08.06.2021
Miðvikudaginn 9. júní verður Jako með sumartilboð fyrir félagsmenn Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 16 og 19.Það verður boðið upp á á félagsgalla Umf.
06.06.2021
Góður árangur náðist á Íslandsmóti yngri flokka í júdó sem haldið var laugardaginn 29. maí. Þar voru mættir sextíu keppendur frá sjö félögum, þar af voru sex keppendur frá júdódeild Selfoss og kepptu þrír þeirra í bæði U18 og U21.Keppnin var jöfn og spennandi og mikið var um glæsileg tilþrif.
28.05.2021
Júdódeild Selfoss býður í sumar upp á fjölbreytt námskeið þar sem blandað er saman skemmtilegum leikjum, styrktaræfingum og farið yfir grunnatriði í júdó.Júdó eykur þol, fimi, styrk og eflir sjálfstraust. Hentar bæði fyrir byrjendur og þá sem hafa verið í júdó áður, bæði stráka og stelpur.Hvert námskeið eru fjórir dagar, frá mánudegi til fimmtudags. Námskeiðið fer fram í júdósalnum í Sandvíkurskóla (beint á móti Sundhöll Selfoss).
28.05.2021
Opnaður hefur verið nýr frístundavefur fyrir Sveitarfélagið Árborg. Vefurinn kemur í stað hins svokallaða „Sumarbæklings Árborgar" sem hefur verið gefin út mörg undanfarin ár. Á vefnum eru allar helstu upplýsingar um námskeið og afþreyingu í sveitarfélaginu og nágrenni þess í sumar en markmiðið er að vefurinn muni allt árið birta upplýsingar um frístundastarf og afþreyingarmöguleika í sveitarfélaginu fyrir alla aldurshópa.
17.05.2021
Selfyssingar kræktu í tvo titla á Íslandsmeistaramótinu í júdó sem var haldið í íþróttahúsinu í Digranes í Kópavogi sunnudaginn 16.