna móta sem deildin sendir lið á. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á undirbúningi fyrir alla heimaleiki, m.a. að útvega dómara, línuverði og þess háttar. Varðandi ferðir á útileiki þá kemur framkvæmdastjóri að skipulagningu á þeim. Auk þess sér framkvæmdastjóri um öll félagsskipti og leikbreytingar.

Olísmót

Olísmótið markar stóran sess í starfi knattspyrnudeildar. Að mótinu standa fjölmargir aðilar og tengir framkvæmdastjóri allt þetta fólk saman, auk þess sem hann sér um skipulagningu mótsins.

 

Búnaður

Framkvæmdastjóri sér um að allur nauðsynlegur búnaður sé til staðar fyrir iðkendur og þjálfara (t.d. keilur, boltar, vesti, búningar, brúsar o.fl.) Nauðsynlegt er að halda vel utan um þessa hluti svo að borin sé virðing fyrir þeim. Auk þess sér hann um að panta inn þegar vantar.

 

Æfingagjöld

Framkvæmdastjóri sér um að kynna fyrir foreldrum greiðslumöguleika á æfingagjöldum og heldur utan um að allir iðkendur greiði æfingagjöld.

 

Heimasíða

Heimasíða knattspyrnudeildar er mikilvægur upplýsingamiðill fyrir iðkendur deildarinnar. Framkvæmda-stjóri sér um að hún sé uppfærð reglulega og að allar nauðsynlegar upplýsingar og skilaboð komi fram á henni.

 

Tengiliður

Mikilvægur hluti starfs framkvæmdastjóra er að tengja aðila innan deildarinnar saman. Segja má að hann sé tengiliður iðkendur, þjálfara, foreldraráða, unglingaráðs og foreldra með því að hafa yfirsýn yfir alla þessa aðila og skýra fyrir þeim hlutverk sitt.

 

Fótboltaskóli

Framkvæmdastjóri sér um skipulagningu sumarfótboltaskóla deildarinnar.

 

"Ofur" fótboltaskóli

"Ofur" fótboltaskóli var nýjung sem knattspyrnudeild kom á fót og hefur starfrækt s.l. tvö sumur. Fengnir voru þrír þjálfarar frá enskum atvinnumannaliðum til að leiðbeina á stuttu námskeiði. Framkvæmdastjóri sér um allt sem tilheyrir þessum viðburð þar á meðal undirbúning, kynningu og aðstoð við dvöl ensku þjálfarana hér á landi.

 

Rekstur

Stór hluti að starfi framkvæmdastjóra er að rekstur unglingaráðs og að halda honum gangandi. Fram-kvæmdastjóri gerir fjárhagsáætlanir, leggur þær fyrir unglingaráð og vinnur síðan eftir þeim þegar búið er að samþykkja þær. Auk þess sér framkvæmdastjóri um greiðslu reikninga í samvinnu við gjaldkera deild-arinnar og unglingaráðs ásamt því að halda sama öllum fylgiskjölum og ganga frá þeim fyrir bókara félagsins. Skila skal bókhaldsgögnum eigi síðar en 10. hvers mánaðar.

 

Margt fleira

Þetta eru helstu verkefni framkvæmdastjóra unglingaráðs knattspyrnudeildar Umf. Selfoss. Að sjálfsögðu gerir hann margt fleira og reynir að leysa þau vandamál sem koma upp hjá deildinni.

 

 

 

 

Viðauki XII. Ársreikningar og fjárhagsáætlanir

 

 1. I Ársreikningar og fjárhagsáætlun knattspyrnudeildar

 

REKSTRARTEKJUR 2021

Framlög og styrkir ............................................................................. 56.732.202

Tekjur af mótum ................................................................................ 19.142.765

Húsa- og Vallartekjur ........................................................................ 0

Auglýsingatekjur ............................................................................... 5.975.000

Aðrar tekjur ....................................................................................... 26.103.531

Rekstrartekjur alls 107.953.498

 

REKSTRARGJÖLD 2021

Laun og verktakagreiðslur ................................................................ 53.104.746

Félagaskipti og sala leikmanna ........................................................ 1.362.372

Æfingar utan héraðs ......................................................................... 0

Áhöld og tæki ................................................................................... 5.123.526

Þátttaka í mótum .............................................................................. 18.856.481

Kostnaður vegna mótahalds ............................................................. 2.610.297

Rekstur mannvirkja ........................................................................... 7.564.312

Rekstur deildar/skrifstofu .................................................................. 1.407.374

Kynning, fræðsla og útbreiðsla ......................................................... 5.048.339

Kostn. v/samkeppnisreksturs ............................................................ 6.197.342

Önnur gjöld ....................................................................................... 11.542.163

Rekstrargjöld alls 112.816.952

 

Hagnaður (tap) án fjármagnsliða ........................................................... (4.863.454)

 

FJÁRMUNATEKJUR OG FJÁRMAGNSGJÖLD

Vaxtatekjur ........................................................................................ 28.232

Vaxtagjöld ......................................................................................... (34.581)

Þjónustugjöld banka .......................................................................... (1.325.520)

Fjármagnstekjuskattur ....................................................................... (324.983)

Gengismunur ..................................................................................... 0

 

Hagnaður (tap) tímabilsins ................................................................. (6.526.617)

 

EIGNIR

FASTAFJÁRMUNIR

Óefnislegar eignir .............................................................................. 2.400.000

Varanlegir rekstrarfjármunir ............................................................... 26.215.457

Fastafjármunir alls 28.615.457

 

VELTUFJÁRMUNIR

Skammtímakröfur .............................................................................. 18.500.422

Handbært fé ....................................................................................... 23.066.691

Veltufjármunir alls 41.567.113

 

Eignir samtals ........................................................................................ 70.182.570

 

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ

EIGIÐ FÉ

Óráðstafað eigið fé ............................................................................ 42.614.324

Endurmatsreikningur ......................................................................... 2.400.000

Tekjuafgangur ársins ......................................................................... (6.526.617)

Eigið fé alls 38.487.707

ÍSB. 602204 Yfirdráttur Skuldaskil...................................................... 14.991.608

 

 

SKAMMTÍMASKULDIR

Ógr. laun og launatengd gjöld .......................................................... 1.206.837

Aðrar skammtímaskuldir ................................................................... 15.496.418

Skammtímaskuldir 16.703.255

 

Skuldir og eigið fé samtals ................................................................ 70.182.570

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 1. II Ársreikningar og fjárhagsáætlun Unglingaráðs

 

REKSTRARTEKJUR 2021

Framlög og styrkir ............................................................................. 5.229.913

Tekjur af mótum ................................................................................ 1.004.000

Æfingagjöld ....................................................................................... 47.752.557

Aðrar tekjur ....................................................................................... 2.674.258

Rekstrartekjur alls 56.660.728

 

REKSTRARGJÖLD

Laun og verktakagreiðslur ............................................................... 38.043.628

Áhöld og tæki .................................................................................... 1.260.000

Þátttaka í mótum ............................................................................... 621.711

Kostnaður vegna mótahalds .............................................................. 3.235.227

Rekstur deildar/skrifstofu ................................................................... 1.396.894

Kynning, fræðsla og útbreiðsla .......................................................... 6.728.520

Kostnaður v/samkeppnisrekstur ........................................................ 762.066

Önnur gjöld ........................................................................................ 1.391.925

Rekstrargjöld alls 53.530.055

 

Hagnaður (tap) án fjármagnsliða ....................................................... 3.130.673

 

 

FJÁRMUNATEKJUR OG FJÁRMAGNSGJÖLD

Vaxtatekjur ........................................................................................ 7.144

Vaxtagjöld ......................................................................................... (8.618)

Þjónustugjöld banka .......................................................................... (207.032)

Fjármagnstekjuskattur ....................................................................... (1.352)

Fjármuna/-Magnstekjur alls (209.858)

 

Hagnaður (tap) tímabilsins ................................................................. 2.920.815

 

EIGNIR

VELTUFJÁRMUNIR

Vörubirgðir ....................................................................................... 265.960

Skammtímakröfur ............................................................................. 4.115.176

Handbært fé ....................................................................................... 18.041.685

Veltufjármunir alls 22.422.821­­

 

Eignir samtals ........................................................................................ 22.422.821­­

 

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ

EIGIÐ FÉ

Óráðstafað eigið fé ............................................................................ 15.619.261

Tekjuafgangur ársins ......................................................................... 2.920.815

Eigið fé alls 18.540.076

 

SKAMMTÍMASKULDIR

Ógr. Laun og launatengd gjöld.......................................................... 413.169

Aðrar skammtímaskuldir ................................................................... 3.469.576

Skammtímaskuldir alls 3.882.745

 

Skuldir og eigið fé samtals .................................................................... 22.422.821

 

[1] Námsskrá flokksins er skilgreind í stefnumótun og skilgreinir þau tæknilegu atriði sem kenna á að lágmarki í hverjum flokki.